Fara í efni

Sveitarstjórn

578. fundur 02. október 2024 kl. 09:00 - 11:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Úthlutun lóða.
Kristján Óðinn Unnarsson lögbókandi mætti á fundinn og var viðstaddur úrdrátt umsækjenda og skrásetti það sem fram fór. Að auki mætti á fundinn Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna.
a) Borgartún 1.
Engar umsóknir voru um lóðina.
b) Lækjartún 1.
12 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

1. Árni Sigfús Birgisson
2. Þórður Hjálmar Þórðarson
3. Atli Hjörvar Einarsson
4. Júlíus Arnar Birgisson
5. Doddarnir ehf.
c) Lækjartún 2.
12 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Gunnar Valveson
2. Atli Hjörvar Einarsson
3. Birkiflöt ehf.
4. Land og verk ehf.
5. AHE verktakar ehf.
d) Lækjartún 3.
Engar umsóknir voru um lóðina.
e) Lækjartún 4.
Engar umsóknir voru um lóðina.
f) Lækjartún 5.
Engar umsóknir voru um lóðina.
g) Lækjartún 6.
Engar umsóknir voru um lóðina.
h) Lækjartún 7.
12 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. ÁSB ehf.
2. Atli Hjörvar Einarsson
3. Birkiflöt ehf.
4. Júlíus Arnar Birgisson
5. AHE verktakar ehf.
i) Lækjartún 8.
4 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Land og verk ehf.
2. Bólhraun slf.
3. AHE verktakar ehf.
4. Grjótgás ehf.
j) Lækjartún 9.
12 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. ÁSB ehf.
2. Júlíus Arnar Birgisson
3. Land og verk ehf.
4. María Ýr Daðadóttir
5. Árni Sigfús Birgisson
k) Hraunbraut 1.
Engar umsóknir voru um lóðina.
l) Hraunbraut 4.
4 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Grjótgás ehf.
2. Land og verk ehf.
3. AHE verktakar ehf.
4. Bólhraun slf.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 21. fundar Skólanefndar, 17. september 2024.
Mál nr. 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 21. fundar Skólanefndar sem haldinn var 17. september 2024.
Mál nr. 4; Skráningadagar í leikskólann.
Erindi hefur borist nefndinni varðandi skráningu í leikskóla um jólin, í vetrarfrí, dymbilviku og á klemmudögum. Ýmsar útfærslu ræddar en nefndinni líkar best við Akranes-leiðina. Skólanefnd leggur til að teknir verði upp skráningadagar fyrir viðveru leikskólabarna á fyrrnefndum dögum. Það einfaldar til muna skipulag varðandi starfsfólk leikskólans án þess minnka þjónustuna. Foreldrar og forráðamenn skrá þá börn sín í viðveru á þessum dögum ef þau þurfa. Skrá þarf fyrir 31. október í ár. Í ár verði tekinn upp skráning fyrir dagana milli jóla og ný árs, vetrarfrí eftir áramót, dymbilviku og á klemmudögum. Á næsta skólaári yrði þá tekin upp skráning fyrir alla dagana.
Sjá meðfylgjandi erindi frá deildarstjóra leikskóladeildar.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og samþykkir samhljóða breytt fyrirkomulag. Sveitarstjórn samþykkir einnig að ef valdir eru 10 dagar af fyrrgreindum dögum á því tímabili sem skóladagatalið nær yfir þá verða leikskólagjöld vegna desember felld niður. Verði færri en 10 dagar valdir þá falla gjöld niður fyrir þá daga í þeim mánuði sem þeir eru.
Sveitarstjórn mælist til þess að fyrirkomulagið verði vel kynnt fyrir notendum þjónustunnar.
b) Fundargerð 288. fundar skipulagsnefndar UTU, 25. september 2024.
Mál nr. 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 23 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 288. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 25.september 2024.
Mál nr. 12; Villingavatn (L170951); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging - 2407036.
Móttekin var umsókn þann 08.07.2024 um byggingarheimild fyrir 101,5 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Villingavatn L170951 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 144,9 m2.
Í takt við bókun sveitarstjórnar frá 5.4.2023 vegna fyrirspurnar varðandi viðkomandi viðbyggingu samþykkir sveitarstjórn samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 13; Frístundabyggðin Ásgarður; Suðurbakki, Mánabakki og Ferjubakki; Fyrirspurn - 2409032.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til breytingar á landnotkun á hluta frístundasvæðis F25 í takt við framlagða umsókn. Í breytingunni felst að frístundabyggð breytist í heilsársbyggð.
Sveitarstjórn bendir á að landnotkunarflokkurinn heilsársbyggð er ekki til samkvæmt stefnu skipulagsreglugerðar um landnotkun. Að auki bendir sveitarstjórn á að samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps um íbúðarbyggð í dreifbýli að þá er ekki gert ráð fyrir skilgreiningu nýrra íbúðarsvæða í dreifbýli.
Eins og fyrr segir gerir stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins ekki ráð fyrir því að skilgreind verði ný íbúðarsvæði í stað frístundasvæða og að sama skapi fellur stærð viðkomandi lóða og þéttleiki þeirra illa að skilgreiningu landbúnaðarlands, L3, eða smábýla þar sem gert er ráð fyrir að landspildur séu að jafnaði á bilinu 1- 10 ha að stærð. Að mati sveitarstjórnar býður því núverandi stefnumörkun sveitarfélagsins ekki upp á að mögulegt sé að breyta frístundalóðum í íbúðarlóðir.
Mál nr. 14; Hæðarendi lóð L168825; Athafnasvæði; Deiliskipulag - 2409031.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til iðnaðarsvæðis I11 í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshrepps. Á svæðinu fer fram vinnsla á kolsýru/koltvísýring úr vatni sem dælt er upp úr borholum í nágrenninu. Skipulagssvæðið tekur til lóðar með staðfang og landeignarnúmer samkvæmt fasteignaskrá: Hæðarendi lóð L168825. Stærð lóðar/skipulagssvæðis er 5.010 m² (um hálfur hektari). Aðkoma er til staðar af Búrfellsvegi (351).
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Mælist sveitarstjórn til þess að málið verði sérstaklega kynnt aðliggjandi jarðareigendum.
Mál nr. 15; Klausturhólar gjallnámur L168965; Efnistaka Seyðishólum, náma E24; Framkvæmdarleyfi - 2302043.
Lagt er fram eftir grenndarkynningu umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistöku úr Seyðishólanámu E24. Fyrirhugað er að taka 500.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 33.000 m3 á ári. Stærð námusvæðisins er 3,5 ha í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áframhaldandi efnistöku í heild 4,4 ha. Lögð er fram uppfærð greinargerð framkvæmdaleyfis þar sem framkvæmdin er m.a. rökstudd með ítarlegri hætti en áður. Með umsókninni er lagt fram álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt umhverfismatsskýrslu.
Samkvæmt framlagðri samantekt á athugasemdum sem bárust vegna tillögunnar bárust um 8 mismunandi bréf frá um 116 einstaklingum sem taka til athugasemda við umsótt framkvæmdaleyfi vegna áframhaldandi efnistöku. Útgáfa fyrra framkvæmdaleyfis var felld úr gildi gagnvart ákveðnum annmörkum sem tóku til rökstuðnings sveitarstjórnar fyrir því að brýn nauðsyn lægi að baki útgáfu framkvæmdaleyfisins í samræmi við 61. gr. laga um náttúruvernd. Innan bókunar sveitarstjórnar vegna málsins frá 6. mars 2024 kemur fram rökstuðningur við útgáfu leyfisins auk þess sem nánar er fjallað um og málið rökstutt innan greinargerðar framkvæmdaleyfisins. Í öðru lagi gerði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála athugasemdir við framkvæmd grenndarkynningar málsins sem var ekki talin hafa náð til nógu margra aðila. Grenndarkynning málsins á þessu stigi tók til 1 km radíuss frá útjaðri námusvæðisins og telur nefndin ljóst að kynning málsins hafi náð til allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila innan svæðisins. Í þriðja lagi var tilgreint í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að ekki verði tilgreint um gildistíma leyfsins í afgreiðslu sveitarstjórnar. Gildistími leyfisins hefur verið skilgreindur 15 ár frá útgáfu framkvæmdaleyfis.
Að mati sveitarstjórnar hefur því verið brugðist við þeim annmörkum sem voru á fyrri útgáfu framkvæmdaleyfisins. Útgáfa leyfisins skal háð skilyrðum umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar þar sem m.a. er tekið er til vöktunar og mótvægisaðgerða. Þar segir að gert sé ráð fyrir að núverandi aðkomuvegur verði lagður bundnu slitlagi frá námu niður að Búrfellsvegi. Efnisflutningsbílar verði með ábreiðslur við efnisflutninga og einungis verði ekið á virkum dögum að degi til og bílstjórum uppálagt að aka rólega Hólaskarðsveg og Búrfellsveg. Framkvæmdaaðili skal vakta svæðið í vondum veðrum sökum hugsanlegt gjallfoks á svæði suðvestan við námu. Ef kemur til aukins gjallfoks vegna efnisvinnslu eða flutninga skal efnisvinnsla stöðvuð og framkvæmdaaðili leggja fram áætlun um endurbætur. Allar mótvægisaðgerðir verði unnar í samráði við frístundahúsaeigendur, Skógræktina og sveitarfélagið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr Seyðishólanámu E24 á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsfulltrúa falin útgáfa leyfisins.
Mál nr. 16; Hraunkot; Hraunborgir; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag - 2205021.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags er varðar deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram ásamt andsvörum málsaðila og samantekt umsagnar athugasemda og viðbragða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17; Villingavatn bátaskýli L237203; Bátaskýli; Deiliskipulag - 2408067.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum fyrir geymsluhúsnæði/skemmu á lóð Villingavatns bátaskýli L237203. Málið var til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 4.9.24 þar sem málinu var frestað. Lögð eru fram uppfærð gögn við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 23; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-211 - 2409002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-211.
c) Fundargerð 16. fundar stjórnar Arnardrangs hses., 9. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 9. september 2024.
d) Fundargerð 17. fundar stjórnar Arnardrangs hses., 20. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 20. september 2024.
e) Fundargerð 76. fundar stjórnar Bergrisans bs., 9. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Bergrisans sem haldinn var 9. september 2024.
f) Fundargerð 7. fundar frakvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 10. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var 10. september 2024.
g) Fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 24. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 24. september 2024.
Undir lið nr. 2 í fundargerðinni eru sveitarfélög á Suðurlandi hvött til þess að kynna sér og taka afstöðu til málsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ítrekar bókun sína frá 17. janúar 2024 en þar kemur fram að sveitarstjórn telur að mörgum spurningum sé enn ósvarað varðandi fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti. Sveitarstjórn leggur áherslu á að fyrirhugaðar breytingar muni ekki fela í sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélög og að í áframhaldandi vinnu sé haft náið samráð við sveitarfélög, heilbrigðiseftirlitsnefndir og aðra hagaðila.
h) Fundargerð 21. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 9. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 9. september 2024.
i) Fundargerð 327. fundar stjórnar SOS, 17. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 327. fundar stjórnar SOS sem haldinn var 17. september 2024.
j) Fundargerð 613. fundar stjórnar SASS, 13. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 613. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 13. september 2024.
3. Björk 1 – kauptilboð.
Þrjú kauptilboð hafa borist í jörðina Björk , fnr. 230-0802, sem er í eigu sveitarfélagsins.
Tilboð 1 hljóðar upp á kr. 80.000.000,- í hluta af jörðinni eða um 92,2 ha. Í því tilboði eru undanskildir 45,9 ha lands sem eru innan deiliskipulags frístundabyggðar í landinu. Að mati tilboðshafa er jörðin að frádregnu deiliskipulagslandinu um 92,2 ha að stærð.
Tilboð 2 er tilboð í heildarjörðina sem hljóðar upp á kr. 132.000.000,-. Kauptilboðið er gert með fyrirvara um sölu á fasteign tilboðsgjafa og gildir sá fyrirvari í 30 daga frá samþykki kauptilboðs, einnig er gerður fyrirvari um fjármögnun sem skal liggja fyrir innan 20 daga frá samþykki kauptilboðs. Tilboðsgjafi ráðgerir búsetu á jörðinni.
Tilboð 3 er tilboð í heildarjörðina sem hljóðar upp á kr. 79.000.000,-. Kauptilboðið er gert með fyrirvara um að Grímsnes- og Grafningshreppur afmái þær kvaðir sem hafa verið settar á eignina, ásamt því að núverandi sumarhúsahverfi verði minnkað um 25 ha og landbúnaðarsvæði stækkað sem því nemur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða kauptilboð 2, tilboð Einars Þórs Jóhannssonar sem hljóðar upp á kr. 132.000.000,- og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamning og afsal.
4. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn 16. október klukkan 14:00.
5. Staða sveitarsjóðs fyrstu átta mánuði ársins.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við fjárhagsáætlun.
6. Lántaka Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram drög að umsókn Grímsnes- og Grafningshrepps um lántöku Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps á árinu 2024 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 340 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2024 og er tekið til að fjármagna kaup hitaveitunnar á Orkubúi Vaðnes ehf 2022 sem sveitarsjóður fjármagnaði. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Sveitarstjórn samþykkir lántökuna samhljóða, jafnframt er Iðu Marsibil Jónsdóttur sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, kt. 151077-4559 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. samanber. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
7. Skipun í nefndir Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn bókaði eftirfarandi á 554. fundi sínum sem haldinn var 18. september 2023:
Fyrir liggur að Guðrún Helga Jóhannsdóttir hefur beðið um tímabundið leyfi sem aðalmaður í nefndum á vegum sveitarfélagsins, en hún hefur verið aðalmaður í Skólanefnd og Loftslags- og umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Guðmundur Finnbogason komi inn sem aðalmaður fyrir Guðrúnu Helgu í eitt ár í skólanefnd og Sigríður Kolbrún Oddsdóttir komi inn sem aðalmaður í loftslags- og umhverfisnefnd í eitt ár. Guðrún Helga Jóhannsdóttir verður varamaður í báðum nefndum við breytingarnar.
Guðrún Helga hefur snúið til baka að loknu leyfinu og tekur því sæti sem aðalmaður í Skólanefnd og Loftslags- og umhverfisnefnd. Guðmundur Finnbogason verður varamaður í Skólanefnd og Sigríður Kolbrún Oddsdóttir varamaður í Lotfslag- og umhverfisnefnd við breytingarnar.
8. Samtök orkusveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Grímsnes- og Grafningshreppur bjóði fram til stjórnarsetu hjá Samtökum orkusveitarfélaga á næsta aðalfundi, Ásu Valdísi Árnadóttur.
9. Dvalarheimili fyrir aldraða.
Fyrir liggur bréf frá Halldóri Benjamínssyni, dags. 26. september 2024, f.h. Félagsins 60+ í Laugardal.
Í bréfinu er skorað á sveitarstjórnir, ráðherra og alþingismenn að vinna að því að húsnæði Háskólans á Laugarvatni, Lindarbraut 4, verði gert að dvalarheimili fyrir aldraða vegna vöntunar á slíkri stofnun í Uppsveitum Árnessýslu.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð aðalfundar Túns, 29. ágúst 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
12. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar.
13. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0242/2023 í Skipulagsgátt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Skipulagsnefndar UTU til umfjöllunar.
14. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Rofabæ 4, fnr. 220-9648.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 23. september 2024 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, H Frístundahús að Rofabæ 4, fnr. 220-9648.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II H að Rofabæ 4, fnr. 220-9648 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
15. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Minni-Borg, fnr. 251-2534.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. september 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Minni-Borg, fnr. 251-2534.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Minni-Borg, fnr. 251-2534 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
16. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnir til samráðs mál nr. 222 – námsgögn.
Lagt fram til kynningar.
17. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 181/2024, „Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:15.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?