Lóðir undir atvinnuhúsnæði lausar til umsóknar
Um er að ræða nýtt 52 lóða athafnasvæði hefur verið skipulagt við Sólheimaveg, rétt suður af Borg í Grímsnes- og Grafningshrepp. Þar er gert ráð fyrir hreinlegum léttum iðnaði og ýmiss konar rekstri. Uppbyggingu svæðisins verður skipt upp í áfanga, til að stuðla að hagkvæmni og heildaryfirbragði byggðarinnar.
Á svæðinu eru fjölmargir möguleikar til atvinnureksturs og uppbyggingu á iðnaðarhúsnæði í næsta nágrenni við ört stækkandi byggðakjarna á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi og í miðri stærstu frístundahúsabyggð landsins.
Stærð lóða er frá 1.575 m² til 2.475 m² með nýtingarhlutfalli 0,3 en mögulegt að sameina byggingarreiti á samliggjandi lóðum.
Lóðir að Borgargili 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24 eru lausar til umsóknar. Verð eru eftirfarandi:
Heiti lóðar | Verð |
Borgargil 8 | 10.706.469 kr |
Borgargil 10 | 11.883.501 kr |
Borgargil 12 | 11.883.501 kr |
Borgargil 14 | 11.883.501 kr |
Borgargil 16 | 11.883.501 kr |
Borgargil 18 | 16.806.666 kr |
Borgargil 20 | 14.939.259 kr |
Borgargil 22 | 14.939.259 kr |
Borgargil 24 | 14.939.259 kr |
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna hér.
Kynnið ykkur líka frekari uppbyggingu í Grímsnes- og Grafningshrepp á www.borgisveit.is.