Ungmennaráð
1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að ungmennaráð svari spurningum um skólakerfið tekin fyrir.
Bréfið lagt fyrir og tekið til umræðu. Spurningunum fjórum svarað og svör send á sambandið.
2. Breyting á samþykkt ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps.
Starfsmaður ráðsins sagði frá því að tillaga um breytingu á samþykkt fyrir ungmennaráðið lægi fyrir sveitarstjórn. Breytingin gengur út á að hækka aldur fulltrúa úr 18 árum í 20 ár. Fulltrúum leist vel á þá breytingu.
3. Val í nýtt ráð og kynning á starfi ungmennaráðs.
Það er komið að því að velja í nýtt ráð til eins árs. Þeir fulltrúar sem nú sitja í ráðinu og eru í grunnskólanum taka að sér að kynna starfið fyrir samnemendum sínum. Starfsmaður ráðsins mun senda öllum á aldrinum 16 – 20 ára, sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu, bréf þar sem viðkomandi er boðið að bjóða sig fram sem fulltrúa ungmennaráðs.