Skóflustunga og undirritun samnings vegna íbúðakjarna Bergrisans
18. nóvember 2022
Fyrsta skóflustunga að íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Nautahaga 2 var tekin föstudaginn 18. nóvember. Í kjölfarið var samningur Mineral ehf og Arnardrangs hses undirritaður í Grænumörk.
Með ákvörðun stjórnar Bergrisans og samþykkis aðildarsveitarfélaga var ákveðið að ráðast í stofnun hses félags en það rekstrarfyrirkomulag miðar að sjálfbærni byggingar og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk.
Málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga árið 2011
Frá þeim tíma hefur ekki verið byggt húsnæði fyrir fatlað fólk í umdæmi Bergrisans en nýjasti íbúðakjarninn- Birkimörk, var byggður árið 2007.
Það er mikilvægt að fólk sem vill búa á eigin heimili geti látið þann draum rætast. Þörfin á svæðinu er mikil og því fagnaðarefni að við séum að fara af stað með bygginu sex íbúða kjarna sem mun veita sértæka þjónustu samræmi við kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum.
Undirbúningur þessa verkefnis hefur verið í gangi frá árinu 2018
Margar hendur komið að verkefninu en segja má að það hafi að fullu farið af stað árið 2020 með greiningu á lóðarkostum og grunn þarfagreiningu. Í kjölfarið var unnin ítarleg þarfagreining þar sem fjöldi hagsmunaaðila kom að en í slíku ferli þarf að vanda mjög vel til verka enda húsnæðið hannað út frá ákveðnum þörfum sem miða að því að íbúar lifi sjálfstæðu lífi.
Þeir aðilar sem hafa komið að verkefninu eru stjórn Bergrisans, byggingarnefnd verkefnisins og matsnefnd, fulltrúar notendaráðs fatlaðs fólks, fulltrúar forstöðumanna og ráðgjafa
Að auki komu að ferlinu ytri ráðgjafar frá Verkís, VSB og ÁS styrktarfélagi sem hefur langa og mikla reynslu af byggingu og rekstri húsnæðis fyrir fatlað fólk ásamt HLH ráðgjöf. Þakka ég þessum aðilum mikið og vel fyrir sína vinnu og framlag.
VSB verkfræðistofa hefur verið í samstarfi um undirbúning verkefnisins og mun halda áfram að halda utan um verkefnið samkvæmt samningi þar um.
Ákveðið var að fara í alútboð og bárust tvö tilboð í verkið
Matsnefnd um verkefnið fjallaði um tilboðin eftir fyrirframgefnum viðmiðum og varð níðurstaðan sú að óska eftir samvinnu við fyrirtækið Mineral ehf. Hafa aðilar í kjölfarið átt í samningaviðræðum og samvinnu um hönnun hússins.
Og hvenær munu tilvonandi íbúar geta flutt inn?
Tímalína verkáætlunar verður uppfærð miðað við þær tafir sem hafa orðið. Núverandi tímaás miðar við lok janúar 2024. Við viljum þakka þeim sem hafa komið að verkefninu fyrir og hlökkum til áframhaldandi góðs samtarfs við VSB, byggingarnefnd og Mineral.
Verkefnið formlega með undirskrift samnings
Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral undirritaði samninginn fyrir hönd Mineral ehf og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, stjórnarformaður Arnardrangs hses, fyrir hönd félagsins. Í panil sátu Bjarki Guðmundssson, hönnunarstjóri og Ása Valdís Árnadóttir, stjórnarmaður Arnardrangs. Fjarverandi er Anton Kári Halldórsson, stjórnarmaður Arnardrangs.
Íris Ellertsdóttir verkefnastjóri Bergrisans bs og Arnardrangs húsnæðissjálfseignarstofnunar