Fara í efni

Sveitarstjórn

571. fundur 05. júní 2024 kl. 09:00 - 12:20 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka í fjarveru Smára Bergmann Kolbeinssonar
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

 Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

 1. Fundargerðir.

a) Fundargerð 18. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 27. maí 2024.
Mál nr. 3, 4, 5 og 6c þarfnast umræðu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 18. fundar Framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var 27. maí 2024.
Mál nr. 3; Bálskýli, tilboð og byggingarstjórn.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Bálhýsi í Yndisskógi“. Eftirfarandi tilboð bárust: 

Bjóðandi
Upphæð 

Smiðsholt ehf
4.148.060 kr.

Grjótgás ehf
4.325.322 kr

Kostnaðaráætlun
5.843.000 kr. 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði við lægstbjóðanda, Smiðsholt ehf og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
Mál nr. 4; Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 23.04.2024 um opnun tilboða í verkið „Vatnslögn að Hlauphólum“.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Vatnslögn að Hlauphólum“. Eftirfarandi tilboð bárust:

Bjóðandi
Upphæð

Suðurtak ehf
6.822.000 kr. 

Ólafur Jónsson
4.616.000 kr.

Kostnaðaráætlun
10.366.000 kr

 Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði við lægstbjóðanda, Ólaf Jónsson og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
 Mál nr. 5; Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 24.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Hreinsistöð Borg - Niðursetning“.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Hreinsistöð Borg - Niðursetning“. Eftirfarandi tilboð bárust:

Bjóðandi
Upphæð

JJ pípulagnir
36.388.400 kr.

Lóðavinna ehf
65.810.000 kr.

Kostnaðaráætlun
56.669.000 kr.

 Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði við lægstbjóðanda, JJ Pípulagnir ehf og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
 Mál nr. 6c; Minnisblað Eflu, dags. 24.05.2024 um val á tilboði vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Borg.
Fyrir liggur minnisblað frá Eflu dags. 24.05.2024 um val á tilboði vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Borg. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir þeim tilboðum sem bárust í framkvæmdina. Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdina:

Bjóðandi:
Kostnaðaráætlun
JJ pípulagnir ehf.
Al-Bygg ehf.
Alefli ehf.
Stéttafélagið ehf.
Land og verk ehf.

Upphæð:
377.708.761 kr.
338.904.826 kr.
387.630.332 kr.
420.609.418 kr.
477.934.900 kr.
494.613.645 kr. 

Hlutfall:
100%
90%
103%
111%
126%
131%

Verkefnisstjóri Eflu hefur yfirfarið tilboðin og leiðrétt fyrir villum í útreikningum. Eftir opnun tilboða var óskað eftir gögnum frá lægstbjóðendum til staðfestingar á hæfi bjóðanda. Eftir yfirferð á gögnum er ljóst að hvorki JJ pípulagnir ehf. né Al-Bygg ehf. uppfylla kröfur útboðslýsingar. Eftir yfirferð á gögnum Aleflis ehf. er það mat verkefnisstjóra að kröfur útboðslýsingar séu uppfylltar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði við Alefli ehf. um framkvæmdina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
 b) Fundargerð 281. fundar skipulagsnefndar UTU, 29. maí 2024.
Mál nr. 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 40 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 280. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 29. maí 2024.
Mál nr. 19; Minna-Mosfell L168262; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2307044.
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi MinnaMosfells eftir grenndarkynningu. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði, flatarmál gróðursetningar tekur til 62 ha á landbúnaðarlandi. Athugasemdir og umsagnir bárust á grenndarkynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara, skýrslu um skráningu fornleifa innan svæðisins og samantekt andsvars málsaðila vegna umsagna er varðar vistgerðir innan svæðisins. 
Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu málsins með fullnægjandi hætti. Að sama skapi telur sveitarstjórn að brugðist hafi verið við með fullnægjandi hætti er varðar skráningu fornminja innan svæðisins. Lögð eru fram svör málsaðila vegna umsagnar Náttúrufræðistofnunar Íslands, að mati sveitarstjórnar er athugasemdum sem þar koma fram svarað er varðar fuglalíf á svæðinu en telur þó mikilvægt að svæðið verði vaktað m.t.t. þróunar fuglalífs innan þess. Jafnframt er lagt fram álit skógfræðings vegna athugasemda er varða vistgerðir svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir andsvörum vegna vistgerða innan þess álits.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar að Minna-Mosfelli. Þeim sem athugasemdir gerðu við útgáfu framkvæmdaleyfis verði send tilkynning um niðurstöðu sveitarfélagsins.
Mál nr. 20; Garðarsnes 3 L169838 og Garðarsnes 5 L169839; Sameining lóða – 2405047. 
Lögð er fram umsókn um breytingu á skráningu tveggja lóða. Óskað er eftir að sameina Garðarsnes 3 L169838 og Garðarsnes 5 L169839 í eina lóð. Lóðirnar eru innan skipulagssvæðis frístundabyggðar í landi Vatnsholts og eru hvor um sig skráðar 5.000 fm að stærð í fasteignaskrá.Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt deiliskipulagi svæðisins virðist vera gert ráð fyrir því að lóðir Garðarsnes 1, 3 og 5 séu ein lóð. Það endurspeglar þó ekki skráningu lóðanna í fasteignaskrá HMS þar sem lóðir Garðarsnes vegar 1A, 1B, 3 og 5 eru allar skráðar sem stakar lóðir hver um sig 5000 fm að stærð. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að um eina 2,0 ha lóð sé að ræða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem tekur til sameiningar lóða 3 og 5 auk þess sem gert verði grein fyrir legu lóða 1A og 1B. Samhliða verði unnin merkjalýsing sem gerir grein fyrir hnitsettri afmörkun lóðanna.
Mál nr. 21; Öndverðarnes, frístundabyggð; Kallholt 10 L170091; Stækkun lóðar og byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2405045.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Kallholts 10 sem staðsett er innan frístundabyggðar í Öndverðarnesi. Í tillögunni felst að stærð lóðarinnar breytist úr 3.100 fm í 4.750 fm auk þess sem byggingarreitur innan lóðar stækkar samhliða. Engar aðrar breytingar eru gerðar á skilmálum skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða við Kiðhólsbraut 16-22.
Mál nr. 22; Bústjórabyggð 7 L225377; Breytt heimild; Deiliskipulagsbreyting – 2405066.
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags Bústjórabyggðar, frístundabyggðar í landi Miðengis. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Að mati sveitarstjórnar er ástæða til að grenndarkynna öllum hlutaðeigandi lóðarhöfum innan svæðisins framlögð áform þó svo að tiltekið sé um viðkomandi heimildir í samþykktum félags sumarhúsaeigenda á svæðinu. Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps eru heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
Mál nr. 23; Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð F14; Deiliskipulag – 2310074.
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F14 í landi Úlfljótsvatns. Deiliskipulagið nær til alls 37 lóða. Svæðinu er áfangaskipt og er gert ráð fyrir að í uppbyggingu 1. áfanga verði 30 lóðir til uppbyggingar. Heildarbyggingarmagn innan hverrar lóðar er skilgreint allt að 200 fm og innan hverrar lóðar má byggja tvö hús, frístundahús og gestahús/geymslu/gróðurhús. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri skipulagstillögu, samantekt umsagna og andsvara ásamt fornleifaskráningu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Varðandi umsögn NÍ er varðar búsvæði vaðfugla bendir sveitarstjórn á að skilgreind landnotkun viðkomandi lands hefur verið skilgreint sem skógræktarsvæði, opið svæði og frístundabyggð innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps um margra ára skeið og því telur sveitarstjórn ekki að framlagt skipulag hafi óæskileg áhrif á búsvæði vaðfugla umfram núverandi landnotkun. Auk þess kemur skýrt fram innan greinargerðar skipulagsins að deiliskipulagið sé allt innan skógræktarsvæðis á vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar tekur sveitarstjórn undir að í ljósi ítrekaðra umsagna NÍ verði leitað samráðs viðeigandi sérfræðinga um hugsanlega stefnumörkun er varðar skipulag byggðar í dreifbýli með það að markmiði að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika og búsvæði vaðfugla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 24; Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónusta; Aðalskipulagsbreyting – 2403091.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði í landi Ásgarðs. Tilefni breytingarinnar eru áform landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum. Annars vegar er um að ræða hótel með veitingastað og hins vegar frístundahús til útleigu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagnar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 25; Suðurkot L168285; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2405054.
Lögð er fram umsókn frá VSÓ ráðgjöf um heimild fyrir vinnslu deiliskipulags á jörð Suðurkots L168285. Um er að ræða skipulag sem tekur til byggingarreits undir frístundahús.
Sveitarstjórn bendir á að fyrir liggur skipulag sem samþykkt var til auglýsingar 5. apríl 2024 sem tekur til heimilda fyrir uppbyggingu á sumarhúsi innan sömu jarðar. Fyrir hefur verið byggt innan jarðarinnar Suðurkot 1 L231718 sem er skráð einbýlishús, Suðurkot lóð L220998 sem er skráð sem sumarhús og Suðurkot lóð L169682 þar sem skráð er sumarhús og Bakkakot L220715 þar sem skráð er einbýlishús. Innan jarðarinnar eru því nú þegar skráð 2 einbýlishús og 2 sumarhús auk þess sem reiknað er með heimild fyrir uppbyggingu eins sumarhúss til viðbótar innan deiliskipulags í vinnslu fyrir hluta Suðurkots. Það liggur því fyrir að heimild er fyrir einu sumarhúsi til viðbótar í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags áður en sveitarstjórn gerir kröfur um breytta landnotkun innan jarðarinnar í frístundabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við framlagða beiðni og framlagða skipulagstillögu og samþykkir hana og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða verði áformin kynnt hlutaðeigandi landeigendum jarðarinnar. Bendir sveitarstjórn á að gera skal ráð fyrir lóð umhverfis húsið sé ætlunin að eignarhald hússins eigi að vera annað en jarðarinnar.
Mál nr. 26; Brúarey 1 L225700; Sumarbústaðaland í landbúnaðarland; Deiliskipulagsbreyting – 2405059.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Brúareyjar 1. Í beiðninni felst að lóðin verði skilgreind sem íbúðarlóð í stað frístundalóðar í takt við heimildir aðalskipulags. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða beiðni um breytingu á deiliskipulagi. Mælist sveitarstjórn til að samhliða verði skoðað hvort notkun Brúareyjar 2 skuli breytt einnig. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að hafa samskipti við lóðarhafa auk þess sem farið er fram á að unnin verði fullnægjandi skipulagstillaga sem tekur til breytinganna.
 Mál nr. 27; Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; óveruleg aðalskipulagsbreyting - 2405104.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi, svæði I2. Í breytingunni felst heimild fyrir fjölgun borhola á svæðinu úr 3 í 6. Engar breytingar eru gerðar er varðar uppsett afl virkjunarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 28; Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Deiliskipulagsbreyting – 2405103.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Folaldaháls L236047. Í breytingunni felst breytt lega og stærð lóðar og byggingarreits auk þess sem heimilað verður að bora 3 nýjar vinnsluholur ásamt plönum og lögnum þeim tengdum. Samhliða er lögð fram óveruleg breyting á aðalskipulagi sem tekur til heimilda innan svæðisins. Fyrir liggur  niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu verkefnisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi, að mati sveitarstjórnar telst breytingin ekki til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi.
Mál nr. 40; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-205 - 2405001F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 205.
c) Fundargerð 1. fundar öldungaráðs Uppsveita og Flóa, 15. maí 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar öldungaráðs Uppsveita og Flóa sem haldinn var 15. maí 2024.
2. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til seinni umræðu.
3. Kaupsamningur.
Fyrir liggja drög að kaupsamningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps sem kaupanda og Tækja og tóla ehf. sem seljanda í tengslum við fasteignina Hraunbraut 2, Grímsnes- og Grafningshreppi, fasteignanúmer F2207325 og landeignanúmer L168442. Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði verið að skoða leiðir til að sameina áhaldahús sveitarfélagsins á einn stað þar sem það er í dag bæði við Hraunbraut 2 og Minni-Borg sláturhús. Til stóð að ráðast í byggingu á nýju húsnæði á nýja athafnasvæðinu við Borgargil en með þessum kaupsamningi geta slíkar áætlanir beðið þar sem húsnæðisþörf sveitarfélagsins vegna áhaldahúss verður fullnægt til næstu ára.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða kaupsamning á Hraunbraut 2, Grímsnes- og Grafningshreppi, fasteignanúmer F2207325 og kaupverðið 40.000.000.- krónur. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra heimild til að vinna málið áfram og til að undirrita kaupsamning, afsöl og önnur skjöl sem málið varðar. Jafnframt er lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Í viðaukanum kemur fram að fjárfestingu í Hraunbraut 2 F2207325 er mætt með þegar áætluðu fjármagni í undirbúning nýs áhaldahúss, kr. 10.000.000,- og fjárfesting ársins aukin um kr. 30.000.000,- , hækkun á fjárfestingu ársins er mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að í kjölfarið verði Minni-Borg sláturhús F2207857 ásamt lóð L169145 sett á sölu.
4. Lántaka Brunavarna Árnessýslu vegna kaupa á dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi samhljóða:
Ábyrgð Grímsnes- og Grafningshrepps vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 190.000.000.-
Bókun vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu vegna kaupa á dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum. Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 190.000.000.-, í samræmi við skilmála láns til ársins 2039 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum dælubíl, vegna byggingar á tækja og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Grímsnes- og Grafningshreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Iðu Marsibil Jónsdóttur, kt 151077-4559, sveitarstjóra Grímsnes og Grafningshrepps, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
5. Samfélagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið. Hún fór yfir samfélagsstefnu sveitarfélagsins og reifaði það sem hefur áunnist og fór yfir þau atriði sem þarfnast skoðunar. Komið er að endurskoðun samfélagsstefnunnar þar sem gildistími hennar er 2022 – 2024. Undir þessum lið var meðal annars farið yfir að þema heilsueflandi samfélags 2024 er hreyfing og útivera. Sveitarstjórn vil ýta undir slíkt með því að hvetja til aukinnar nýtingar á íþróttamiðstöð sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að frá og með 1. júní 2024 fái börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu árskort í íþróttamiðstöðina Borg að gjöf frá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að stofnaður verði starfshópur um endurskoðun samfélagsstefnunnar.
6. Ársskýrsla Skógræktarfélags Grímsnesinga 2023.
Lagt fram til kynningar.
7. Ársskýrsla Hjálparsveitarinnar Tintron 2023.
Lagt fram til kynningar.
8. Erindi frá Fagra Fróni ehf.
Fyrir liggur erindi frá Baldvini Nielsen fyrir hönd Fagra Fróns ehf., í erindinu óskar Baldvin að sveitarfélagið greiði bætur vegna vinnu hans við umsókn um leigu á tjaldsvæðinu á Borg sem auglýst var laust í vor.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða erindinu með vísan til þess að aðilar stjórnsýslumáls beri almennt eigin kostnað vegna meðferðar slíks máls. Jafnframt vísast til fyrri svara sveitarstjóra við athugasemdum Baldvins um málsmeðferðina við val á umsækjanda, þar sem athugasemdum hans var hafnað. Sveitarstjórn vekur athygli á að ákvarðanir sveitarstjórnar eru kæranlegar til innviðaráðuneytisins samkvæmt 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kæra skal borin fram innan þriggja mánaða frá því að tilkynnt var um ákvörðunina, sbr. 1. mgr. 27. gr sömu laga, en sveitarstjórn tilkynnti um ákvörðun sína um val á umsækjanda þann 2. maí sl.
9. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Langarima 56, fnr. 252-7201.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. maí 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II í að Langarima 56, fnr. 252-7201.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Langarima 56 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
10. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. maí 2024, um umsögn vegna tækifærisleyfis vegna útilegu nemenda Verzlunarskóla Íslands þann 21. til 22. júní á tjaldsvæði í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Árnessýslu og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
11. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2024 – „Hvítbók í málefnum innflytjenda“.
Lagt fram til kynningar.
12. Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030, 1036. mál.
Lagt fram til kynningar. 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 12:20.


 





Getum við bætt efni síðunnar?