Ungmennaráð
1. Mál. - Fundagerð seinasta fundar
Fundargerð 29.fundar ungmennaráðs lesin yfir og samþykkt
2. Mál. Fundarhöld Ungmennaráðs
Á fundi Ungmennaráðs var fundarfyrirkomulag ráðsins tekið til umræðu. Í samræmi við 9. gr. samþykkta Ungmennaráðs var lögð fram tillaga um að funda reglulega á miðvikudögum eftir að grunnskóli lyki, með það að markmiði að efla starfsemi ráðsins og auka virkni fulltrúa þess.
Eftir umræður var samþykkt að óska eftir heimild sveitarstjórnar til að halda mánaðarlega fundi ráðsins, auk þeirra funda sem kveðið er á um í samþykktum.
Bókun:
Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að funda mánaðarlega, að jafnaði á miðvikudögum kl. 19:15. Ungmennaráðið samþykkir að leggja fyrirspurnina fyrir sveitarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.
3. Mál - Kosning formanns og varaformanns
Formaður Ungmennaráðs er í forsvari fyrir ráðið varðandi tillögur og áherslur þess eftir því sem við á.
Bókun:
Þrír fulltrúar buðu sig fram til formennsku í Ungmennaráði og fór fram kosning um embættið. Eftir talningu atkvæða var jafnt á milli tveggja frambjóðenda, og var því framkvæmd endurkosning um formann og varaformann.
Niðurstöður kosninga leiddu í ljós að Ingibjörg Elka var kjörin formaður og Kjartan Guðjónsson varaformaður.
Ungmennaráð samþykkir framkvæmd og niðurstöðu kosninga.
4. Mál - Aðild ungmennaráðs í nefndum sveitarfélagsins
Á fundi Ungmennaráðs var rætt um möguleika á aðild ráðsins að nefndum sveitarfélagsins, sérstaklega í tengslum við stækkun sundlaugar. Í umræðum var vísað til fordæma annarra sveitarfélaga, s.s. Árborgar, Reykjanesbæjar og Hafnar, þar sem ungmennaráð hafa aðkomu að nefndarstarfi.
Bókun:
Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir áheyrn í nefndum sveitarfélagsins, einkum þeim sem fjalla um aðstöðu-, tómstunda- og skólamál ungmenna. Ráðið telur mikilvægt að ungmenni séu virkir þátttakendur í stefnumótun og ákvörðunum sem varða þeirra málefni. Með aðkomu að nefndum sveitarfélagsins fá ungmenni aukna innsýn í stjórnsýslu og tækifæri til að leggja fram sjónarmið sín á viðeigandi vettvangi.
Ungmennaráð samþykkir að leggja fyrirspurnina fyrir sveitarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.
5. Mál – Nemendaþing í Kerhólsskóla
Hrafnhildur Sigurðardóttir fór yfir hvað var rætt um á nemendaþinginu og fór yfir helstu niðurstöður frá nemendaþinginu.
Bókun: Ungmennaráðið leggur til að taka mál nemendaþingsins til frekari umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.
6. Önnur mál
- Net- og tölvumál í grunnskólanum
Ábending kom fram um að net- og tölvumál í grunnskólanum þyrftu frekari skoðun.
- Bókun:
Karólína Waagfjörð mun taka saman upplýsingar um málið og leggja fram til umfjöllunar á næsta fundi Ungmennaráðs.
- Samgöngumöguleikar fyrir ungmenni og börn í sveitarfélaginu
Rætt var um þörf á að fjölga ferðum milli bæjarfélaga, sérstaklega fyrir ungmenni. Einnig voru teknar umræður um frístundastrætó í tengslum við íþróttafélög. Fram kom að hægt væri að taka þetta mál fyrir á ungmennaþingi Uppsveita og Flóa.
- Sýnileiki Ungmennaráðs á samfélagsmiðlum
Rætt var um mikilvægi þess að gera Ungmennaráð sýnilegra á samfélagsmiðlum og veita ungmennum í sveitarfélaginu betri upplýsingar.
- Bókun:
Óttar Guðlaugsson mun kanna verkreglur sveitarfélagsins í tengslum við þetta og kynna niðurstöður á næsta fundi ráðsins.
- Íþróttahúsið – loftræsting og stækkunarmöguleikar
Umræður fóru fram um loftræstikerfi í íþróttahúsinu og ábendingar bárust um slæma loftræstingu og mikinn hita í húsinu. Bent var á að skoða mögulegar lagfæringar og horfa til sambærilegs kerfis og í íþróttahúsinu á Flúðum. Einnig var rætt hvort möguleiki væri á stækkun íþróttahússins og hvort slíkt væri í áætlunum sveitarfélagsins.
- Bókun:
Óttar Guðlaugsson mun bera fyrirspurnina áfram til viðeigandi aðila.