Fossbúar á Borg í Grímsnesi - Öll velkomin
19.02.2025
Næsti fundur (22. febrúar) fjölskylduskáta Fossbúa verður haldinn á Borg í Grímsnesi þar sem heimafólkið, Guðmundur Finnbogason og Guðrún Ása Kristleifsdóttir ætla að taka hópinn í útieldun í nýju bálskýli Grímsnes- og Grafningshrepps og frisbígolf á nýja folfvellinum.
ATH ÖLL VELKOMIN!
Tilvalin útivera þar sem að börn og fullorðnir geta notið saman.
Hittumst við Bálskýlið klukkan 11:00. Minnum á að vera klædd eftir veðri og til útivistar, snjallt að taka með bolla.
Síðast uppfært 19. febrúar 2025