Fara í efni

Ungmennaráð

9. fundur 20. mars 2018 kl. 16:15 - 17:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Kristín Urður Harðardóttir
  • Jón Marteinn Arngrímsson
  • Sveinn Bergsson
  • Kristberg Ævar Jósepsson
  • Helga Laufey Rúnarsdóttir
  • Embla Líf Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Björgvin Guðmundsson
  • Gerður Dýrfjörð
Gerður Dýrfjörð

1.      Samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.

Farið var yfir Samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps og hlutverk fulltrúa í ungmennaráði.

 2.      Kosning formanns og varaformanns.

Kristrún Urður Harðardóttir kosin formaður og Jón Marteinn varaformaður, frestað var kosningu ritara.

 3.      Handbók ungmennaráða.

Farið var lauslega yfir hvað Handbók ungmennaráða inniheldur en hver fulltrúi fer betur yfir handbókina þegar honum hentar.

 4.      Boðun funda og upplýsingaferli.

Samþykkt var að boðað væri á fundi gegnum Facebook og áminning með sms og netpósti. Starfsmaður ráðsins mun boða fundi.

 5.      Fundur með sveitarstjórn 4. apríl.

Ákveðið að fulltrúar tali saman á facebook um málefni sem taka á fyrir á sveitarstjórnarfundi. Fulltrúar verði tilbúnir með hugmyndir af tillögum n.k. mánudag.

 6.      Forvarnarstefna.

Kristrún Urður er fulltrúi ungmennaráðs í vinnuhópi um forvarnarstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps.

 7.      Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 23. – 25. mars.

Kristrún Urður mun vera fulltrúi ungmennaráðs á ráðstefnunni.

Getum við bætt efni síðunnar?