Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir eftir umsóknum um lausar byggingarlóðir á Borg
Um er að ræða 5 einbýlishúsalóðir, 4 parhúsalóðir, 2 raðhúsalóðir og eina fjölbýlishúsalóð.
Lóðirnar eru auglýstar á grundvelli nýs deiliskipulags á svæðinu. Lokið verður við gatnagerð í september 2024 og er við afhendingu búið að malbika götur, gangstéttar og gangstíga ásamt því að götulýsing er tilbúin. Hús munu tengjast vatns-, hita-, og fráveitu sveitarfélagsins. RARIK er með rafmagn á svæðinu og ljósleiðari er frá Mílu.
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í nánustu framtíð. Búið er að skipuleggja nýtt íbúðahverfi á svæðinu, sem verður paradís fyrir þau sem kjósa kyrrð og ró fram yfir ys og þys – en vilja samt hafa alla þjónustu í næsta nágrenni. Sérstök áhersla er lögð á að byggðin tengist nærliggjandi þjónustukjarna á nýju miðsvæði og gott flæði verði milli innviðanna á svæðinu.
Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir verktaka og einstaklinga til að taka þátt í uppbyggingu á nýrri og spennandi íbúðabyggð á besta stað á Suðurlandi.
Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, skipulags- og byggingarskilmála og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðunni borgisveit.is og gogg.is.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2024.