Fara í efni

Afþreying í Yndisskóginum

Nú er unnið að því að gera útivistarsvæðið í Yndisskóginu enn skemmtilegra.  Búið er að flytja leiktæki sem voru við sundlaugina í skóginn en þau þurftu að víkja fyrir viðbyggingunni. Þetta eru einfaldar slár sem bæði er hægt að nýta sem æfingartæki eða leiktæki. Í næstu viku verða frisbígolfkörfurnar settar upp og þá mögulegt að spila völlinn þó að hann verði ekki kláraður fyrr en seinna í sumar. Þá er vinna við grillskýli að hefjast á næstunni en grillið er komið á sinn stað.

Skógræktarfélagið gróðusetti mikið af trjám núna í vikunni og gaman að sjá að skógurinn er að breiða úr sér þó að hann þurfi nokkurn tíma til að hækka.

Við hvetjum fólk til að gera sér fer í skóginn til að skoða uppbygginguna.

Síðast uppfært 31. maí 2024
Getum við bætt efni síðunnar?