Fara í efni

Sveitarstjórn

577. fundur 18. september 2024 kl. 09:00 - 10:37 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir


Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

Oddviti leitar afbrigða
Samþykkt samhljóða
a) Lína Björg Sigtryggsdóttir byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita kemur inn á fundinn.
b) Tónlistarskóli Árnesinga – Ósk um aukinn kennslukvóta.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 19. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 10. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar Framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var 10. september 2024.
b) Fundargerð 43. fundar Fjallskilanefndar, 19. ágúst 2024.
Mál nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 43. fundar Fjallskilanefndar sem haldinn var 19. ágúst 2024.
Mál nr. 2; Klausturhólarétt.
Fjallskilanefnd leggur til að sveitarfélagið geri ráð fyrir fjármagni á næsta ári til að gera við Klausturhólarétt að hluta en rífa restina þar sem af henni stafi hætta vegna lélegs ástands.
Fjallskilanefnd leggur til að inngangsdilkurinn auk tveggja kofa sem í honum eru og dilkarnir sitt hvoru megin við inngangsdilkinn verði lagaðir en restin rifin.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
c) Fundargerð 287. fundar skipulagsnefndar UTU, 11. september 2024.
Mál nr. 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 26 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 287. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 11.september 2024.
Mál nr. 13; Syðri-Brú L168277; Sólbakki 12 L210825; Breyting skilmála; Deiliskipulagsbreyting - 2408085.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis í landi Syðri-Brúar nr. 6404. Í breytingunni felst að skilmálar vegna byggingarheimilda breytast úr því að heimilt sé að byggja að hámarki 150 fm hús og eitt smáhýs/geymslu að hámarki 30 fm að stærð í að á hverri lóð megi byggja eitt frístundahús og eitt aukahús s.s. geymslu/svefn eða gróðurhús allt að 45 fm. Hámarksbyggingarmagn lóðar skal ekki fara umfram nýtingarhlutfall 0,03 og takmarkast stærð frístundahúss við það hlutfall.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 14; Svínavatn 168286; Framkvæmdarleyfi - 2409017.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistöku úr námu E20 í landi Svínavatns. Gert er ráð fyrir allt að 10.000 m3 efnistöku að mestu til eigin nota innan jarðarinnar en gert er ráð fyrir að um 3-4.000 m3 fari í önnur verkefni. Á þeim tíma sem fyrirhugað er að losa efnið er áætlað að fara í vinnu við heildardeiliskipulag fyrir svæðið. Komi til þess að frekari efnistaka verði áætluð á svæðinu verði unnin tilkynningarskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum áframhaldandi efnistöku.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir viðkomandi efnistöku. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Mælist sveitarstjórn til þess að komi til frekari efnistöku úr námunni verði unnin tilkynning vegna mats á umhverfisáhrifum til Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 15; Minna-Mosfell; Skilgreining efnistökusvæðis; Fyrirspurn - 2409018.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til beiðni um aðalskipulagsbreytingu vegna skilgreiningar á efnistökusvæði innan jarðar Minna-Mosfells. Áætlað er að efnistökusvæðið verði skilgreint allt að 50.000 m3 og 2,5 ha svæði. Tilgangur námunnar er að standa að efnistöku til eigin nota vegna fyrirhugaðra framkvæmda í takt við skilgreinda landnotkun frístundasvæðis innan jarðarinnar. Samhliða aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir því að lagt verði fram deiliskipulag sem tekur til viðkomandi frístundasvæðis F82.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til skilgreiningar á nýju efnistökusvæði innan jarðar Minna-Mosfells.
Mál nr. 16; Nesjavallavirkjun L170925; Stækkun borsvæðis vinnsluholu NJ-37; Framkvæmdarleyfi - 2408087.
Orka náttúrunnar sækir hér með um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á borsvæði fyrir borun á vinnsluholu NJ-37. Sótt er um leyfið í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi. Fyrirhuguð framkvæmd er liður í borun nýrra vinnsluhola við Nesjavallavirkjun í þeim tilgangi að viðhalda vinnslugetu Nesjavallavirkjunar. Við útfærslu framkvæmda er áhersla lögð á að stækka núverandi borsvæði til að koma nýjum borholum fyrir, bæði til að draga eins og kostur er úr raski sem og að nýta innviði, s.s. vegi og lagnir, sem fyrir eru. Fyrirhuguð stækkun á borsvæði fór í fyrirspurnarferli á árinu 2024 (viðauki 1). Framkvæmdin felur í sér uppbyggingu borsvæðis út frá borsvæði holna NJ-11, NJ-24, NJ-25 og NJ-31 (myndir 1 og 2), lagningu aðkomuvegar og frágang.
Á grundvelli framlagðra gagna samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gera ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna viðkomandi borhola. Mælist sveitarstjórn til þess að við útgáfu framkvæmdaleyfis verði unnin greinargerð á grundvelli 10. og 12. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, en þar segir að leyfisveitandi skuli taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem gerð er rökstudd grein fyrir samræmi við niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdarinnar. Hafi Skipulagsstofnun sett skilyrði um mótvægisaðgerðir eða vöktun, sbr. 24. gr., skal það koma fram í leyfinu.
Mál nr. 17; Rimamói 3 L169862; Sumarbústaðaland í landbúnaðarsvæði; Fyrirspurn – 2408088.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til lóðarinnar Rimamóa 3 sem skilgreind er innan frístundasvæðis F84 innan jarðar Þórisstaða. Í fyrirspurninni felst beiðni um breytta notkun lóðarinnar úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði með það að markmiði að geta haft fasta búsetu á svæðinu og aukið byggingarmagn innan lóðarinnar. Aðliggjandi landeignir til norðurs eru innan landbúnaðarsvæðis. Stærð lóðarinnar samkvæmt skráningu HMS er 1 ha.
Að mati sveitarstjórnar er ekki forsenda fyrir því að breyta einni lóð í hverfinu þar sem lóðin sem vísað er til í fyrirspurninni er skráð sem frístundahúsalóð og húsið er skráð sem frístundahús. Sveitarstjórn telur æskilegt að slík breyting væri skoðuð í tengslum við stærra svæði sambærilegra lóða og að svæðið væri deiliskipulagt.
Mál nr. 18; Villingavatn III L224665; Spennistöð Rarik; Stofnun lóðar – 2409006.
Lögð er fram merkjalýsing sem tekur til stofnunar lóðar fyrir spennistöð innan dreifikerfis Rarik ohf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar á grundvelli framlagðrar merkjalýsingar og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Mál nr. 19: Suðurbakki 3 L232548; Rekstrarleyfi; Deiliskipulagsbreyting – 2409012.
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundabyggðar í landi Ásgarðs, hluti III (Búrfellsvegur að Sogi). Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu sumarhúsa innan deiliskipulagssvæðisins í takt við heimildir aðalskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi og að breytingin verði sérstaklega grenndarkynnt öllum lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins samhliða auglýsingu breytingarinnar.
Mál nr. 20; Villingavatn L170831; Einbúi 4; Stofnun lóðar – 2408091.
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablaði er varðar stofnun lóðar. Óskað er eftir að stofna 11.000 fm lóð, Einbúi 4, úr landi Villingavatns L170831.
Við afgreiðslu sveitarstjórnar vegna stofnunar lóðar úr upprunalandi Villingavatns L170831, þann 19.6.2024, kom fram í bókun málsins að það væri mat sveitarstjórnar að nauðsynlegt væri að horfa til heildarstefnumörkunar og skipulagsgerðar innan jarðar Villingavatns kæmi til áframhaldandi uppskiptingar á lóðum innan jarðarinnar. Á grunni fyrrgreindrar bókunar synjar sveitarstjórn samhljóða umsókn um stofnun lóðar og mælist til þess að stofnun lóðarinnar verði sett í samhengi við deiliskipulagsáætlanir innan jarðarinnar og stefnumörkun aðalskipulags.
Mál nr. 21; Hestvíkurvegur 16-24 og Réttartjarnarvegur 1-5; Breyttar byggingarheimildir; Deiliskipulagsbreyting – 2409020.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags Hestvíkurvegar 16-24 og Réttartjarnarvegar 1-5. Í breytingunni felst að hámarksbyggingarmagn frístundahúsa er breytt úr hámarksbyggingarmagni 150 fm í hámarks nýtingarhlutfall 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 24; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-210 - 2408004F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-210.
d) Fundargerð 8. fundar oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, 3. september 2024.
Mál nr. 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 8. fundar oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 3. september 2024.
Mál nr. 1; Drög að samningi við ÍBU.
Fyrir liggja drög að samningi við ÍBU. Umræður urðu um samninginn.
Oddvitanefndin leggur til við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna að sveitarstjórum sveitarfélaganna verði falið að klára samninga við ÍBU fyrir fjárhagsáætlunarvinnu haustsins.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Mál nr. 2; Drög að samningi um umsjón jarðarinnar Laugarás.
Fyrir liggja drög að samningi um umsjón jarðarinnar Laugarás í Bláskógabyggð sem er í eigu Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Umræður urðu um samninginn og lagðar fram tillögur um breytingu á samningi. Jafnframt varð umræða um framtíðarsýn á jörðinni Laugarási og mögulega sölu.
Oddvitanefndin samþykkir samhljóða samninginn með fyrirvara um breytingarnar og vísar honum til samþykktar til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
e) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 10. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþing sem haldinn var 10. september 2024.
f) Fundargerð 6. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 28. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var 28. ágúst 2024.
g) Fundargerð 21. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., kjörtímabilið 2022-2026, 3. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., kjörtímabilið 2022-2026, sem haldinn var 3. september 2024.
h) Fundargerð 22. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., kjörtímabilið 2022-2026, 10. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., kjörtímabilið 2022-2026 sem haldinn var 10. september 2024.
i) Fundargerð ársfundar Arnardrangs hses., 29. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Arnardrangs hses., sem haldinn var 29. ágúst 2024.
j) Fundargerð 74. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 16. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 74. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 16. ágúst 2024.
k) Fundargerð 75. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 6. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 75. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 6. september 2024.
l) Fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 2. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands sem haldinn var 2. september 2024.
m) Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. ágúst 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 30. ágúst 2024.
2. Ölfusárbrú.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skorar á Vegagerðina og stjórnvöld að hefja byggingu á Ölfusárbrú sem allra fyrst og tekur þar með undir bókun Bæjarráðs Árborgar frá 29. ágúst 2024.
Það er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps og íbúa Uppsveita Árnessýslu að umferðarflæði inn á Selfoss verði betra. Langar raðir liggja daglega upp að hringtorgi við Biskupstungnabraut og hægja þar með á umferð meðal annars úr Uppsveitum Árnessýslu. Íbúar Grímsnes- og Grafningshrepps sækja ýmsa þjónustu til dæmis heilbrigðisþjónustu niður á Selfoss og því er mikilvægt að ekki séu stanslausar raðir og mikill biðtími eftir að komast inn á Selfoss. Ný Ölfusárbrú bætir umferðarflæði og umferðaröryggi í og við Selfoss fyrir alla íbúa Árnessýslu og marga fleiri, því er mjög mikilvægt að ný brú verði tekin í notkun sem allra fyrst.
3. Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags 2024-2025.
Fyrir liggur umsókn frá fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar um leikskóladvöl tveggja barna utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða. Um greiðslur fari skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komi til sérstaks kostnaðar sem ekki fellur undir gjaldskrána verði samið sérstaklega um það við lögheimilissveitarfélag.
4. Styrkbeiðni vegna Uppsveitarkastsins.
Fyrir liggur bréf frá Jónasi Yngva Ásgrímssyni, dags. 9. september 2024, þar sem farið er þess á leit við sveitarfélagið að það styrki gerð Uppsveitarkastsins með fjárframlagi um 30.000,- kr. hvern mánuð.
Í Uppsveitarkastinu er lögð áhersla á umfjöllun um Uppsveitir Árnessýslu, þar sem menn og málefni sveitarfélaganna á svæðinu eru til umfjöllunar.
Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir samhljóða styrkveitingu í formi eingreiðslu að upphæð kr. 70.000,-.
5. Tilboð frá Consello tryggingarráðgjöf, vegna tryggingamála.
Fyrir liggur tilboð frá Consello, um ráðgjöf og umsjón með verðkönnun í vátryggingar fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að skrifa undir samning við Consello tryggingarráðgjöf fyrir hönd sveitarfélagsins.
6. Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er varðar inngildingu.
Fyrir liggur bréf Ingva Má Guðnasyni f.h. Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 6. september 2024. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðin þátttaka í verkefni sem hefur það að markmiði að efla sjálfbæra lýðfræðilega þróun og inngildingu erlendra íbúa á Suðurlandi. Markmið verkefnisins er að aðstoða sveitarfélögin á Suðurlandi við að móta og innleiða móttökuáætlanir fyrir nýja íbúa, sem stuðla að aukinni inngildingu íbúa og efla jákvæða byggðaþróun. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið til þátttöku í samráðshópi, sem mun miðla reynslu og þekkingu sín á milli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þátttöku í verkefninu og tilnefnir Línu Björk Tryggvadóttur byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu sem sinn tengilið.
7. Erindi frá Kvennaathvarfinu – beiðni um rekstrarstyrk.
Fyrir liggur bréf frá Lindu Dröfn Gunnarsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dagsett 3. september 2024 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna árið 2025 að fjárhæð kr. 400.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 150.000,-.
8. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Lautarbrekku 7, fnr. 234-5104.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. september 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Lautarbrekku 7, fnr. 234-5104.
Í ljósi þess að viðkomandi bygging er einungis á byggingarstigi 1 og um byggingarleyfi að ræða, samþykkir sveitarstjórn samhljóða að hafna erindinu.
9. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024 – fundarboð.
Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður þann 9. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Smára Bergmann Kolbeinsson sem sinn fulltrúa með atkvæðisrétt og Ásu Valdísi Árnadóttur til vara.
10. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – fundarboð.
Fyrir liggur að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 9. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Iða Marsibil Jónsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
a) Lína Björg Tryggvadóttir byggðaþróunarfulltrúi Uppsveitum Árnessýslu kemur inn á fundinn.
Inn á fundinn kom Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi í Uppsveitum Árnessýslu og fór yfir verkefni sem eru í vinnslu og framundan.
b) Tónlistarskóli Árnesinga – Ósk um aukinn kennslukvóta.
Fyrir liggur bréf frá Helgu Sighvatsdóttur, f.h. Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 16. september 2024. Í bréfinu kemur fram að 4 eru á biðlista eftir námi við skólann. Óskað er eftir auknum kennslukvóta sem nemur 1 klst frá fyrra ári.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða aukinn kennslukvóta og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:37.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?