17.10.2022
Íþróttahús á Borg
Að undangengnu útboði hefur verið samið við EFLU um deilihönnun á viðbyggingu á íþróttamiðstöð á Borg í Grímsnesi. Ekkert tilboð barst í verkið í alútboði og var því tekin ákvörðun um að skipta upp verkinu. Hönnunarstjórn verður í höndum Arkís og aðstoð á verktíma í höndum Verkís.