Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Orkuveitan.
Dario Ingi DiRienzo og Hildur Kristjánsdóttir frá Orkuveitunni komu inn á fundinn og kynntu starfsemi fyrirtækisins og möguleg framtíðaráform hvað varðar ýmsa kosti til frekari orkuöflunar.
Sveitarstjórn þakkar fyrir áhugaverða og góða kynningu á starfseminni.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 21. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 20. nóvember 2024.
Mál nr. 3b og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 21. fundar Framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var 20. nóvember 2024.
Mál nr. 3b; Hreinsistöð á Borg – Niðursetning; Uppgjör og næstu skref.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gert verði upp við verktaka miðað við stöðu verksins þegar hann sagði sig frá því. Jafnframt er lagt til að umsjónarmanni veitna í samráði við sveitarstjóra verði falið að semja við annan verktaka um að ljúka verkinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að klára málið.
Mál nr. 6; Minnisblað dags. 8.11.2024 um opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir á Borg.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í „Snjómokstur og hálkuvörn í þéttbýlinu Borg“. Tilboð bárust frá JÞ Verk ehf. að fjárhæð 26.960.850 kr. og Tæki og tól ehf. að fjárhæð 18.703.125 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda, Tæki og tól ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að klára málið.
b) Fundargerð 291. fundar skipulagsnefndar UTU, 13. nóvember 2024.
Mál nr. 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33 og 39 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 291. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 13. nóvember 2024.
Mál nr. 24; Vaðnesvegur 2 L169743; Vaðnesvegur 2A og 2B, skilgreining frístundalóða; Deiliskipulag – 2407023.
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Vaðnesvegar 2. Í deiliskipulaginu felst að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir, 2A og 2B, sem verða 15.050 fm og 23.706 fm að stærð. Á lóð 2B er skráð sumarhús í dag ásamt geymslu. Auk frístundahúss er heimilt að byggja aukahús auk geymslu að 15 fm á lóðunum. Nýtingarhlutfall lóða skal ekki fara umfram 0,03. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag samhljóða eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 25; Álftavatn 7 L168312; Byggingar og breytingar; Fyrirspurn – 2410074.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til framkvæmda á lóðinni Álftavatn 7 L168312 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Annars vegar er fyrirhugað að byggja 250 m2 bogaskemmu (geymslu) á lóðinni. Skemman yrði staðsett hægra megin við sumarbústað og standa neðar en bústaðurinn. Þak skemmu yrði klætt með grasi og fellur því inn í umhverfið. Hins vegar er fyrirhugað að rífa núverandi bústað sem stendur á lóðinni og byggja á sama stað 150 m2 bústað á einni hæð.
Að mati sveitarstjórnar samræmist bygging 250 fm stakstæðrar skemmu ekki núverandi heimildum deiliskipulags svæðisins sem gerir ráð fyrir að heimild sé fyrir uppbyggingu frístundahúss auk tveggja aukahúsa að 40 fm innan nýtingarhlutfalls 0,03. Lóðin er skráð 8.611,4 fm að stærð, hámarksbyggingarmagn lóðarinnar er því um 258 fm. Hugmyndir um uppbyggingu á 250 fm bogaskemmu og 150 fm sumarbústað falla því ekki að heimildum er varðar hámarksnýtingarhlutfall innan svæðisins.
Mál nr. 26; Giljabakki L169227 (Minni-Bær land); 3 smáhýsi og þvottahús; Deiliskipulagsbreyting – 2410077.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Giljabakka L169277 (Minni-Bær land) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í tillögunni felst að heimilt verði að byggja þrjú smáhýsi og lítið þvottahús á landi Giljabakka sem munu rísa sunnan við núverandi aðstöðu- og íbúðarhús. Smáhýsin eru 52 m2 timbureiningahús en þvottahúsið er 20 m2 að stærð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi lóða sem hafa sameiginlega vegtengingu frá Sólheimavegi.
Mál nr. 27; Svínavatn 3 L232042; Svínavatn 3A; Breyttar lóðastærðir og ný lóð; Svínavatn 3B; Deiliskipulagsbreyting - 2410103.
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðarinnar Svínavatn 3 L232042. Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvennt og nýja lóðin fái heitið Svínavatn 3B.
Þannig verða alls þrjár lóðir innan deiliskipulagsmarka þ.e. Svínavatn 3, Svínavatn 3A og Svínavatn 3B.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 28; Vesturhlíð, L192153; Vatnsborun; Framkvæmdarleyfi – 2411001.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til vatnsborunar í landi Vesturhlíðar L192153. Gert er ráð fyrir því að bora tilraunaholur til að byrja með sem verða að veituholum ef vel gengur og gætu séð fyrirhugaðri sumarhúsabyggð á landinu fyrir vatni. Einnig verður m.a. sett upp dæla, dæluskúr og 10.000 L forðatankur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn bendir á að umhverfis vatnsból þarf að skilgreina brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði vatnsverndar, mælist sveitarstjórn til þess við umsækjanda að leita sérfræðiráðgjafar við mat á þeirri skilgreiningu innan skipulags fyrir svæðið.
Mál nr. 29; Mýrarkot L168266; Leyfi til útleigu; Deiliskipulagsbreyting - 2406052.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi (nr. 6457) Mýrarkot L168266 frístundabyggð. Í breytingunni felst að heimilt sé að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki 2 innan svæðisins. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Að mati sveitarstjórnar er forsenda þess að heimild sé veitt fyrir rekstrarleyfisskyldri starfsemi innan svæðis sú að enginn aðili innan þess svæðis sem deiliskipulagið tekur til geri athugasemdir við breytinguna líkt og segir í skilmálum aðalskipulags: "Heimilt er að vera með gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016 (sbr. f lið 4.gr.), enda hafi starfsemin tilskilin leyfi, bílastæði verði innan lóðar og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðis leggist gegn starfseminni. Gera skal grein fyrir gististarfsemi í deiliskipulagi." Sveitarstjórn synjar samhljóða framlagðri breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Mál nr. 30; Grímsborgir í landi Ásgarðs; Breytt nýtingarhlutfall; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2311053.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem tekur til Grímsborga í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst leiðrétting á innsláttarvillu innan greinargerðar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem tekur til svæðis VÞ7 þar sem nýtingarhlutfall er skilgreint 0,05 en hefði átt að vera skilgreint 0,1 sbr. meðfylgjandi breytingu og rökstuðningi þess efnis. Lögð eru fram uppfærð gögn við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 31; Minna-Mosfell L168262; Öldusteinstún – frístundabyggð; Deiliskipulag – 2410081.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til hluta frístundasvæðis F82 í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða 1. áfanga af fjórum innan skipulagssvæðisins. Gert er ráð fyrir skilgreiningu á 21 lóð í fyrsta áfanga á bilinu 7.234 - 15.797 fm að stærð. Innan hverrar lóðar er gert ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi auk þess sem heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingareits og hámarksnýtingarhlutfalls 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verði sérstaklega sent til kynningar eigenda aðliggjandi landeigna.
Mál nr. 32; Lerkigerði 1 L169288; Mýrarkot L168266; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar - 2411026.
Lögð er fram merkjalýsing dags. 08.11.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, sem tekur til skilgreiningar á lóð Lerkigerðis 1 L169288 úr landi Mýrarkots. Lóðin er skráð 63.000 fm í fasteignaskrá en skv. hnitsetningu sem nú liggur fyrir þá mælist lóðin 60.882,1 fm. Lóðirnar Lerkigerði 1 og Mýrarkot Gerði L200465 skarast að stórum hluta í landeignaskrá sem leiðréttist nú skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið.
Mál nr. 33; Borgargil 4 L236036; Borgargil 4 og 6; Sameining lóða - 2411017.
Lögð er fram tillaga að breyttu deiliskipulagi sem tekur til Borgargils 4 og 6. Í breytingunni felst sameining lóðanna.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins samhljóða og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 39; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-214 - 2410004F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-214.
c) Fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 29. október 2024.
Mál nr. 4. þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 29. október 2024.
Mál nr. 4; Fjárhagsáætlun næsta árs.
Lögð fram fjárhagsáætlun Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir árið 2025.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða.
d) Fundargerð 115. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 4. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 115. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 4. nóvember 2024.
e) Fundargerð 116. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 13. nóvember 2024.
Mál nr. 5. þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð stjórnar 116. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 13. nóvember 2024.
Mál nr. 5; Fjárhagsáætlun UTU 2025-2028.
Lögð fram fjárhagsáætlun UTU vegna 2025-2028.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða.
f) Fundargerð 19. fundar stjórnar Arnardrangs hses., 11. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 11. nóvember 2024.
g) Fundargerð. 33. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 15. október 2024.
Mál nr. 3. þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 33. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., sem haldinn var 15. október 2024.
Mál nr. 3; Stjórnskipulag Héraðsnefndar Árnesinga bs.,
Lagðar eru fram uppfærðar samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu og uppfærðar samþykktir fyrir Tónlistarskóla Árnesinga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðar samþykktir Brunavarna Árnessýslu og Tónlistarskóla Árnesinga og vísar þeim til seinni umræðu.
h) Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs., 1. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs., sem haldinn var 1. nóvember 2024.
i) Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs., 1. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs., sem haldinn var 1. nóvember 2024.
j) Fundargerð aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 31. október – 1. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var dagana 31. október til 1. nóvember 2024.
k) Fundargerð 77. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 30. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 30. október 2024.
l) Fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 7. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 7. nóvember 2024.
m) Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 4. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 4. nóvember 2024.
3. Útboðsferli – Miðtún 1-11 Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur fundargerð frá opnunarfundi þar sem tilboð í útboði á lóðum í Miðtúni 1-11 voru opnuð. Tvö tilboð bárust í lóðirnar:
Tilboðsaðili Lóðir Tilboðsupphæð
E.Sigurðsson ehf Miðtún 1-11 62.861.920,- kr
Orkan IS ehf Miðtún 1-11 56.600.000,-kr
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði E. Sigurðsson ehf og felur sveitarstjóra og oddvita að vinna málið áfram.
4. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2024, viðauki.
Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024. Um er að ræða hækkun á rekstrarkostnaði vegna málaflokka 04 - Fræðslumál um kr. 20.000.000,- og 21 - Sameiginlegur kostnaður um kr. 18.000.000,-, einnig er um að ræða lækkun á tekjum um kr. 2.000.000,-. Hækkun er á fjárfestingu vegna endurbóta á kennslueldhúsi við Kerhólsskóla. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.
5. Niðurstöður vátryggingaútboðs Grímsnes- og Grafningshrepps 2025-2027.
Niðurstöður yfirferðar á tilboðum í tryggingar sveitarfélagsins. Minnisblað dagsett 16. nóvember 2024.
Minnisblaðið var lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Vátryggingafélags Íslands hf, VÍS, enda uppfyllir það öll skilyrði útboðsins.
6. Samþykktir Bergrisans bs., síðari umræða.
Lagðar fram til staðfestingar samþykktir Bergrisans bs., til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir.
7. Ósk innviðaráðuneytisins um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð – Mosamói 1, Grímsnes- og Grafningshreppur.
Fyrir liggur beiðni innviðaráðuneytisins, dagsett 16. október 2024, um umsögn sveitarfélagsins vegna beiðni um undanþágu vegna frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa beiðni um umsögn til skipulagsnefndar UTU til umfjöllunar.
8. Erindi frá skólanefnd og ungmennaráði Skeiða- og Gnúpverjahrepps, ósk um samstarf um ungmennaþing fyrir öll ungmenni á svæði Uppsveita og Flóa.
Fyrir liggur bréf frá skólanefnd og ungmennaráði Skeiða- og Gnúpverjahrepps dagsett 5. nóvember 2024. Í bréfinu er óskað eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur komi að samstarfi nágrannasveitarfélaganna með að halda ungmennaþing fyrir ungmennin á svæðinu. Miðað er við starfssvæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps til umfjöllunar.
9. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Hlauphólum 11, fnr. 253-1459.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 8. nóvember 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Hlauphólum 11, fnr. 253-1459.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II, H Frístundahús að Hlauphólum 11, fnr. 253-1459 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
10. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Hlauphólum 7, fnr. 253-0592.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 8. nóvember 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Hlauphólum 7, fnr. 253-0592.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II, H Frístundahús að Hlauphólum 7, fnr. 253-0592 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
11. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Hlauphólum 3, fnr. 253-0591.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 5. nóvember 2024, um umsögn vegna mrekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Hlauphólum 3, fnr. 253-0591.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II, H Frístundahús að Hlauphólum 3, fnr. 253-0591 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
12. Erindi frá Hjálparsveitinni Tintron – ósk um umsögn vegna brennu og flugeldasýningar.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt.
13. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem óskað er eftir umsögn vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 5/2024, Freyjustígur 14.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 14. nóvember 2024 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 5/2024, Freyjustígur 14.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
14. Ályktun frá Skólastjórafélagi Suðurlands um kjaradeilur Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn hvetur aðila til að ná samkomulagi í deilunni sem allra fyrst.
15. Ályktun frá Kennarafélögum Suðurlands og Vestmannaeyja um kjaradeilur Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn hvetur aðila til að ná samkomulagi í deilunni sem allra fyrst.
16. Ályktun frá 8. Svæðadeild Félags leikskólakennara um kjaradeilur Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn hvetur aðila til að ná samkomulagi í deilunni sem allra fyrst.
17. Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Lagt fram til kynningar.
18. Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).
Lagt fram til kynningar.
19. Desemberfundur Samorku.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku, dagsettur 11. nóvember 2024 um að desemberfundur Samorku verði haldinn á The Reykjavík EDITION þann 4. desember 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson og Ragnar Guðmundsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum.
20. Tilkynning frá Vegagerðinni um stöðu verkefnisins „Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna“.
Tilkynning lögð fram til kynningar.
Í ljósi þess að endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarstrætó stendur nú yfir, hvetur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps Vegagerðina til að tryggja að Sólheimar verði hluti af nýju leiðarkerfi. Sólheimar eru annar af tveimur þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins með um 100 íbúa. Samfélagið þar er fjölbreytt en á Sólheimum fer fram þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir ásamt fjölbreyttri annarri þjónustu. Fjöldi starfsfólks starfar á Sólheimum en jafnframt eru þar íbúar sem sækja vinnu annað.
Þörfin fyrir þessa þjónustu hefur verið ítrekuð undanfarin ár, enda hafa margir þjónustunotendur á Sólheimum ekki aðgang að einkabíl. Aðgengi að strætó myndi gjörbreyta samgöngumöguleikum þeirra og skapa ný tækifæri til sjálfstæðis og virkni.
Auk þess eru íbúar á Sólheimum sem stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hafa lýst yfir áhuga á að nýta sér strætó, ef hann er í boði. Þá er að jafnaði mikill fjöldi erlendra sjálfboðaliða á staðnum sem myndu nýta strætó. Sveitarstjórn telur afar einfalt að bæta við stoppistöð á Sólheimum án þess að það hafi veruleg áhrif á núverandi akstursleiðir.
Við hvetjum Vegagerðina til að taka tillit til þessara þarfa og stuðla þannig að jöfnu aðgengi að almenningssamgöngum, ekki síst á svæðum þar sem þær hafa afgerandi áhrif á lífsgæði íbúa. Með því að bæta Sólheimum inn í leiðarkerfi landsbyggðarstrætó yrði stutt við mikilvægt samfélag og skref tekið í átt að sjálfbærari samgöngum á landsbyggðinni.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:51.