Fara í efni

Opið hús í viðbyggingu Íþróttamiðstöðvar

Grímsnes- og Grafningshreppur býður öll velkomin í viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Borg þann 6. mars kl. 16-17 í tilefni þess að húsið sé orðið fokhelt. Boðið verður upp á skoðunarferð um húsið ásamt kaffi og kleinum.

Aðkoma að húsinu er frá veginum við sundlaugina. Hvetjum fólk til að leggja við sundlaugina og koma gangandi þaðan.

Síðast uppfært 3. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?