Sveitarstjórn
1. Skólaakstur.
Fyrir liggja niðurstöður verðkönnunar í skólaakstur skólaárin 2013 – 2017. Tilboð bárust frá Pálmari Sigurjónssyni ehf. í leið 1, 235 kr/km, leið 2, 326 kr/km, leið 3, 214 kr/km og leið 4, 214 kr/km og biðtíma. 3.693 kr/klst, frá Jóni H. Bjarnasyni í leið 1, 263 kr/km, leið 2, 323 kr/km, í leið 3, 212 kr/km og leið 4, 212 kr/km og biðtíma 3.500 kr/klst, frá Rúnu og Björgvin ehf. og Guðmundi Þorvaldssyni í leið 1, 238 kr/km og biðtíma 2.380 kr/klst, frá Guðmundi Jóhannessyni í leið 2, 320 kr/km og biðtíma 2.500 kr/klst og frá Bíldsverk ehf. í leið 1, 292 kr/km og leið 2, 486 kr/km og biðtíma 2.644 kr/klst. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðendur fyrir hverja leið fyrir sig, Pálmar Sigurjónsson ehf. vegna leiðar 1, Guðmund Jóhannesson vegna leiðar 2 og Jón H. Bjarnason vegna leiðar 3 og 4.
Samþykkt samhljóða.
2. Skólastjóri.
Átta umsóknir bárust í stöðu skólastjóra Kerhólsskóla sem auglýst var í Fréttablaðinu þann 29. júní s.l. Frestur til að skila inn umsóknum var til 12. júlí s.l.
Fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hefur fjallað um umsóknirnar og mælir með að Sigmar Ólafsson verði ráðinn sem skólastjóri.
Sveitarstjórn samþykkir að Sigmar Ólafsson verði ráðinn sem skólastjóri og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við hann.
Samþykkt með 4 atkvæðum, Ingvar Grétar Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:30