14.03.2025
Breyting á lýðheilsu- og tómstundastyrk
Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingar á lýðheilsu- og tómstundastyrk sem munu taka gildi nú þegar. Aldurssvið styrksins hefur verið lengt og nær nú til barna frá fæðingu upp að 18 ára aldri. Jafnframt hefur styrktarupphæð verið hækkuð úr 50.000 krónur í 60.000 krónur á einstakling.