Ungmennaráð
1. Kynning á ungmennaráði
Farið yfir hlutverk ungmennaráðs.
2. Leiðtogafundur ungs fólks
Leiðtogafundurinn kynntur og áhugi kannaður.
Skoðuðum og fylgdumst með opnun rafræns vettvangs ungmennamánaðarins.
3. Forvarnarstefna
Talað um forvarnarstefnu sem í bígerð.
Talað um að auka aðgengi unglinga að hreyfingu.
Fleiri leiðir til að auka samskipti og kynnast fleira fólki.
Meiri fræðsla um áhættuþætti.
Byrja fyrr að fræða.
4. Stýrihópur heilsueflandi samfélags
Óskað eftir fulltrúa ungmennaráðs í stýrihóp heilsueflandi samfélag. Enginn sem bauð sig fram en þau ætla að hugsa þetta og verður ákveðið á næsta fundi.
5. Aðventan
Piparkökuhúsakeppnin endurtekin.
Guðrún Ása kannar hvaða dagur hentar best á aðventunni.
Hafa vinninga - safna vinningum frá fyrirtækjum.
Finna dómara – Guðmundur í GK, athuga með hinn helminginn af GK.
Tveir flokkar.
Bara skraut á staðnum.
Skraut að heiman.
Guðrún Ása boðar undirbúningsfund vegna keppninnar þegar nær dregur.
6. Önnur mál
Spurt um skipulag á nýjum svæðum og farið yfir það sem er í gangi.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 18:15