Fara í efni

Sveitarstjórn

580. fundur 06. nóvember 2024 kl. 09:00 - 11:58 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða.
a) Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru mál nr. 151/2024.
b) Alþingiskosningar 2024.
1. Brunavarnir Árnessýslu.
Lárus Kristinn Guðmundsson og Pétur Pétursson frá Brunavörnum Árnessýslu komu inn á fundinn og kynntu starfsemi byggðasamlagsins.
Sveitarstjórn þakkar fyrir áhugaverða og góða kynningu á starfseminni.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 20. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 21. október 2024.
Mál nr. 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 20. fundar Framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var 21. október 2024.
Mál nr. 7; Umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum.
Fyrir liggja 26 gildar umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum. Nefndin fjallaði um umsóknirnar og lagði mat á þær með hliðsjón af gildandi reglum um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrki til frístundahúsafélaga samkvæmt eftirfarandi töflu vegna þeirra framkvæmda sem framkvæmdar voru á tímabilinu vegna þeirra framkvæmda sem framkvæmdar voru á tímabilinu 16. september 2023 – 15. september 2024.

Nafn frístundahúsafélags
Félag sumarhúsaeiganda v/Ásskóga
Furuborgir
ÁSAR, frístundabyggð í Búrfellslandi
Félag lóðareigenda við Herjólfsstíg
FSNN - Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni
Systraásar
Félag lóðareigenda í Farengi
Klausturhóll, félag sumarhúsaeiganda
Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti
Félag lóðareigenda í Miðborgum
Félag sumarhúsaeigenda við Ásgarðsbreiðu
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi
Þristur félag landeiganda í Klausturhólum
Félag sumarhúsaeiganda við Heiðarbraut
Félag Sumarhúsaeigenda við Selmýrarveg
Bakkabyggð
Félag sumarbústaðaeigenda í landi Villingavatns
Félag sumarhúsalóðaeiganda við Syðri-Brú
Kerhraun felag frístundahúsaeigenda
Félag sumarhúsaeig v/Ásskóga
Félag sumarlóðaeigenda Ásabyggð Grímsnesi
Vatnsholtsbyggð
Hólaborgir
Efri Markarbraut og Hliðargötur
Skógarholtið okkar
Þrastaungarnir

 

Styrkupphæð
150.000,-
100.000,-
200.000,-
225.000,-
75.000,-
75.000,-
250.000,-
175.000,-
150.000,-
250.000,- 
125.000,-
125.000,-
75.000,-
250.000,-
75.000,-
150.000,-
100.000,-
150.000,-
250.000,-
75.000,-
150.000,-
225.000,-
150.000,-
175.000,-
175.000,-
100.000,-

 

 

b) Fundargerð 10. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar, 4. júní 2024.
Mál nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 10. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar sem haldinn var 4. júní 2024.
Mál nr. 1; Endurskoðaðar reglur um lýðheilsu- og tómstundastyrk.
Fyrir liggja tillögur að endurskoðuðum reglum um lýðheilsu- og tómstundastyrk sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
c) Fundargerð 290. fundar skipulagsnefndar UTU, 23. október 2024.
Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20 og 27 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 290. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 23. október 2024.
Mál nr. 16; Grímkelsstaðir 1-32 og Grímkelsstaðir L170861-863; Krókur L170822; Staðfesting á afmörkun og stærð lóða - 2312046.
Lagðar eru fram merkjalýsingar skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er varðar afmörkun 19 þegar stofnaðra lóða úr landi Króks. Jafnframt er staðföngum lóðanna breytt til að samræmast betur reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017. Um er að ræða lóðir við Víðihlíð 1, 3 og 4 og Grímkelsstaði 3, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 13, 15, 17, 21, 23, 25, 27, 29 og 31. Stærðir lóðanna breytast ekki frá núverandi skráningu í fasteignaskrá skv. hnitsettri afmörkun sem ekki hefur legið fyrir áður.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlögðum merkjalýsingum.
Mál nr. 17; Hagavík Sauðatangi (B) L231136 og Hagavík C L231137; Hagavík Hvammshraun (C2), Hagavíkurhraun (B2 C3); Stofnun lóða - 2107076.
Lögð er fram undirrituð merkjalýsing dags. 10.10.2024 er varðar skiptingu Hagavíkur C L231137 og staðfestingu á afmörkun sumarbústaðalóðarinnar Hagavík L170847. Málið var tekið fyrir og samþykkt á 222. fundi skipulagsnefndar og síðar í sveitarstjórn en er nú lagt fyrir að nýju með uppfærðum gögnum þar sem gerðar hafa verið breytingar á afmörkun landeignanna. Óskað er eftir stofna tvær landeignir, Hagavíkurhraun (37,06 ha) og Hvammshraun (37,05 ha) úr landi Hagavíkur C sem verður 41,26 ha eftir skiptin.
Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun Hagavíkur L170847 sem mælist 6.000 fm að stærð skv. merkjalýsingunni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og gerir ekki athugasemd við afmörkun viðkomandi landeigna skv. framlagðri merkjalýsingu.
Mál nr. 18; Borgarhóll L168437; Stóra-Borg lóð L168439 og L168440, Stóra-Borg lóð 8 og 17, Borgarhóll L169151; Sameining og staðfesting á afmörkun lands - 2410056.
Lögð er fram merkjalýsing dags. 14.10.2024 er varðar sameiningu lóða og staðfestingu á afmörkun Borgarhóls í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sameina á fimm landeignir, Stóra-Borg lóð L168439 og L168440, Stóra-Borg lóð 8 L218052, Stóra-Borg lóð 17 L218061 og Borgarhóll L169151, við Borgarhól L168437 sem verður 85 ha eftir sameiningu skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Ytri afmörkun Borgarhóls, fyrir sameiningu, hefur ekki áður legið fyrir hnitsett nema að hluta til.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og gerir ekki athugasemd við afmörkun og sameiningu viðkomandi landeigna sem merkjalýsingin tekur til.
Mál nr. 19; A- og B-gata úr Norðurkotslandi; Lega lóða og aðkoma; Deiliskipulagsbreyting - 2410073.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til A- og B- gatna frístundasvæðis í Norðurkotslandi. Í breytingunni felst breytt lega lóða og byggingarreita innan svæðisins í takt við mælingar af svæðinu auk þess sem tekið er til aðkomumála á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan svæðisins sem breytingin tekur til.
Mál nr. 20; Vesturhlíð, L192153; Frístundabyggð F16 og Verslunar- og þjónustusvæði VÞ5; Deiliskipulag - 2410072.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til deiliskipulags á frístundasvæði F16 og verslunar- og þjónustusvæðis VÞ5 sem eru staðsett innan lands Vesturhlíðar L192153.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-213 - 2410002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-213.
d) Fundargerð 114. stjórnarfundar byggðasamlagsins UTU, 23. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð114. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU sem haldinn var 23. október 2024.
e) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 22. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., sem haldinn var 22. október 2024.
f) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 28. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., VÁ sem haldinn var 28. október 2024.
g) Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., 14. október 2024.
Mál nr. 10 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., sem haldinn var 14. október 2024.
Mál nr. 10; Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins.
Lagðar fram til staðfestingar uppfærðar samþykktir Bergrisans bs., til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir og vísar þeim til seinni umræðu.
h) Fundargerð 78. fundar stjórnar Bergrisans bs., 7. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 78. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 7. október 2024.
i) Fundargerð 18. fundar stjórnar Arnardrangs hses., 21. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 21. október 2024.
j) Fundargerð 328. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 16. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 328. fundar stjórnar SOS sem haldinn var 16. október 2024.
k) Fundargerð 8. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 8. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var 8. október 2024.
l) Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 9. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar orkusveitarfélaga sem haldinn var 9. október 2024.
m) Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25. október 2024.
3. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps, fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2024 og skipulag vinnu framundan.
Sveitarstjórn samþykkir að halda vinnufundi vegna fjárhagsáætlunar fimmtudaginn 14. nóvember og þriðjudaginn 26. nóvember.
Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.
4. Miðtún 1-11 – viðræðuferli.
Í maí 2024 auglýsti Grímsnes- og Grafningshreppur sérstaka skilmála um viðræðuferli vegna lóða að Miðtúni. Í skilmálunum kom fram að sveitarfélagið leitaði eftir aðilum sem hefðu áhuga á kaupum á byggingarrétti lóða að Miðtúni 1-11, en um lóðirnar gildir deiliskipulag sem samþykkt var í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 19. apríl 2023. Var leitað eftir aðilum til að leggja fram hugmyndir um nýtingu lóðanna, og hefðu áhuga á að gera tilboð í byggingarrétt þeirra. Tveir aðilar, Orkan IS ehf. og E.Sigurðsson ehf., skiluðu inn hugmyndum sínum um mögulega nýtingu lóðanna og sýndu því áhuga að kaupa byggingarrétt allra lóða.
Samþykkt er að bjóða byggingarrétt lóðanna út milli þeirra beggja, eins og kveðið var á um í 5. gr. viðræðuskilmálanna, á grundvelli hugmynda þeirra að nýtingu lóða á svæðinu. Tilboðsgjafar eru bundnir af þeirri hugmynd sem þeir hafa lýst í viðræðuferli við sveitarfélagið, sem eru forsenda og skilyrði fyrir útboðinu.
Fyrir liggja drög að Sérstökum úthlutunar- og uppboðsskilmálum fyrir sölu byggingarréttar á lóðunum, drög að lóðarleigusamningi vegna lóðanna sem og tilboðsblað, sem eru samþykkt.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hafa samband við fyrrgreinda aðila og framkvæma útboðið í samræmi við samþykkta skilmála.
5. Skipan fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps í stjórn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Ásu Valdísi Árnadóttur sem aðalmann í stjórn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita og Björn Kristinn Pálmarsson til vara.
6. Samningur við ÍBU.
Drög að samstarfssamningi Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps við Íþróttafélag Uppsveita.
Lögð voru fram drög að samningi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu við Íþróttafélag Uppsveita, ÍBU. Samningnum er ætlað að efla samstarf milli sveitarfélaganna og ÍBU, tryggja öflugt íþrótta, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélögunum, tryggja enn frekar starfsemi ÍBU og auka þannig fjölbreytileika þeirra íþrótta- og tómstunda sem í boði eru í sveitarfélögunum.
Þá er stefnt að því að auka fagmennsku og þekkingu í starfi ÍBU jafnt á íþrótta-, félags og rekstrarlegu sviði og stuðla að forvörnum m.a. með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi.
Í samningnum er kveðið á um árlegan fjárstuðning sveitarfélaganna við ÍBU og afnot af íþróttamannvirkjum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
7. Erindi frá Stígamótum.
Fyrir liggur bréf frá Drífu Snædal talskonu Stígamóta, dags. 30. október 2024, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.
8. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Bústjórabyggð 5, fnr. 235-2746.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 1. nóvember 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Bústjórabyggð 5, fnr. 235-2746.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II, H Frístundahús að Bústjórabyggð 5, fnr. 235-2746 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
9. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Langarima 28, fnr. 228-3842.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 30. október 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Langarima 28, fnr. 228-3842.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II, H Frístundahús að Langarima 28, fnr. 228-3842 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
10. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Hólmasundi 21, fnr. 220-7491.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 29. október 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Hólmasundi 21, fnr. 220-7491.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II, H Frístundahús að Hólmasundi 21, fnr. 220-7491 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags svæðisins eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
11. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands.
Lagt fram til kynningar.
12. Sjóðurinn góði.
Fyrir liggur bréf frá starfshópi Sjóðsins góða dags. 21. október 2024, þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu í sjóðinn. Tilgangur Sjóðsins góða er að veita þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum aðstoð fyrir jólahátíðina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Sjóðinn góða um 250.000 kr.
13. Önnur mál.
a) Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru mál nr. 151/2024.
Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 151/2024 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2024 að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Seyðishólanámu E24. Vegna framkominnar kæru var farið fram á að úrskurðarnefndin fengi í hendur gögn er málið varðar og sveitarfélaginu gefinn kostur á að skila umsögn í málinu fyrir 18. nóvember n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Vigfúsi Þór Hróbjartssyni skipulagsfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að svara kærunni fyrir hönd sveitarfélagsins.
b) Alþingiskosningar 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörstaður vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:58.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?