Fara í efni

Framkvæmdir á skólalóð og gervigrasvelli

Næstu vikur verður grunnskólalóðin við Kerhólsskóla lokuð vegna framkvæmda. Verið er að malbika þann hluta lóðarinnar þar sem áður var möl og fallmöl. Þetta tryggir aðgengi fyrir alla ásamt því að gera skólalóðina fallegri og eykur notagildið. Undir leiktæki verður sett tartan sem fallvörn líkt og er á hluta leikskólalóðar og yfirborðið brotið upp með tartan hólum. Lýsing verður endurbætt og ljóskastarar fjarlægðir. Köngulóarklifurnet bætist svo að lokum við lóðina og er vonast til þess að það vekji lukku. Verktakar eru Grjótgás og Jóhann Helgi & Co.

Einnig er verið að skipta út gervigrasi og snjóbræðslu á battavellinum sem var komið til ára sinna. Nýja gervigrasið verður ekki með gúmmíkurli líkt og það gamla.

Á meðan unnið er að breytingum á vellinum er bent á leikvöllinn við Hraunbraut og ærslabelginn á túninu.

Beðist er velvirðingar á þessu raski.

Síðast uppfært 24. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?