Fara í efni

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.

Í Lífshlaupinu eru landsmenn hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum 150 mínútur á viku.

Munum að öll hreyfing telur og reynum að draga úr kyrrsetu eins og kostur er. 

Samhliða setningu lífshlaupsins voru kynntar nýjar ráðleggingar um hreyfingu eftir hópum og má finna nánari upplýsingar um þær á heimasíðu Embætti landlæknis.

Síðast uppfært 8. febrúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?