Fara í efni

Sæludvöl eldri borgara 67+ á Hótel Geysi 1. - 3. maí 2025

Í ár býður Grímsnes- og Grafningshreppur eldri borgurum, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, að taka þátt í sæludvöl á Hótel Geysi dagana 1. - 3. maí 2025. Eins og áður er ferðast á einkabílum.
 
Dagskrá sæludvalarinnar er í vinnslu og verður send út þegar nær dregur og afhent öllum þátttakendum. Við lofum skemmtilegri og afslappaðri dvöl í notalegu umhverfi, með góðum mat og frábærum félagsskap.
 
Ef þið hafið möguleika á að nýta ykkur þetta tækifæri, þá væri sveitarfélaginu sönn ánægja að bóka fyrir ykkur dvölina á hótelinu ásamt morgunverði og kvöldverði.
 
Ákveðið var í samráðshópi um málefni aldraðra að þátttakendur í ferðinni greiði að hámarki 30.000 kr. staðfestingagjald við skráningu í ferðina (fer eftir þátttöku). Gjald þetta greiðist til sveitarfélagsins, sem sér svo um heildargreiðslu til hótelsins. Makar eldri borgara eru velkomnir með í ferðina en greiða þá fullt verð fyrir sína dvöl.
 
Vinsamlegast sendið tölvupóst á ottar@gogg.is fyrir 15.mars til að tryggja ykkur pláss í ferðina. Takmörkuð pláss eru í boði, en við munum reyna að koma öllum sem vilja með í ferðina.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga góða sæludvöl saman!
Síðast uppfært 4. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?