Fara í efni

Fréttir

Íþróttahús á Borg
17.10.2022

Íþróttahús á Borg

Að undangengnu útboði hefur verið samið við EFLU um deilihönnun á viðbyggingu á íþróttamiðstöð á Borg í Grímsnesi. Ekkert tilboð barst í verkið í alútboði og var því tekin ákvörðun um að skipta upp verkinu. Hönnunarstjórn verður í höndum Arkís og aðstoð á verktíma í höndum Verkís.
 Nýtt íbúðahverfi á Borg
14.10.2022

Nýtt íbúðahverfi á Borg

Að undangenginn verðfyrirspurn hefur verið samið við Verkís um gerð nýs deiliskipulags sem tekur til 15 hektara svæðis vestan við Skólabraut. Öllum lóðum á Borg hefur verið úthlutað og er stefnt á að nýjar lóðir verði úthlutunarhæfar haustið 2023.
Nýtt deiliskipulag – Miðsvæði
12.10.2022

Nýtt deiliskipulag – Miðsvæði

Sveitarstjórn hefur samþykkt að senda til skipulagsnefndar nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði vestan við Skólabraut. Svæðið hefur fengið heitið Miðtún.
Búrfellsveita - Raf- og Vatnsveita
11.10.2022

Búrfellsveita - Raf- og Vatnsveita

Rafmagnslaust verður í lækjabakka þriðjudaginn 11.10.2022 frá kl 10:00 til kl 12:00 vegna vinnu á háspennukerfi. Vegna þessa verður vatnslaust eða lítill þrýstingur í landi Ásgarðs, Búrfells og byggðum meðfram Búrfellsvegi meðan dælur eru ekki virkar.
Viðhald á Borgarveitu
11.10.2022

Viðhald á Borgarveitu

Verið er að vinna í dæluhúsi í Hraunborgum í dag 11.10 og má búast við minni þrýsting í Borgarveitu á meðan. Reiknað er með að vinnan klárist fyrir kl. 16. Beðist er velvirðingar á óþægindum.
Nýtt deiliskipulag – Borgarteigur
10.10.2022

Nýtt deiliskipulag – Borgarteigur

Sveitarstjórn hefur samþykkt að senda til skipulagsnefndar nýtt deiliskipulag fyrir íbúðar- og landbúnaðarlóðir á hluta af golfvelli í landi Minni-Borg. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu og öllum skipulögðum lóðum hefur verið úthlutað.
Leiðbeiningar fyrir minni fráveitur
10.10.2022

Leiðbeiningar fyrir minni fráveitur

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir minni fráveitur. Fyrri leiðbeiningar voru frá 2004 og þótti tímabært að uppfæra þær og bæta við upplýsingum um fleiri fráveitu- og salernislausnir. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar einstaklingum, byggingaraðilum, hönnuðum og rekstraraðilum og eru unnar af EFLU.
Getum við bætt efni síðunnar?