Lekaleit hitaveitu með ómönnuðum loftförum fyrir Orkubú Vaðnes
Þann 3.4.2025 mun umhverfisráðgjafstofan ReSource International framkvæma lekaleit á hitaveitulögnum í Vaðnesi og Snæfoksstöðum fyrir hönd Orkubús Vaðnes ehf.
Leitin fer fram með notkun ómannaðra loftfara (dróna) sem taka hitamyndir úr um 50 metra hæð. Markmiðið er að greina mögulega leka á hitaveitulögnum og afla gagna sem nýtast til að stöðva leka og skipuleggja viðhald í framtíðinni.
Myndirnar eru teknar með hitamyndavél og eru ekki nægilega nákvæmar til að sýna persónugreinanlegar upplýsingar. Öll gögn verða einungis afhent Orkubúi Vaðnes og fara ekki í dreifingu.
ReSource International leggur áherslu á að vinna verkið með öryggi, varkárni og hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Við þökkum fyrirfram fyrir skilning og samvinnu íbúa á meðan á framkvæmd stendur.