Fara í efni

Sveitarstjórn

572. fundur 19. júní 2024 kl. 09:00 - 10:05 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Smára Bergmann Kolbeinssonar
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færði í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 20. fundar Skólanefndar, 27. maí 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar Skólanefndar sem haldinn var 27. maí 2024.
b) Fundargerð 19. fundar Atvinnu- og menningarnefndar, 23. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar Atvinnu- og menningarnefndar sem haldinn var 23. apríl 2024.
c) Fundargerð 20. fundar Atvinnu- og menningarnefndar, 15. maí 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar Atvinnu- og menningarnefndar sem haldinn var 15. maí 2024.
d) Fundargerð 21. fundar Atvinnu- og menningarnefndar, 5. júní 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar Atvinnu- og menningarnefndar sem haldinn var 5. júní 2024.
e) Fundargerð 8. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar, 11. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar sem haldinn var 11. október 2024.
f) Fundargerð 9. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar, 6. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar sem haldinn var 6. febrúar 2024.
g) Fundargerð 111. fundar stjórnar UTU, 5. júní 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 111. fundar stjórnar UTU sem haldinn var 5. júní 2024.
h) Fundargerð 282. fundar skipulagsnefndar UTU, 12. júní 2024.
Mál nr. 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29 og 36 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 282. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 12. júní 2024.
Mál nr. 19; Neðra-Apavatn lóð L169295; Staðfesting á afmörkun og stærð lóðar – 2405115.
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu er varðar staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Neðra-Apavatn lóð L169295. Lóðin er skráð 5.000 fm í fasteignaskrá en mælist 7.312,6 fm skv. hnitsetningu sem ekki hefur legið fyrir áður.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024.
Mál nr. 20; Villingavatn L170831; Stekkás 8; Stofnun lóðar – 2402063.
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu er varðar stofnun nýrrar lóðar úr landi Villingavatns L170831. Um er að ræða 10.000 fm lóð sem fengi staðfangið Stekkás 8. Lóðin er innan svæðis sem skilgreint er sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi. Aðkoman er um veg
sem liggur frá þjóðvegi (nr. 360) að frístundabyggðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar á grundvelli framlagðrar hnitsetningar og afmörkunar með fyrirvara um samþykki landeigenda viðkomandi merkja. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags
sem tekur til svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að horfa til heildarstefnumörkunar og skipulagsgerðar innan jarðarinnar Villingavatn komi til áframhaldandi uppskiptingar lóða innan jarðarinnar.
Mál nr. 21; Hallkelshólar lóð 20 (L218685); byggingarheimild; gestahús – 2405083.
Móttekin er umsókn þ. 21.05.2024 um byggingarheimild fyrir 25 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 20 L218685 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að skilgreina afmörkun lóðarinnar með ítarlegri hætti áður en hægt er að gefa út byggingarheimild innan hennar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja umsókn um byggingarheimild í framlagðri mynd.
Mál nr. 22; Villingavatn bátaskýli (L237203); byggingarheimild; bátaskýli - 2406011.
Móttekin var umsókn þ. 04.06.2024 um byggingarheimild fyrir 580 m2 bátaskýli á landinu Villingavatn bátaskýli L237203 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara fram á deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda á lóðinni.
Mál nr. 23; Ölfusvatn 4 L170978; Fyrirspurn - 2406019.
Lögð er fram fyrirspurn frá Yrki arkitektum fh. Sólveigar Berg Emilsdóttir er varðar byggingarframkvæmkvæmdir á lóð Ölfusvatns 4.
Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er ekki heimilt að byggja nýbyggingar innan takmarkana er varðar fjarlægð frá vatni nema byggt sé í stað húss sem rifið er. Að mati sveitarstjórnar á sú heimild einnig við um viðbyggingar við núverandi hús innan byggingaheimilda deiliskipulags. Að mati sveitarstjórnar er þó forsenda þess að heimild sé veitt fyrir viðbyggingu sú að hún fari ekki nær vatni en núverandi hús á lóðinni. Af framlögðum uppdráttum að dæma má ætla að viðbygging sé að fara nær vatni.
Mál nr. 24; Suðurkot L168285; Frístundahús; Deiliskipulag - 2403047.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til afmörkunar byggingareits fyrir uppbyggingu frístundahúss innan jarðar Suðurkots L168258 eftir  auglýsingu. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi á einni hæð ásamt gestahúsi/geymslu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma
skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem m.a. er fjallað með ítarlegri hætti um umhverfisáhrif tillögunnar á grundvelli umsagnar UST.
Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 25; Nesjavellir L170925; Nesjavallavirkjun; Deiliskipulag - 2310056.
Lögð er fram tillaga sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi Nesjavallavirkjunar í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Endurskoðunin er m.a. til komin vegna væntanlegrar fjölgunar á borholum og staðarvali fyrir niðurdælingu þar sem í gildandi deiliskipulagi er takmarkað svigrúm fyrir frekari viðhaldsboranir. Í tengslum við þessar breytingar er afmörkun skipulagssvæðisins endurskoðuð í samræmi við breytta afmörkun iðnaðarsvæðis og hverfisverndar í aðalskipulagi. Þá verða færð inn í deiliskipulagið þau mannvirki og lagnir sem byggð hafa verið á síðustu 10 árum ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tímabilinu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag samhljóða eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild
Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 26; Nesjavellir L170825; Borun vinnsluhola; Framkvæmdaleyfi - 2406035.
Lögð er fram umsókn frá Orku náttúrunnar um framkvæmdaleyfi fyrir borun tveggja vinnsluhola á Nesjavöllum NJ-35 og NJ-36. Fyrir liggur  matsskylduákvörðun vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdin er innan borsvæðis samkvæmt núgildandi og nýju deiliskipulagi sem tekur til
framkvæmdaheimilda á Nesjavöllum.
Á grundvelli framlagðra gagna samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gera ekki athugasemdir við útgáfu  framkvæmdaleyfis vegna viðkomandi borhola. Mælist sveitarstjórn til þess að við útgáfu framkvæmdaleyfis verði unnin greinargerð á grundvelli 10. og 12. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, en þar segir að leyfisveitandi skuli taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem gerð er rökstudd grein fyrir samræmi við niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdarinnar. Hafi Skipulagsstofnun sett skilyrði um mótvægisaðgerðir eða vöktun, sbr. 24. gr., skal það koma fram í leyfinu.
Mál nr. 27; Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting - 2403043.
Lögð er fram lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi við Ljósafossskóla L168468. Samkvæmt lýsingu felst í breytingunni heimild fyrir aukinni  gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskiplags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 28; Krókur L170822; Breytt skilgreining úr námu B í skemmu með spennistöð; Deiliskipulagsbreyting – 2406036.
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting sem tekur til lands Króks L170822. Í breytingunni felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir skemmu á svæði sem áður var skilgreint sem efnistökusvæði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin
þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 29; Krókur L170822; Framkvæmdaleyfi - 2406038.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til lagningar á jarðstreng frá gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi að Króki L170822.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er í takt við deiliskipulag svæðisins og tilkynningarskýrslu vegna ákvörðunar um matsskyldu. Unnin hefur verið fornleifaskráning á svæðinu og er skýrsla sem tekur til skráningarinnar lögð fram við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 36; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-206 - 2405003F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 206.
i) Fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 11. júní 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 11. júní 2024.
j) Fundargerð 73. fundar stjórnar Bergrisans bs., 31. maí 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 31. maí 2024.
k) Fundargerð 610. fundar stjórnar SASS, 6. júní 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 610. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 6. júní 2024.
l) Fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31. maí 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 948. fundar stjórnar Samtaka íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31. maí 2024.
2. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2023.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023 lagður fram til seinni umræðu.
Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Rekstrarniðurstaða A hluta kr. 199.288
Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman kr. 232.422
Eigið fé kr. 1.753.773
Skuldir kr. 1.219.512
Eignir kr. 2.973.285
Veltufé frá rekstri kr. 393.572
Ársreikningur samþykktur samhljóða og undirritaður rafrænt af sveitarstjórn.
3. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi samhljóða:
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn þann 25. júlí og næsti fundur þar á eftir verður haldinn þann 21. ágúst. Fyrri fundur í júlí og ágúst falla niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar.
4. Starfshópur um Samfélagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 5. júní var ákveðið að fara í endurskoðun á Samfélagsstefnu sveitarfélagsins og ákveðið að stofna starfshóp um vinnuna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirfarandi aðila í starfshópinn; Pétur Thomsen, Önnu Katarzyna Wozniczka, Jakob Guðnason og Önnu María Danielsdóttir. Umsjónaraðili verkefnisins verður Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundafulltrúi.
5. Minnisblað og tillaga vegna dagþjónustu aldraðra í Uppsveitum.
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra í Uppsveitum vegna dagþjónustu aldraðra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
6. Opnun tilboða í verðfyrirspurn í verkið „Skólalóð Kerhólsskóla – Yfirborðsfrágangur“.
Fyrir liggur minnisblað frá Steinari Sigurjónssyni, umsjónarmanni umhverfismála frá opnun tilboða sem bárust í verkið „Skólalóð Kerhólsskóla – Yfirborðsfrágangur“. Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Tilboðsaðili
Leiktæki & Sport ehf
Grjótgás ehf
Kostnaðaráætlun G&G

Tilboðsupphæð kr.
34.253.500
25.854.000
27.172.350

Samkvæmt skilmálum verðfyrirspurnar er valforsenda tilboðsupphæð og er því lagt til að samið verði við Grjótgás ehf., um verkið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Grjótgás ehf og felur sveitarstjóra að klára málið.
7. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, C minna gistiheimili að Kerbyggð 5, fnr. 235-9212.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 4. júní 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, C minna gistiheimili að Kerbyggð 5, fnr. 235-9212.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Kerbyggð 5 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
8. Bréf til sveitarfélaga vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa  formaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum.
Lagt fram til kynningar.
9. Ársskýrsla landskjörstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
10. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 114/2024, „Drög að flokkun fimm virkjunarkosta“.
Lagt fram til kynningar.
11. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2024, „Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:05.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?