Fara í efni

Ungmennaráð

6. fundur 02. maí 2017 kl. 18:00 - 19:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Jón Marteinn Arngrímsson
  • Kristberg Ævar Jósepsson
  • ásamt starfsmanni sveitarfélagsins Gerði Dýrfjörð.
Gerður Dýrfjörð

1.  Lagt fyrir fundin „minnisblað vegna Ungmennaráðs um málefni sem komu inn á fund sveitarstjórnar þann 5. apríl 2017.

Farið í gegnum atriði minnisblaðs og eftirfarandi athugasemdir gerðar:

-          Ljósleiðari – ungmennaráð mun koma upplýsingum varðandi ljósleiðaramál áfram til ungmenna í sveitarfélaginu,

-          Almenningssamgöngur – ungmennaráð felur starfsmanni að hafa samband og ákveða fund með ungmennaráði Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps til að ræða almenningssamgöngur og koma með hugmyndir að bættri þjónustu.

-          Tónlistarnám/tómstundastyrkur – fulltrúar Ungmennaráðs munu fylgjast spennt með framgangi þess máls en sveitarstjórn ætlaði að skoða það frekar.

-           Uppbygging leik og útivistasvæðis á Borg.  Hægt er að fara í að laga mörk í sumar en að öðru leiti ætlar ungmennaráð að bíða með að koma með hugmyndir þar til eftir ungmennaþing Gogg sem áætlað er að hafa í september. Allir á aldrinum 13 – 20 ára sem búa í sveitarfélaginu eru boðuð á þingið. Ungmennaráð reiknar með að þá muni koma fram margar góðar hugmyndirJ

  

2.  Verkefnið Ungmennaþing Gogg, sem halda á í september, rætt, farið yfir markmið þess og einkenni. Rætt hvernig best sé að ná til markhópsins og fá þau til að mæta á þingið.

 3.  Fulltrúar spurðu um greiðslu vegna setu í ungmennaráði, en samkvæmt samþykkt fyrir  ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps (13.gr) skal þóknun greidd fyrir hvern fund samkvæmt samþykktum um fundarþóknun nefnda sveitarfélagsins.

Starfsmaður ráðsins ætlar að ganga frá þessu máli.

Getum við bætt efni síðunnar?