Ungmennaráð
1. Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi.
Farið yfir ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem ungmennaráð Árborgar stóð fyrir og hvað fulltrúum fannst um hana og þau málefni sem þar voru rædd. Almennt voru fulltrúar ánægðir með ráðstefnuna og fannst m.a, að hún varpaði ljósi á hvað ungmennaráð stæði fyrir, til hvers væri ætlast af þeim og hvaða möguleika fulltrúar ungmennaráða hafa til að hafa áhrif.
2. Form ungmennaráða.
Starfsmaður kynnti mismunandi form ungmennaráða og starfhætti.
3. Hugmyndir.
Fulltrúar unnu hugmyndir af því hvað þau vilja taka upp, eftirfarandi var rætt:
a. Ræktin – kostnaður, aldurstakmark.
b. Strætó.
c. Búð á Borg.
d. Netaðgengi.
e. Vegagerðin.
f. Leikvöllur.
4. Næsti fundur.
Ákveðið var að funda aftur 29. nóvember og fara þá betur yfir einstaka mál.