Fara í efni

Sveitarstjórn

579. fundur 16. október 2024 kl. 14:00 - 14:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Björns Kristins Pálmarssonar
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 22. fundar Skólanefndar, 8. október 2024.
Mál nr. 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 22. fundar Skólanefndar sem haldinn var 8. október 2024.
Mál nr. 7; Önnur mál.
Nýtt merki skólans.
Mikil og góð vinna hefur farið fram í skólanum við hönnun og val á nýju merki skólans. Allir nemendur og starfsfólk skólans hafa komið að þeirri vinnu. Elín María Halldórsdóttir hönnuður tók svo við keflinu og kom með tillögu að nýju merki skólans. Skólanefnd samþykkir samhljóða tillöguna að nýju merki Kerhólsskóla og sendir til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar að nýju merki og óskar Kerhólsskóla til hamingju með nýtt merki.
b) Fundargerð 289. fundar skipulagsnefndar UTU, 9. október 2024.
Mál nr. 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 32 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 289. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 9. október 2024.
Mál nr. 11; Kiðjaberg lóð 18 L168949; Breytt lóðarmörk; Deiliskipulagsbreyting – 2410011.
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar 18 innan frístundasvæðisins í Kiðjabergi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 11.000 fm í 12.920 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða, landeiganda upprunalands og félagi sumarhúsaeigenda svæðisins.
Mál nr. 12; Miðengi L168261; Álfabyggð 24; Breytt afmörkun; Deiliskipulagsbreyting - 2409054.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Álfabyggðar 24 í landi Miðengis L168261. Í breytingunni felst stækkun lóðar og breytt staðsetning hornstólpa á búfjárgirðingu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða, landeiganda upprunalands og félagi sumarhúsaeigenda svæðisins.
Mál nr. 13; Hestur lóð 111 L168617; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2410009.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundalóðar númer 111 í landi Hests L168617 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst breytt stærð og lega byggingarreits.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða og félagi sumarhúsaeigenda svæðisins.
Mál nr. 14; Herjólfsstígur 20 L202484; Breyta frístundalóð í lögbýli og breyta heiti í Ásgarður 2; Fyrirspurn - 2409065.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til breytingar á skráningu á lóðinni Herjólfsstígur 20 L202484. Í breytingunni felst að lóðin verði skilgreind sem lögbýli og fái nafnið Ásgarður 2.
Herjólfsstígur 20 er staðsett innan frístundasvæðis samkvæmt aðal- og deiliskipulagi svæðisins og er aðkoma að lóðinni um veg sem liggur í gegnum frístundabyggð. Sveitarstjórn telur því ekki forsendur fyrir breyttri notkun stakrar lóðar innan þegar skipulagðs frístundasvæðis.
Mál nr. 15; Selholt L205326; Sameining byggingarreita og stækkun; Deiliskipulagsbreyting - 2410013.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Selholts L205326 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingareitir sameinist og stækki.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 16; Kiðjaberg L168959 sumarbústaðaland; Fækkun húsa og aukning byggingarhæðar; Deiliskipulagsbreyting - 2410010.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum deiliskipulags sem tekur til smáhýsasvæðis í Kiðjabergi. Í breytingunni felst breytt stærð og hæð hýsanna en þá verður einnig leyfilegt að byggja fleiri hýsi en áður var gert ráð fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 17; Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting - 2410017.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til skilgreiningar á efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 18; Kiðjaberg 101 og 102; Breytt lega lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2404059.
Lögð er fram að nýju uppfærð umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóða Kiðjabergs 101 og 102. Í breytingunni felst breytt innbyrðis lega lóðanna þar sem lóð 101 verður 12.580 fm og lóð 102 verður 11.215 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt sömu hagsmunaaðilum og á fyrri stigum málsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á að framlögð samþykkt felur ekki í sér samþykki á stækkun hússins frá framlögðum uppdráttum þar sem gert er ráð fyrir uppfylltum lagnakjallara þar sem í dag hefur verið innréttað nýtanlegt rými innan hússins. Framlögð samþykkt feli jafnframt ekki í sér kröfu um uppfært byggingarstig hússins á meðan rými hússins sem hafa verið innréttuð sem nýtanleg rými, en eiga samkvæmt teikningu að vera uppfyllt, eru óbreytt. Sveitarstjórn bendir umsækjanda á að fyrir liggur breyting á aðalskipulagi sem tekur til heimilda fyrir auknu nýtingarhlutfalli á frístundasvæðum sveitarfélagsins.
Mál nr. 19; Suðurkot L168285; Vesturkot; Stofnun lóðar – 2409064.
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir nýja frístundalóð úr landi Suðurkots L168285. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Vesturkot. Stofnun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag samþykkt í sveitarstjórn þ. 19.06.2024 en ekki var gert ráð fyrir staðfangi lóðarinnar í skipulaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við nýjan staðvísi.
Mál nr. 20; Suðurkot L168285; Reynikot; Stofnun lóðar – 2410005.
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir nýja frístundalóð úr landi Suðurkots L168285. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Reynikot. Stofnun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag samþykkt í sveitarstjórn þ. 05.06.2024 en ekki var gert ráð fyrir staðfangi lóðarinnar í skipulaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við nýjan staðvísi.
Mál nr. 21; Grímkelsstaðir 12 (áður 33) L170844; Krókur L170822; Breytt heiti og stækkun lóðar – 2401041.
Lögð er fram merkjalýsing dags. 07.05.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar hnitsetta afmörkun og stækkun lóðarinnar Grímkelsstaðir 12 (áður 33) L170844. Lóðin er skráð með stærðina 2.585 fm en skv. merkjalýsingu þá mælist hún 4.913,7 fm eftir stækkun. Stækkunin kemur úr landi Króks L170822.
Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið, áður en farið er í breytingar á lóðum eða stofnun nýrra lóða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna breytingu lóðarinnar.
Mál nr. 22; Krókur L170822; Víðihlíðarflöt; Stofnun lóðar – 2401043.
Lögð er fram merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er varðar stofnun nýrrar lóðar úr landi Króks L170822. Óskað eftir að stofna 63.079 fm lóð og að hún fái staðfangið Víðihlíðarflöt.
Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið, áður en farið er í breytingar á lóðum eða stofnun nýrra lóða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna stofnun lóðarinnar.
Mál nr. 23; Krókur L170822; Grímkelsstaðir 6; Stofnun lóðar – 2410032.
Lögð er fram merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er varðar stofnun nýrrar lóðar úr landi Króks L170822. Óskað eftir að stofna 1.475 fm lóð og að hún fái staðfangið Grímkelsstaðir 6.
Samkvæmt almennum skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020- 2032 er varðar frístundasvæði er tiltekið að lóðir skulu að jafnaði vera á stærðarbilinu 1/2 - 1 ha og nýtingarhlutfall allt að 0,03. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið, áður en farið er í breytingar á lóðum eða stofnun nýrra lóða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna stofnun lóðarinnar.
Mál nr. 32; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-212 - 2409004F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-212.
c) Fundargerð fundar stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 24. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþing sem haldinn var 24. september 2024.
d) Fundargerð 2. fundar Öldungaráðs Uppsveita og Flóa kjörtímabilið 2022-2026, 9. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Öldungaráðs Uppsveita og Flóa kjörtímabilið 2022-2026 sem haldinn var 9. október 2024.
e) Fundargerð 13. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 19. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga sem haldinn var 19. september 2024.
f) Fundargerð 14. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 26. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga sem haldinn var 26. september 2024.
g) Fundargerð 22. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 27. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 27. september 2024.
h) Fundargerð 23. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 9. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 9. október 2024.
i) Fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 8. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 8. október 2024.
j) Fundargerð 77. fundar stjórnar Bergrisans bs., 20. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar Bergrisans BS., sem haldinn var 20. september 2024.
k) Fundargerð 614. fundar stjórnar SASS, 4. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 614. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 4. október 2024.
l) Fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 24. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 24. september 2024.
m) Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. september 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. september 2024.
2. Inngilding íbúa með erlendan bakgrunn í Uppsveitum Árnessýslu: Niðurstöður íbúafunda og könnunar 2024.
Lögð fram skýrsla: Inngilding íbúa með erlendan bakgrunn í Uppsveitum Árnessýslu: Niðurstöður íbúafundar og könnunar 2024. Skýrslan er unnin af Línu Björgu Tryggvadóttur, byggðaþróunarfulltrúa. Sveitarstjórn fagnar útkominni skýrslu og þakkar fyrir góða vinnu. Í skýrslunni eru ýmsar hugmyndir reifaðar sem skoða þarf nánar með þeim sveitarfélögum sem standa að samstarfi um byggðaþróunarfulltrúa. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram.
3. Erindi frá Klúbbnum Stróki.
Fyrir liggur bréf frá Fjólu Einarsdóttur forstöðumanni Klúbbsins Stróks, dagsett 9. október 2024 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi klúbbsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja félagið um 50.000.- krónur.
4. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, C minna gistiheimili að Bústjórabyggð 5, fnr. 235-2746.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 9. október 2024 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, C minna gistiheimili að Bústjórabyggð 5, fnr. 235-2746.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II C að Bústjórabyggð 5, fnr. 235-2746 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags svæðisins rúma einungis leyfi í flokki II, H Frístundahús.
5. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Herjólfssstíg 20, fnr. 229-2277.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 30. september 2024, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Herjólfsstíg 20, fnr. 229-2277.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II H að Herjólfsstíg 20, fnr. 229-2277 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags svæðisins eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
6. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2024.
Lagt fram til kynningar bréf frá Svandísis Svavarsdóttur, innviðaráðherra, dagsett 3. október 2024, þar sem farið er yfir fyrirkomulag minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður þann 17. nóvember 2024.
7. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2024, „Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“.
Lagt fram til kynningar.
8. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 205/2024, „Breyting á kosningalögum“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 14:50.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?