03.11.2021
Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:
Fimmtudaginn 4. nóvember er stefnt á að malbika Biskupstungnabraut. Veginum verður alveg lokað á milli Þingvallavegar og Miðengisvegar. Hjáleið verður um Búrfellsveg. Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.82.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 07:00 til kl. 22:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.