Samráðshópur um málefni aldraðra
1. Þakklæti
Fundargestir vildu byrja á því að þakka fyrir það hversu vel er hugsað um eldri borgara í sveitarfélaginu og þá sérstaklega hótelferð sem farin var í Stykkishólm.
2. Starf framundan
• Jólakaffi 60+ 5. desember kl. 15:00 í félagsheimilinu, spila jólatónlist undir. Kaffigjald 500kr.
• Tölvunámskeið sameinað í eitt námskeið þar sem skráningin var ekki meiri.
• Hafa 60+ hitting í lok janúar þar sem hægt er að hittast og spila, sinna hannyrðum eða öðru, allir koma með eitthvað í hlaðborð. Kaffi í boði á staðnum.
• Göngur hefjast aftur í lok apríl. Væri gaman að fá aftur stafgöngunámskeið í vor.
• Skipuleggja dagsferð á næsta ári og hafa hótelferð annað hvert ár. Væri gaman að hafa næstu hótelferð á Reykjanesi.
• Bókakynningar og tónlist framundan á bókasafninu.
3. Facebook hópur
Gera hópinn private þannig að þú þurfir að vera hluti af hópnum til að sjá það sem er í honum.
4. Önnur mál
a) Rætt um heilsugæsluna og hversu mikilvægt sé að hún fari ekki upp á Flúðir og að það vanti stöðugleiki þegar kemur að læknum sem vinna þar.
b) Sérstakar óskir um að reynt verði að bjóða upp á jóga í sveitarfélaginu. Guðrún Ása kannar möguleikana á kennurum og aðstöðu.
c) Renna yfir nafnalista eldri borgara á næsta fundi með það fyrir augum hvort að við vitum um einhverja sem eru einangraðir.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:00