Fara í efni

Sveitarstjórn

573. fundur 08. júlí 2024 kl. 09:00 - 09:45 Fjarfundur
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Anna Katarzyna Wozniczka í fjarveru Björns Kristins Pálmarssonar
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

573. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fjarfundabúnaðinum Teams, mánudaginn 8. júlí 9:00.

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 112. fundar stjórnar UTU, 25. júní 2024.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 112. fundar stjórnar UTU sem haldinn var 25. júní 2024
Mál nr. 1 Gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar á seyru.
Lögð var fram gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar á seyru fyrir árið 2024, innheimtir gjalda skv. gjaldskránni eru sbr. 5. mgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum í samræmi við umræður á fundinum.
b) Fundargerð 283. fundar skipulagsnefndar UTU, 26. júní 2024.
Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 283. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 26. júní 2024.
Mál nr. 15; Eyvík L168240 og Eyvík 2 L168241; Staðfesting á afmörkun jarðar; Merkjalýsing - 2404062.
Lögð er fram umsókn er varðar staðfestingu á afmörkun jarðanna Eyvík L168240 og Eyvík II L168241. Jarðirnar, sem áður voru óuppmældar, hafa nú verið hnitsettar og mælist stærð Eyvíkur 510,8 ha og stærð Eyvíkur II 340,4 ha skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 07.11.2023 og greinagerð um landskipti dags. 12.01.2024. Samþykki eigenda aðliggjandi landeigna liggur fyrir þar sem við á nema vegna hnitsetningar við Minni-Bæ L168264 en undirritað samþykki eiganda hefur ekki fengist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en jafnframt hafa ekki borist athugasemdir frá honum við afmörkunina.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlögð gögn sem gerð voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðanna á grundvelli framlagðra gagna. Ekki verði tekin afstaða til eignaréttarlegs ágreinings um sameiginleg  jarðarmörk.
Mál nr. 16; Hraunkot; Hraunborgir; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2205021.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags er varðar deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti eftir auglýsingu. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum málsaðila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og í framlögðu minnisblaði umsækjanda um viðbrögð við athugasemdum. Sveitarstjórn mælist til þess að
deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17; Hallkelshólar lóð 20 (L218685); byggingarheimild; gestahús – 2405083.
Lögð er fram að nýju umsókn um byggingarheimild fyrir 25 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 20 L218685 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Málinu var synjað á fundi nefndarinnar þann 12.6.24, lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 18; Vaðnes L168289; Nýr námupunktur; Fyrirspurn – 2406024.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til heimildar fyrir vinnslu aðalskipulagsbreytingar á landi Vaðnes L168289. Í breytingunni felst að skilgreindur verði nýr námupunktur í um 1 km fjarlægð frá Vaðnesbænum í takt við framlagðan uppdrátt. Þar verði heimilt að vinna allt að 49 þús. m3 af efni.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi þar sem skilgreind verði heimild fyrir efnistöku í takt við framlagða umsókn.
Mál nr. 19; Hæðarendi lóð L168825; Uppbygging; Fyrirspurn – 2406050.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til lóðar Hæðarenda L168825, athafnasvæðis Linde-Gas og uppbyggingar innan hennar.
Sveitarstjórn mælist til þess að frekari framkvæmdir innan svæðisins verði háðar því að unnið verði deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda innan þess.
Mál nr. 20; Mýrarkot L168266; Leyfi til útleigu; Deiliskipulagsbreyting – 2406052.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi (nr. 6457) Mýrarkot L168266 frístundabyggð. Í breytingunni felst að heimilt sé að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki 2 innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins á grundvelli heimilda aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem segir að á frístundasvæðum sé heimilt að hafa gistingu í flokki I og II enda hafi starfsemin tilskilin leyfi, bílastæði verði innan lóðar og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðis leggist gegn starfseminni. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt öllum lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 21; Furuborgir, Minniborgum; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2406078.
Lögð er fram umsókn um nýtt deiliskipulag sem tekur til frístundasvæðis F59, Furuborgir í landi Minniborgar. Skipulagðar eru 37 lóðir á bilinu 3.735 - 11.255 m2. Heimiluð verður uppbygging frístundahúsa og gestahúsa/skemmu í samræmi við heimilað byggingarmagn skv. nýtingarhlutfalli. Níu lóðir innan svæðisins eru byggðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 22; Bíldsfell 3, land D 174396 L174396; Framkvæmdarleyfi – 2406079.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til nýs aðkomuvegar að frístundalóðum Bíldsfelli 3 land D L174396 og Bíldsfell lóð L172650.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu umsagnaraðila. Leitað verði umsagnar til Vegagerðarinnar, Fiskistofu og Veiðifélags Árnesinga vegna framkvæmdarinnar. Málið verði grenndarkynnt
landeigendum L172650 og L170812.
Mál nr. 23; Hallkelshólar lóð, L168514; Fiskeldi; Deiliskipulag – 2406077.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til nýs deiliskipulags fyrir fiskeldi að Hallkelshólum. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem I13 í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Heildarstærð deiliskipulagssvæðis er um 14 ha. Leyfi er fyrir allt að 135 tonna framleiðslu á
laxaseiðum með 100 tonna hámarkslífsmassa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 24; Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1; Borg í Grímsnesi; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2303045.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar breytingu á landnotkunarsvæðum innan þéttbýlisuppdráttar fyrir Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Í breytingunni felst endurskoðun afmörkunar og skilmála fyrir ÍB2. Endurskoðun afmörkunar og skilmála M1 og breytt
afmörkun aðliggjandi svæða til samræmis við breyttar áherslur innan skipulagssvæðisins sem ofangreindir landnotkunarflákar taka til. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytinga og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan greinargerðar skipulagsbreytingar. Sveitarstjórn mælist til þess við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-207 - 2406002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 207.
c) Fundargerð 284. fundar skipulagsnefndar UTU, 5. júlí 2024.
Mál nr. 11, 12, 13, 14 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar..
Lögð fram fundargerð 284. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 5. júlí 2024.
Mál nr. 11; Vaðholt 2 L219744; Skilgreining landsvæðis; Fyrirspurn - 2407009.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til misræmis á milli skilmála gildandi deiliskipulags fyrir Vaðholt 2 L219744 og skilgreindrar landnotkunar samkv. aðalskipulagi sveitarfélagsins. Samkvæmt breytingu á deiliskipulagi sem gerð var 2014 er gert ráð fyrir að lóðin sé landbúnaðarlóð þar sem ráðgert er að heimilt verði að stofna lögbýli. Samhliða var unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði var breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarland.
Að mati sveitarstjórnar er um mistök að ræða sem hafa átt sér stað við heildarendurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem viðkomandi svæði hefur verið skilgreint sem hluti frístundasvæðis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að unnin verði óveruleg breyting á aðalskipulagi þar sem svæðið verði skilgreint sem landbúnaðarland í takt við fyrri breytingu frá 2014 og gildandi deiliskipulag svæðisins.
Mál nr. 12; Torfastaðir 1 L170828; Lagfæring vegarslóða; Framkvæmdarleyfi - 2407014.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til gatna innan frístundasvæðis Torfastöðum 1, Bakkahverfi, við Álftavatn F21. í framkvæmdinni felst að breikka þarf götur, keyra bögglaberg úr Þórustaðanámu ásamt grafa fyrir lögnum, stígum og innkeyrslu. Einnig óskum við eftir að lagfæra í
kring um Torfastaði og nýta efni sem búið er að taka úr barði við skemmu ásamt lagfæra og sá grasi í sárin. Við lagfæringar og landmótun er gert ráð fyrir að fjarlægja 4-5000 m3 úr landi Torfastaða til eigin nota. Gert er ráð fyrir því að taka 10-12.000 m3 úr aðliggjandi námu E12 með fyrirvara um að
eigandi námunnar samþykki efnistöku úr námunni. Önnur efnistaka fer fram úr námum utan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á grundvelli heimilda deiliskipulags svæðisins. Sveitarstjórn gerir jafnframt ekki athugasemdir við þann hluta framkvæmdarinnar sem tekur til efnistöku, jarðvegsmótunar og lagfæringa við Torfastaði. Sveitarstjórn bendir á að landeiganda námu E12 var sent bréf í júlí 2023 vegna efnistöku úr námunni þar sem óskað var viðbragða vegna áframhaldandi efnisvinnslu úr viðkomandi námu. Þar sem um óverulega efnisvinnslu er að ræða gerir sveitarstjórn þó ekki athugasemd við að efni verði tekið úr námunni vegna umsóttrar framkvæmdar með fyrirvara um samþykki landeiganda. Að mati sveitarstjórnar er mikilvægt að hægt sé að nálgast efni á svæðinu frá efnistökusvæðum sem skilgreind eru á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Mælist sveitarstjórn til þess við skipulagsfulltrúa að ítrekað verði við eigendur náma innan sveitarfélagsins að sækja um framkvæmda og starfsleyfi vegna náma sem eru í þeirra löndum og koma þeim jafnframt í viðeigandi skipulagsferli m.v. umfang efnistöku s.s. vinnslu matstilkynningar til skipulagsstofnunar eða umhverfismat. Að öðrum kosti skal ganga frá og loka efnistökusvæðum sem ekki eru í notkun.
Mál nr. 13; Þrastaskógur; Tjaldsvæði AF4; Deiliskipulag - 2407015.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til tjaldsvæðisins á reit AF4 í Þrastaskógi í landi Þrastalundar 168297. Á svæðinu er gert ráð fyrir tjaldsvæði, svæði fyrir hjólhýsi og tengivagna, þjónustuhús auk byggingarreita fyrir gistiskála.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfærð gögn þar sem m.a. þarf að taka til fráveitumála svæðisins með ítarlegri hætti og að fjallað verði um umhverfisáhrif tillögunnar skv. gr. 5.4.
skipulagsreglugerðar. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að leita umsagnar sérstaklega til landeiganda svæðisins um framlagðar áætlanir.
Mál nr. 14; Þrastalundur L201043; Verslunar- og þjónustusvæði VÞ8; deiliskipulagsbreyting - 2407016.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Þrastalundar L201043, verslunar- og þjónustusvæði VÞ8. Í breytingunni felst aukning og  breyting á byggingarmagni við núverandi þjónustumiðstöð, auk þess sem heimild verði fyrir breyttri notkun þjónustumiðstöðvar í hótel. Byggingarmagn eykst úr 300 fm í 1.350 fm á reitnum. Reitum fyrir starfsmannahús í núverandi skipulagi er breytt, þeir skilgreindir fyrir ferðaþjónustuhús og fjölgað úr tveimur í þrjá. Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er gert ráð fyrir veitingasölu, eldsneytissölu, verslun og starfsmannahúsi á svæðinu. Gert er ráð fyrir lágreistri byggð á 1-2 hæðum og að staðurinn verði byggður frekar upp skv. deiliskipulagi og að nýtingarhlutfall verði allt að 0,15.
Að mati sveitarstjórnar er ljóst að á svæðinu er ekki gert ráð fyrir að notkun þjónustusmiðstöðvar breytist í hótel. Auk þess sem framlögð breyting fer umfram heimilt nýtingarhlutfall samkvæmt aðalskipulagi. Framlögð deiliskipulagsbreyting er því ekki í samræmi við aðalskipulag. Sveitarstjórn
synjar samhljóða umsókn um deiliskipulagsbreytingu.
Mál nr. 27; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-208 - 2407001F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 208.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 09:45.

Getum við bætt efni síðunnar?