Fara í efni

Afhending á Hraunbraut 2 til Grímsnes- og Grafningshrepps

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur fékk í dag afhent eignina Hraunbraut 2 frá Helga Jónssyni eiganda Tækja og tóla ehf. Ása Valdís Árnadóttir oddviti tók við lyklunum frá Helga fyrir hönd sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið hefur um tíma verið að skoða leiðir til að sameina áhaldahús sveitarfélagsins á einn stað þar sem það er í dag bæði við Hraunbraut 2 og Minni-Borg sláturhús. Til stóð að ráðast í byggingu á nýju húsnæði á nýja athafnasvæðinu við Borgargil en með þessum kaupum geta slíkar áætlanir beðið þar sem húsnæðisþörf sveitarfélagsins vegna áhaldahúss verður fullnægt til næstu ára.

Síðast uppfært 20. desember 2024
Getum við bætt efni síðunnar?