Bilun í Kringluveitu uppfært 18.2 kl. 01:40
Bilun er í dælu í hitaveitu frá Kringluveitu, unnið er að viðgerð og verður þá uppfærð staða og tímasetning á lagfæringu.
Uppfært 18.2 kl. 01:40: Búið er að ræsa dæluna og verið er að fylla á hitaveitukerfið. Fullum þrýsting náð bráðlega.
Uppfært 17.2 kl.17:30: Vel gengur að koma dælu og dælustreng niður í holuna. Stefnt er á að ræsa veituna seint í kvöld eða í nótt.
Uppfært 17.2 kl. 10:55: Búið er að hífa upp dælu um kl. 07 og yfirfara búnað, verið er að slaka niður nýrri dælu.
Uppfært 16.2 kl 19:20: Verið er að hífa upp dælu úr borholu á sólarhringsvöktum, ný dæla verður sett í staðinn. Í nótt verður nýja dælan sett niður og ef vel gengur ræst á mánudaginn.
Uppfært kl. 00:30 16.2: Alvarleg bilun er í borholudælu á Kringlu og er nauðsynlegt að taka hana upp úr holunni og setja nýja dælu. Nánari upplýsingar um tímasetningu á heitu vatni kemur þegar líður á verkið og umfang bilunar kemur í ljós.
Áhrif eru á hitaveitu á Sólheimahring austan Kringlu, Svínavatni, Öldubyggð, Þóroddstaði, Þórisstaði, Mosfell, Stangarlæk.
Beðist er velvirðingar á þessu.