Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 286. fundar skipulagsnefndar UTU, 28. ágúst 2024.
Mál nr. 11, 12, 13, 14 og 24 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 286. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 28. ágúst 2024.
Mál nr. 11; Giljabakki (Minni-bær land) L169227; Skilgreining landsspildu; Íbúðarhús, hesthús og skemma/skýli; Deiliskipulag – 2405018.
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi sem tekur til landspildu Minni-Bæjar L169227, sem verður Giljabakki, í samræmi við stefnumörkun skipulagsins. Í skipulaginu eru skilgreindar heimildir sem taka til uppbyggingar íbúðarhúsa, hesthúss og skemmu/skýlis. Umagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðri tillögu við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 12; Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2408047.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Breytingin tekur til skógræktar innan skilgreindra landnotkunarflokka, svo sem landbúnaðarlands, opinna svæða og skógræktar- og landgræðslusvæða. Undanfarin misseri hefur verið töluverð eftirspurn eftir landsvæði undir skógrækt í sveitarfélaginu. Oftast nær eru það svæði á þegar skilgreindu landbúnaðarlandi. Þar af leiðandi telur sveitarstjórn nauðsynlegt að marka skýrari stefnu í aðalskipulagi um hvaða svæði séu æskileg undir skógrækt, hver málsmeðferð slíkra mála skal vera og hvers konar gögn þarf að leggja fram með slíkum umsóknum. Markmið breytingarinnar er að gera ítarlegri skilmála til að hafa bæði betri yfirsýn og stjórn á skógrækt, sem og skapa betra verkfæri til að takast á við og halda utan um skógræktaráform innan sveitarfélagsins til framtíðar.
Einnig er gerð breyting á almennum skilmálum fyrir uppbyggingu í frístundabyggð þar sem nýtingarhlutfall verður rýmkað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 13; Villingavatn bátaskýli L237203; Bátaskýli; Deiliskipulag – 2408067.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum fyrir geymsluhúsnæði/skemmu á lóð Villingavatns bátaskýli L237203.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Mál nr. 14; Efri-Brú L196003; Stofnun lóðar – 2408082.
Lögð er fram merkjalýsing sem tekur til stofnunar þriggja lóða úr jörðinni Efri-Brú L196003.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um samþykki landeigenda viðkomandi merkja. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóða eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
Mál nr. 24; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-209 - 2408002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-209.
b) Fundargerð 113. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 28. ágúst 2024.
Mál nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 113. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 28. ágúst 2024.
Mál nr. 1; Minnisblað frá Hrunamannahreppi.
Lagt fram minnisblað sem unnið var fyrir Hrunamannahrepp vegna mögulegra breytinga á samþykktum UTU, minnisblaðið var unnið af GB Stjórnsýsluráðgjöf um skipulagsmál dags. 16. maí 2024. Í minnisblaðinu er m.a. ábending til umræðu um að breyta samþykktum UTU á þann veg að skipulagsnefndir geti verið starfræktar í hverju sveitarfélagi fyrir sig en ekki ein sameiginleg skipulagsnefnd aðildarsveitarfélaganna eins og núverandi samþykktir UTU gera ráð fyrir.
Minnisblaðið hefur verið lagt fram til kynningar og tekið til umræðu í aðildarsveitarfélögum UTU. Stjórnarmenn kynntu og fóru yfir umræður sinna sveitarstjórna um framkomnar ábendingar í minnisblaðinu og núverandi fyrirkomulag skipulagsnefndar.
Stjórn þakkar Hrunamannahreppi fyrir minnisblaðið og góðar ábendingar til umræðu en í ljósi umræðu og bókana sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna vegna minnisblaðsins þá telur meirihluti stjórnar ekki tilefni til að breyta fyrirkomulagi á uppsetningu skipulagsnefndar UTU.
Fulltrúi Hrunamannahrepps óskar eftir því við aðildarsveitarfélög UTU að samþykktum UTU verði breytt, þar sem heimilað yrði að aðildarsveitarfélög UTU gætu starfrækt sína eigin skipulagsnefnd ef þau kjósa svo, með vísan í bókun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps þann 16. maí sl.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ítrekar bókun sína frá 25. júlí 2024 þar sem meðal annars er farið yfir það að sveitarstjórn telji núverandi fyrirkomulag skipulagsnefndar hentugt og til þess fallið að fá víðsýna nálgun á afgreiðslu þeirra mála sem koma á borð nefndarinnar. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggst samhljóða gegn því að samþykktum UTU verði breytt þannig að aðildarsveitarfélög UTU geti starfrækt sína eigin skipulagsnefnd ef þau kjósa svo, undir formerkjum Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita.
c) Fundargerð 12. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 26. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga sem haldinn var 26. ágúst 2024.
d) Fundargerð 237. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 20. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 20. ágúst 2024.
e) Fundargerð 15. fundar stjórnar Arnardrangs hses., 12. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 12. ágúst 2024.
f) Fundargerð 75. fundar stjórnar Bergrisans bs., 12 ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 75. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 12. ágúst 2024.
g) Fundargerð 612. fundar stjórnar SASS, 22. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 612. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 22. ágúst 2024.
h) Fundargerð 1. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu, 29. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu sem haldinn var 29. nóvember 2023.
i) Fundargerð 2. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu, 23. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu sem haldinn var 23. janúar 2024.
j) Fundargerð 3. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu, 20. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu sem haldinn var 20. febrúar 2024.
k) Fundargerð Fjölmenningarsamfélags í Uppsveitum Árnessýslu, 29. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð Fjölmenningarsamfélags í Uppsveitum Árnessýslu sem haldinn var 29. apríl 2024.
2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2024-2025.
Fyrir liggur beiðni frá Kristínu Þórunni Tómasdóttur og Árna Svani Daníelssyni um að barn þeirra fái skólavist utan lögheimilissveitarfélags við Reykholtsskóla í Bláskógabyggð skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn hafnar beiðninni samhljóða og gert verður ráð fyrir að barnið hefji skólagöngu við Kerhólsskóla hið fyrsta.
3. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2024-2025.
Fyrir liggur beiðni frá Sigurbjörgu Höllu Sigurjónsdóttur um að barn hennar fái skólavist utan lögheimilissveitarfélags við Sunnulækjarskóla á Selfossi skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn hafnar beiðninni samhljóða og gert verður ráð fyrir að barnið hefji skólagöngu við Kerhólsskóla hið fyrsta.
4. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Sogsbakka 30, fnr. 230-0634.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 28. ágúst um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, H Frístundahús að Sogsbakka 30, fnr. 230-0634.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II H að Sogsbakka 30, fnr. 230-0634 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
5. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Minni-Borg 9, fnr. 251-2541.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 23. ágúst 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Minni-Borg 9, fnr. 251-2541.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Minni-Borg 9, fnr. 251-2541 með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
6. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Efri-Markarbraut 10, fnr. 226-0220.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 21. ágúst 2024 um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II, C Minna Gistiheimili að Efri-Markarbraut 10, fnr. 226-0220.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II H að Efri-Markarbraut 10, fnr. 226-0220 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
7. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Lækjarbrekku 51, fnr. 234-5096.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 21. ágúst 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Lækjarbrekku 51, fnr. 234-5096.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Lækjarbrekku 51, fnr. 234-5096 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 9:40.