Breyting á lýðheilsu- og tómstundastyrk
Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingar á lýðheilsu- og tómstundastyrk sem munu taka gildi nú þegar. Aldurssvið styrksins hefur verið lengt og nær nú til barna frá fæðingu upp að 18 ára aldri. Jafnframt hefur styrktarupphæð verið hækkuð úr 50.000 krónur í 60.000 krónur á einstakling.
Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldri/forráðamanni barna á aldrinum 0 – 18 ára, sem og eldri borgurum 67 ára og eldri, styrk til að stunda íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf.
Meginreglan er sú að skipulagt tómstundastarf nái yfir 6 vikur samfellt. Hægt er að ráðstafa styrk til styttri námskeiða, enda uppfylli námskeiðið önnur skilyrði um styrkhæfi.
Ungmenni í framhaldsskóla geta nýtt sér styrkinn til kaupa á árskortum í líkamsrækt.
Styrktarupphæð fyrir eldri borgara 67 ára og eldri helst óbreytt.
Hægt er að nýta tómstundastyrkinn í gegnum skráningarkerfið Abler á einfaldan máta í kaupferlinu á námskeiði eða æfingargjöldum.
Nánari upplýsingar um hvernig það virkar má finna hér.
Ef vandamál koma við kaupferlið má senda á ottar@gogg.is
Allar upplýsingar um lýðheilsu- og tómstundastyrkinn má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hægt er að sækja um styrkinn á heimasíðu sveitarfélagsins eða á skrifstofu þess.
Nánari upplýsingar og umsóknir má finna hér.