Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða.
a) Erindi frá Hilmari Björgvinssyni skólastjóra Kerhólsskóla.
b) Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II í Kaffihúsi Öndverðarness, Golfskálanum í Öndverðarnesi.
c) Fundargerð 6. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. júní 2013.
1. Kynning á samruna Sorpstöðvar Suðurlands við Sorpu.
Á fundinn mætti Guðmundur Tryggvi Ólafsson framkvæmdarstjóri Sorpstöðvar Suðurlands og fór yfir samruna Sorpstöðvar Suðurlands við Sorpu bs.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 7. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. maí 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
b) Fundargerð 26. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. júní 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
3. Forkaupsréttur á hlutafé í Háskólafélagi Suðurlands.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Sigursveinssyni f.h. Háskólafélags Suðurlands, dagsettur 6. júní 2013 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti sínum í félaginu. Á síðasta aðalfundi Háskólafélags Suðurlands voru samþykktar breytingar á samþykktum félagsins þar sem hlutafé félagsins var aukið um tæpar 6,3 mkr. en gert er ráð fyrir að Sveitarfélagið Hornafjörður leggi það hlutafé inn í félagið. Að auki liggur frammi ársreikningur Háskólafélags Suðurlands ársins 2012. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum.
4. Beiðni um styrk frá Fjölskylduhjálp Íslands.
Fyrir liggur beiðni frá Fjölskylduhjálp Íslands um styrk til kaupa á matvælum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
5. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. júní 2013.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. júní 2013 liggur frammi á fundinum.
6. Golfvöllurinn að Minni-Borg.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi gagntilboð sem gildir til 15. júlí n.k. á grundvelli tilboðs sem tekið var fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 5. júní s.l.
7. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes – og Grafningshrepps til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt.
8. Beiðni stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga um umsögn á stefnumörkun stjórnar.
Fyrir liggur beiðni stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga um umsögn á stefnumörkun stjórnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stefnumörkunina.
9. Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. 16 umsóknir bárust og var leitað umsagnar samgöngunefndar. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, hversu löng heildarvegalengd hvers hverfis er og fjölda lóða og hús í hverfinu. Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2013, samtals að fjárhæð kr. 1.200.000.
Félag sumarbústaðaeigenda í Bjarkarborgum kr. 100.000
Sumarhúsafélagið Víðihlíð kr. 100.000
Félag landeigenda í Vaðnesi kr. 125.000
Félag sumarhúsabyggðar við Ásabraut kr. 25.000
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut kr. 25.000
Landeigendur Nesi v/Apavatn kr. 25.000
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi kr. 50.000
Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi kr. 100.000
Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti kr. 125.000
Sumarhúsafélagið Hestvík kr. 75.000
Öndverðanes ehf kr. 225.000
Félag lóðareigenda í Miðborgum kr. 50.000
Félag lóðareigenda í Farengi og Félag lóðareigenda í Miðborgum kr. 100.000
Félag frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi kr. 25.000
Lækjarbakki, félag sumarhúsaeigenda við Lækjarbakka kr. 25.000
Heiðartjörn, félag í frístundabyggð kr. 25.000
10. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 29. júlí til og með 9. ágúst 2013.
11. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi er því 21. ágúst 2013.
12. Önnur mál.
a) Erindi frá Hilmari Björgvinssyni.
Fyrir liggur uppsagnarbréf frá Hilmari Björgvinssyni skólastjóra Kerhólsskóla, dagsett 18. júní 2013 þar hann óskar eftir lausn frá störfum frá og með 31. júlí n.k. Sveitarstjórn þakkar Hilmari fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Sveitarstjóra falið að auglýsa stöðuna.
b) Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum í Kiðjabergi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II í Kaffihúsi Öndverðarness, Golfskálanum í Öndverðarnesi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.
c) Fundargerð 6. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. júní 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 149. stjórnarfundar 03.06 2013.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 226. stjórnarfundar 21.05 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 806. stjórnarfundar, 31.05 2013.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 11. stjórnarfundar, 16.05 2013.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 12. stjórnarfundar, 24.05 2013.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 13. stjórnarfundar, 05.06 2013.
Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 11. júní 2013 um styrki til atvinnulífs og stefnu í atvinnumálum.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. júní 2013 þar sem kynnt er námsferð til Skotlands dagana 3. – 5. september n.k.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur 2012.
Ungt fólk og lýðræði, lokaskýrsla.
Byggðasafn Árnesinga, ársskýrsla 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Neistinn, fréttabréf Styrktarfélags hjartveikra barna 1. tbl 10. árg 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
SÍBS blaðið 2. tbl 29. árg 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Samtök um kvennaathvarf, ársskýrsla 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00