Fara í efni

Niðurstöður útboðs á verslunar- og þjónustulóðum á Miðsvæði, Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi

Á fundi sveitarstjórnar í morgun var samþykkt samhljóða að taka tilboði E.Sigurðssonar ehf í verslunar- og þjónustulóðir í Miðtúni 1-11.
Sveitarfélagið hefur átt í viðræðuferli síðusu vikur við aðila sem áhuga höfðu á að koma að því verkefni að byggja upp verslun- og þjónustu á svæðinu. Á fundi sveitarstjórnar þann 6. nóvember s.l. var ákveðið að bjóða byggingarrétt lóðanna út milli tveggja aðila, Orkan IS ehf og E.Sigurðsson ehf., sem skiluðu inn hugmyndum um mögulega nýtingu lóðanna. 

Niðurstöður útboðsins voru sem hér segir:

Tilboðsaðili

E.Sigurðsson ehf

Orkan IS ehf

Lóðir

Miðtún 1-11

Miðtún 1-11

Tilboðsupphæð

kr. 62.861.920,-

kr. 56.600.000,-

 

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að taka tilboði E.Sigurðssonar ehf og var sveitarstjóra og oddvita falið að vinna málið áfram. 

Síðast uppfært 20. nóvember 2024
Getum við bætt efni síðunnar?