Ungmennaráð
1. Nýtt ungmennaráð komið til starfa.
Nýkosið ungmennaráð boðið velkomið til starfa
2. Kynning á samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Stafsmaður las yfir samþykktina og var hún rædd, ásamt því var farið yfir 12. gr. Barnasáttmálans um rétt barna um að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif.
3. Farið yfir fundagerð síðasta fundar.
Fundargerð lesin og hún samþykkt.
4. Kosning formanns og varaformanns.
Kristrún Urður Harðardóttir var kosin formaður ráðsins og Guðmundur Björgvin Guðmundsson varaformaður.
5. Fundatími ákveðinn.
Miða skal við að halda fundi á miðvikudögum kl. 17.
6. Áætluð samfélagsstefna sveitarfélagsins rædd.
Ákveðið var að starfsmaður ráðsins setji fram 3 – 4 spurningar varðandi samfélagið og sendi fulltrúum ungmennaráðs. Spurningar og svör verða svo tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
7. Fræðsla um fjármál.
Jón Marteinn vildi gjarnan ræða um mikilvægi fjármálalæsis, hann spurði félaga sína í ráðinu hvort þau kynnu t.d að lesa launaseðilinn sinn eða hvernig skattaskýrsla liti út.
Fulltrúar deildu skoðun hans um mikilvægi þess að unglingar lærðu um fjármál. Rætt var með hvaða móti sú fræðsla ætti að vera og hvernig ungmennaráð gæti komið að málinu. Niðurstaða fékkst ekki en fulltrúar ætla að taka málið upp aftur.