Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 42. fundar Fjallskilanefndar, 11. júní 2024.
Mál nr. 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 42. fundar Fjallskilanefndar sem haldinn var 11. júní 2024.
Mál nr. 5; Girðingamál.
Fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hvetur sveitarstjórn til að skora á Þingvallaþjóðgarð að klára að girða af Þjóðgarðinn og viðhalda þeim girðingum sem fyrir eru á svæðinu.
Sveitarstjórn tekur undir með Fjallskilanefnd og felur sveitarstjóra ásamt umsjónarmanni umhverfismála að vinna að málinu.
b) Fundargerð 285. fundar skipulagsnefndar UTU, 14. ágúst 2024.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 20 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 285. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 14. ágúst 2024.
Mál nr. 14; Vaðnes lóð 6 L217666; Stækkun byggingarreits og aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2408020.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Vaðness 1, Grímsnesi, er snýr að hitaveitulóð (Vaðnes lóð 6 L217666) vegna borunar á nýrri holu á lóðinni. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og byggingarmagn aukið. Í kjölfarið verður unnin merkjalýsing fyrir lóðina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 15; Hestvíkurvegur 18 (L170895); byggingarheimild; sumarbústaður - viðbygging - 2402035.
Lögð eru fram uppfærð gögn vegna viðbyggingar við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 18 L170895 í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt samþykki aðliggjandi nágranna. Heildarstærð eftir stækkun verður 205,3 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á frekari grenndarkynningu vegna málsins þar sem samþykki nágranna aðliggjandi nágranna liggur fyrir. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 16; Brúarey 1 L225700; Sumarbústaðaland í landbúnaðarland; Deiliskipulagsbreyting – 2405059.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Brúareyjar 1. Í beiðninni felst að lóðin verði skilgreind sem íbúðarlóð í stað frístundalóðar í takt við heimildir aðalskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 17; Hagavík L170851; Skilgreining og breytt heiti lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2406084.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Hagavíkur B L231136. Í breytingunni felst að afmörkun L170851 er skilgreind innan deiliskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 18; Vaðnesvegur 2 L169743; Vaðnesvegur 2A og 2B, skilgreining frístundalóða; Deiliskipulag – 2407023.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Vaðnesvegar 2. Í deiliskipulaginu felst að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir, 2A og 2B, sem verða 15.050 fm og 23.706 fm að stærð. Á lóð 2B er skráð sumarhús í dag ásamt geymslu. Auk frístundahúss er heimilt að byggja aukahús auk geymslu að 15 fm
á lóðunum. Nýtingarhlutfall lóða skal ekki fara umfram 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 19; Kerhraun C 77 L197673; Kerhraun C 78 L176787; Sameining lóða; Fyrirspurn - 2408017.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til sameiningar lóða Kerhrauni C77 og C78. Lagður er fram rökstuðningur lóðarhafa vegna fyrirspurnar.
Sveitarstjórn bendir á að innan almennra skilmála aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er tiltekið að almennt sé óheimilt að skipta upp eða sameina frístundalóðir innan þegar byggðra frístundahverfa, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags.
Mál nr. 20; Kiðjaberg 101 og 102; Breytt lega lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2404059.
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóða Kiðjabergs 101 og 102 eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breytt innbyrðis lega lóðanna. Athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess eftir kynningu ásamt andsvörum málsaðila.
Í ljósi framlagðra athugasemda synjar sveitarstjórn samhljóða beiðni um breytta legu lóðar Kiðjabergs 101 og 102 eftir kynningu. Fyrir liggja hugmyndir um breytingar á nýtingarhlutfallskröfum innan frístundasvæða.
Sveitarstjórn mælist til þess að framlagt verkefni verði tekið til skoðunar út frá þeirri breytingu.
c) Fundargerð 7. fundar oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, 5. júní 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 5. júní 2024.
d) Fundargerð 20. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 24. júlí 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 24. júlí 2024.
e) Fundargerð 1. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 6. maí 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands sem haldinn var 6. maí 2024.
f) Fundargerð 2. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 3. júní 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands sem haldinn var 3. júní 2024.
2. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
3. Auglýsing um skrá yfir þau störf hjá Grímsnes- og Grafningshreppi sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Fyrir liggja drög að lista yfir þau störf hjá Grímsnes- og Grafningshreppi sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Sveitarstjórn samþykkir listann samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
4. Ársfundur Arnardrangs hses.
Boðað hefur verið til ársfundar Arnardrangs hses. í fjarfundabúnaði, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13:00.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna sveitarstjóra til setu á fundinum með atkvæðisrétt fyrir hönd sveitarfélagsins.
5. Hallkelshólar 34 – afsal forkaupsréttar.
Fyrir liggur kauptilboð í fasteignina að Hallkelshólum 34, fasteignanúmer F2207372, landeignanúmer L168496. Fyrir liggur að Grímsnes- og Grafningshreppur hefur forkaupsrétt að fasteigninni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti sínum og felur sveitarstjóra að klára málið.
6. Stýrihópur vegna áhættumats vegna eldgoss og annarra jarðhræringa á Reykjanesi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Birni Inga Jónssyni, sviðsstjóra Almannavarnasviðs hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. Í tölvupóstinum er kynnt að Veðurstofa Íslands sé að endurmeta hættumat sem unnið var fyrir Reykjanes ásamt því að útvíkka matið svo það nái austur að Ölfusá, Sogi og Þingvallavatni með norðurmörk um sunnanverðan Hvalfjörð.
Óskað er eftir að Grímsnes- og Grafningshreppur tilnefni fulltrúa í stýrihóp sem ætlað er að koma að vinnunni með Veðurstofunni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúa og Ásu Valdísi Árnadóttur oddvita til setu í stýrihópnum fyrir hönd sveitarfélagsins.
7. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 2024.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður fimmtudaginn 29. ágúst 2024 á Grand Hóteli og hefst hann kl. 15:30.
Lagt fram til kynningar.
8. Erindi frá Torfæruklúbbnum – ósk um leyfi fyrir Bikarmóti í Torfæru.
Fyrir liggur beiðni frá Torfæruklúbbnum um leyfi til að halda Bikarmóti í torfæru laugardaginn 31. ágúst í námum við Svínavatn, Stangarhyl, L210787.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin.
9. Minnisblað með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana – júlí 2024.
Fyrir liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana.
Lagt fram til kynningar.
10. Umferðarþing Samgöngustofu.
Fyrir liggur bréf frá Gunnari Geir Gunnarssyni f.h. Samgöngustofu þar sem tilkynnt er að Samgöngustofa heldur Umferðarþing föstudaginn 20. september 2024 kl. 9-16.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerð samráðsfundar um almenningssamgöngur.
Lagt fram til kynningar fundargerð frá samráðsfundi Vegagerðarinnar með forsvarsmönnum sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu, fundurinn var haldinn í Menntaskólanum að Laugarvatni 6. maí 2024.
12. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 156/2024, „Breyting á lögum um grunnskóla (námsmat)“.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 14:00.