Byggðaþróunarfulltrúi.
Lína Björg Tryggvadóttir byggðaþróunarfulltrúi hefur aðsetur í Aratungu í Reykholti.
Hún starfar fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu; Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða-og Gnúpverjahrepp.
Starf byggðaþróunarfulltrúa er margþætt en hann veitir ráðgjöf og handleiðlu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og að svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar. Auk þess kemur hann að ferðatengdum málum og málum tengdum fjölmenningu. Byggðaþróunarfulltrúi sinnir einnig verkefnum í samráði við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og veitir því upplýsingar um styrki úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands ásamt því að hafa góða þekkingu á styrkumsóknum og styrkjum sem í boði eru á hverjum tíma.
Ef þið þurfið aðstoð eða upplýsingar varðandi styrki, frumkvöðlaaðstoð eða annað sem viðkemur fjármögnun verkefna eða þarft almennar upplýsingar eða aðstoð er varðar atvinnuþróunar- eða byggðaþróunarverkefni þá hafið samband.
Farsími: 859-7870
Sími: 480 3009
Á www.sveitir.is má finna upplýsingar um fjölbreytta þjónustu á svæðinu.