Fara í efni

Gönguskíðabrautir

Í gærkvöldi lagði hjálparsveitin Tintron og sveitarfélagið sitt af mörkum til að efla útivist og hreyfingu með því að setja upp þrjár nýjar gönguskíðabrautir í bænum. Með tilkomu nýja gönguskíðasporans eru nú glæsilegar aðstæður fyrir íbúa og gesti að njóta útivistar í vetrarparadísinni okkar.

Gönguskíðaspor hefur verið lagt á tjaldsvæðinu, sem tengist einnig við spor í Yndisskógi. Fyrir börn og byrjendur hefur verið sett upp lítil og skemmtileg braut á skólalóðinni við Kerhólsskóla. Gott er að leggja við við Grenndarstöðina á Borg eða bílaplan við félagsheimili.

Við hvetjum alla, jafnt byrjendur sem lengra komna, til að draga fram skíðin og nýta sér þessar frábæru gönguskíðabrautir.

Njótið útivistarinnar!
Hér má sjá kort af brautunum

Síðast uppfært 24. janúar 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?