Samráðshópur um málefni aldraðra
1. Farið yfir svör við spurningarlista fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.
Svör við könnuninni voru 30 en 104 eldri borgara eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu.
Helstu niðurstöður:
Eldri borgarar kjósa helst að fá upplýsingar frá sveitarfélaginu í gegnum Facebook hóp eldri borgara, Hvatarblaðið og í tölvupósti.
Slitgigtarskólinn er vinsælasta hreyfingin og svo gönguferðir.
Góð mynd fékkst af því hvernig snjalltækjanámskeið ætti að bjóða.
Áhugi er fyrir því boðið verði upp á handverkssmiðjur, sérstaklega prjónasmiðju og tréútskurð.
Eldri borgarar vilja gjarnan hittast, fá sér kaffi og spjalla reglulega.
Þeim finnst sæludvölin á hótelinu ómissandi en vilja líka fara í fleiri styttri ferðir.
Vilji er til að taka þátt í kostnaði við starfið.
Langflestum finnst að bjóða ætti íbúum frá 60 ára aldri að taka þátt í starfinu.
Annað sem kom fram var ánægja og þakkir fyrir það sem nú er gert fyrir eldri íbúa.
Út frá þessum svörum stendur til að
- bjóða í kaffi og spjall í mars þar sem þátttakendur borga 500kr.
- Skipuleggja gönguferðir þega vora fer.
- Guðrún Ása kannar með hótelferð í vor.
2. Spurt um frístundastyrk eldri borgara þar sem að námskeið slitgigtarskólans, sem margir taka þátt í, eru að hækka í verði.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 14:10
Næsti fundur verður í vor og Guðrún Ása boðar hann þegar að því kemur.