Fara í efni

Ungmennaráð

15. fundur 22. janúar 2020 kl. 17:00 - 19:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Daníel Arnar Þrastarson
  • Guðmundur Björgvin Guðmundsson
  • Gunnar Birkir Sigurðsson
  • Helga Laufey Rúnarsdóttir
  • Jón Marteinn Arngrímsson
  • Gerður Dýrfjörð starfsmaður ráðsins
Gerður Dýrfjörð

1.      Tilnefning fulltrúa í Heilsueflandi samfélag.

Gunnar Birkir Sigurðsson er tilnefndur aðalfulltrúi í nefnd um Heilsueflandi samfélag og Daníel Arnar Þrastarson til vara. Þeir töldu styrk í því að vera báðir boðaðir á fundi. Starfsmaður kemur þeim skilaboðum til starfsmanns Heilsueflandi samfélags.

 2.      Fulltrúar á fund ungmennarás Suðurland.

Formaður og varaformaður skulu sitja fundi Ungmennaráðs Suðurland. Ákveðið var að velja einn til vara til að sitja febrúarfund ráðsins ef annað hvort formaður eða varaformaður komast ekki. Helga Laufey Rúnarsdóttir var valin.

 3.      Samfélagsstefna.

Rætt var um samfélagsstefnuna sem allar nefndir og ráð sveitarfélagsins vinna nú að. Farið var í gegnum umræðu spurningar sem starfsmaður hafði sent fulltrúum  nokkru fyrir fundinn og er gerð grein fyrir þeim umræðum í sérstöku vinnuskjali.

Getum við bætt efni síðunnar?