Fara í efni

Styrkir vegna vatnsveituframkvæmda á lögbýlum

Ágætu bændur og búalið

Við viljum minna á að föstudaginn 28. febrúar n.k. rennur út frestur til að sækja um styrki vegna vatnsveituframkvæmda á lögbýlum á árinu 2025.

Þeir sem búa á lögbýlum og hafa hug á að fara í vatnsveituframkvæmdir á árinu er bent á að hafa samband sem allra fyrst ef Mast á að aðstoða við gerð rafrænnar umsóknar vegna vatnsveituframkvæmda, en einnig getur hver og einn sent inn slíka umsókn sjálfur.

Umsókn er útbúin rafrænt inn á heimasíðu MAST - https://umsokn.mast.is/OnePortal/login.aspx og nauðsynleg fylgigögn sett þar með en þau eru:

  1. Lýsing á væntanlegri framkvæmd og áætlun um kostnað.
  2. Vottorð frá viðkomandi sveitarstjórn um að sveitarfélagið ætli ekki að láta viðkomandi lögbýli fá kalt vatn.
  3. Vottorð frá Búnaðarsambandinu um að þörf sé á að fara í vatnsveituframkvæmdir á viðkomandi býli.

Þeir sem áður hafa sent inn umsóknir en ekki klárað verkið eða ekki hafið framkvæmdir á því ári og því ekki fengið styrk - þurfa að senda inn nýja umsókn núna ef fyrirhugað er að fara í framkvæmdir á árinu 2025.

Fréttasafn
Síðast uppfært 25. febrúar 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?