Styrkjum sunnlenskt samfélag - ályktanir sunnlenskra sveitarfélaga
Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 31. október til 1. nóvember 2024 en þetta var 55. þingið. Á þinginu komu saman ríflega 100 fulltrúar allra fimmtán sveitarfélaga á Suðurlandi til að ræða og ákveða stefnumótandi málefni sem varða landshlutann. Ályktanir ársþingsins endurspegla brýnustu áskoranir landshlutans og tillögur að lausnum til að stuðla að sjálfbærni, hagvexti og lífsgæðum íbúa.
Milliþinganefndir hafa verið að störfum á árinu sem fjallað hafa um ýmsa málaflokka sem skipta sunnlenskt samfélag máli og þær skiluðu vel útfærðum ályktunum og
tillögum að verkefnum. Inntak ályktanna ársþingsins er að stuðla að framtíðaruppbyggingu og að efla samkeppnishæfni landshlutans.
Hér má finna helstu niðurstöður og er þeim raðað eftir málefnasviðum ráðuneyta.