Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða.
a) Fundargerð 293. fundar skipulagsnefndar UTU, sem haldinn var 11. desember 2024.
b) Umboð vegna undirritunar kaupsamnings á eigninni Björk 1.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 44. fundar Fjallskilanefndar, 6. desember 2024.
Mál nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 44. fundar Fjallskilanefndar sem haldinn var 6. desember 2024.
Mál nr. 2 Fundargerð 41. fundar Fjallskilanefndar.
Oddviti sveitarfélagsins óskaði eftir áliti nefndarinnar á afgreiðslu mála frá 41. fundi Fjallskilanefndar sem var frestað af sveitarstjórn þann 18. desember 2023.
Fjallskilanefnd samþykkir að fallið verði frá tillögunum sem lagðar voru fram á 41. fundi Fjallskilanefndar þann 11. desember 2023.
Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins þann 18. desember 2023 og er það því tekið upp að nýju. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Fjallskilanefndar og að ekki verði frekar aðhafst í málinu.
b) Fundargerð 9. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar, 30. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar sem haldinn var 30. janúar 2024.
c) Fundargerð 10. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar, 18. nóvember 2024.
Mál nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 10. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar sem haldinn var 18. nóvember 2024.
Mál nr. 2; Loftslagsstefna.
Lögð fram til kynningar drög að Loftslagsstefnu sveitarfélagsins.
d) Fundargerð 11. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar, 27. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar sem haldinn var 27. nóvember 2024.
e) Fundargerð 29. fundar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. desember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 6. desember 2024.
f) Fundargerð 292. fundar skipulagsnefndar UTU, 27. nóvember 2024.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 43 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 292. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 27. nóvember 2024.
Mál nr. 17; Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði í landi Ásgarðs. Tilefni breytingarinnar eru áform landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum. Annars vegar er um að ræða hótel með veitingastað og hins vegar frístundahús til útleigu. Deiliskipulagsbreyting er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari. Athugasemdir og umsagnir bárust við skipulagslýsingu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Athugasemdir bárust við skipulagslýsingu framlagðrar aðalskipulagsbreytingar frá lóðarhöfum við Herjólfsstíg og Freyjustíg. Innan athugasemda koma fram mótbárur við hugmyndir um uppbyggingu hótels, veitingastaðar og stakra gistihúsa á svæðinu á þeim grundvelli að um verulega breytta notkun og forsendur sé að ræða frá núverandi skilgreindri notkun svæðisins í aðal- og deiliskipulagsáætlunum. Auk þess kom fram athugasemd er varðar hugsanlegar hæðir bygginga á svæðinu. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur lóðarhafa á svæðinu gagnvart breyttri landnotkun, enda sé um töluvert breytta forsendur að ræða frá núverandi landnotkun m.t.t. fjölda gesta og umsvifa innan svæðisins. Sveitarstjórn bendir þó á að nú þegar er skilgreint verslunar- og þjónustusvæði VÞ6 þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á verslunartengdri starfsemi sunnan Búrfellsvegar sem tengist breytingunni. Að mati sveitarstjórnar eru tækifæri til að lágmarka hugsanlega áhrif vegna fyrirhugaðrar starfsemi á núverandi frístundabyggð. Viðkomandi lóðir henta á margan hátt betur til uppbyggingar á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi en sem frístundalóðir gagnvart takmörkunum skipulagsreglugerðar er varðar fjarlægð frá vegum. Með þeim hætti væri unnt að draga byggingarreiti lóða á svæðinu fjær núverandi frístundabyggð og nær veginum og skapa með þeim hætti skýrari skil á milli landnotkunarflokka. Bendir sveitarstjórn auk þess á að töluvert opið svæði aðskilur fyrirhugaða breytta landnotkun frá núverandi frístundabyggð. Innan greinargerðar tillögunnar er tiltekið að á svæðinu sé gert ráð fyrir húsum á einni hæð með niðurgröfnum kjallara. Hæðir m.v. skilmála aðalskipulagsbreytingar ættu því ekki að fara umfram núverandi heimildir aðal- og deiliskipulags. Mælist sveitarstjórn til þess að útfærsla á hæðum húsa verði nánar útfært með snið og ásýndamyndum í deiliskipulagi. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að mögulega sé tækifæri til að aðskilja starfsemina enn frekar frá frístundasvæði með því að skilgreina aðkomu beint frá Búrfells eða Ásgarðsvegi og minnka þar með töluvert álag vegna umferðar sem fer um hluta frístundasvæðisins. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt á grundvelli framangreinds að greina með ítarlegri hætti áhrif breytinganna á aðliggjandi svæði og gera nánar grein fyrir mótvægisaðgerðum innan breytingartillögunnar og deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að kalla til samráðsfundar með skipulagshönnuði og landeiganda.
Mál nr. 18; Frístundabyggðin Ásgarður; Skilmálabreyting fyrir útleigu og sameining lóða í þjónustulóð; Deiliskipulagsbreyting – 2403093.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í Ásgarði. Breytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem lögð er fram samhliða deiliskipulagsbreytingu þessari og nær til lóða 2-12 við Herjólfsstíg, lóðar Óðinsstígs 1 og þjónustulóðar við Búrfellsveg. Í breytingunni felst að skilmálar fyrir lóðir Herjólfsstíg 2-8 breytast að því leyti að þar er gert ráð fyrir frístundahúsum til útleigu. Herjólfsstígur 10 - 12, lóð við Óðinsstíg 1 og þjónustulóð við Búrfellsveg sameinast í verslunar- og þjónustulóð þar sem leyfilegt verður að reisa hótel/gistiheimili ásamt veitingastað og tilheyrandi þjónustumannvirkjum.
Að mati sveitarstjórnar er breytt notkun svæðisins sem tillagan tekur til og umfang uppbyggingar innan þess sem tilgreind er um innan framlagðrar deiliskipulagsbreytingar þess eðlis að vinna þurfi nýtt deiliskipulag sem tekur til svæðisins. Samhliða verði unnin óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar þar sem viðkomandi svæði er fellt út úr gildandi skipulagi. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að greina með ítarlegri hætti áhrif breytinganna á aðliggjandi svæði og gera nánar grein fyrir mótvægisaðgerðum innan breytingartillögu aðalskipulag og nýs deiliskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og að skipulagsfulltrúa verði falið að kalla til samráðsfundar með skipulagshönnuði og landeiganda.
Mál nr. 19; Villingavatn L170952; Villingavatn L170831; Stækkun lóðar – 2405008.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 24.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stækkun lóðarinnar Villingavatn L170952. Lóðin er í dag skráð 3.096 fm en verður 5.406,5 fm eftir breytingu. Stækkunin sem nemur um 2.310,5 fm kemur úr landi Villingavatns L170831.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið samhljóða.
Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að horfa til heildarstefnumörkunar og skipulagsgerðar innan jarðarinnar Villingavatn komi til áframhaldandi uppskiptingar lóða innan jarðarinnar.
Mál nr. 20; Villingavatn L170947; Villingavatn L170831; Stækkun lóðar – 2405009.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 24.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stækkun lóðarinnar Villingavatn L170947. Lóðin er í dag skráð 3.926 fm en verður 4.345 fm eftir breytingu. Stækkunin sem nemur um 419 fm kemur úr landi Villingavatns L170831.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið samhljóða.
Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að horfa til heildarstefnumörkunar og skipulagsgerðar innan jarðarinnar Villingavatn komi til áframhaldandi uppskiptingar lóða innan jarðarinnar.
Mál nr. 21; Brjánsstaðir land 1 L200776; Fjölgun lóða og þjónustulóð; Deiliskipulagsbreyting – 2411045.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Brjánsstaða lands 1 L200776. Í breytingunni felst að lóðunum fjölgar um tvær og á annarri lóðinni verði heimilt að reisa þjónustuhús vegna skógræktar og útivistar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til frekari vinnslu skipulagsfulltrúa.
Mál nr. 22; Snæfoksstaðir L168278; Tjarnarhóll 1; Afmörkuð lóð; Deiliskipulagsbreyting – 2411035.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Snæfoksstaða L168278 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að á nyrðri hluta landsins verði afmörkuð lóð sem mun heita Tjarnarhóll 1 og verði 14,2 ha að stærð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 23; Mosamói 1 L221711; Skilgreining byggingarreits; Deiliskipulag; Umsagnarbeiðni – 2411067.
Lögð er fram beiðni um umsögn frá innviðaráðuneytinu fyrir Mosamóa 1 L221711 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Beiðni er um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/201 er varðar fjarlægð frá vegum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki verði veitt heimild fyrir uppbyggingu á lóðinni nær vegi en núverandi takmarkanir gera ráð fyrir. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að standa vörð um veghelgun Biskupstungnabrautar til framtíðar.
Mál nr. 24; Suðurbakki 8 L210851; Frístundabyggð hluta Búgarðs í landi Ásgarðs í íbúðarbyggð; Fyrirspurn – 2411046.
Lögð er fram að nýju uppfærð fyrirspurn fh. lóðareigenda við Suðurbakka, Mánabakka og Ferjubakka er varðar breytta landnotkun svæðisins úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.
Sveitarstjórn bendir á að í stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er gert ráð fyrir því að ekki verði skilgreind ný íbúðarsvæði í dreifbýli innan sveitarfélagsins. Að mati sveitarstjórnar býður því núverandi stefnumörkun sveitarfélagsins ekki upp á að mögulegt sé að breyta frístundalóðum í íbúðarlóðir.
Mál nr. 25; Nesjavellir L170825; Nesjar L170824; Staðfesting landamerkjalínu milli jarðanna – 2411048.
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 17.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar staðfestingu á innmældri landamerkjalínu milli jarðanna Nesjar L170824 og Nesjavellir L170825. Um er að ræða landamerkjalínur milli hnitpunkta 1-6 skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun og skilgreiningu landamerkjalínu skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 26; Furuborgir, Minniborgum; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2406078.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F59, Furuborgir í landi Minniborgar eftir auglýsingu. Skipulagðar eru 37 lóðir á bilinu 3.735 - 11.255 m2. Heimiluð verður uppbygging frístundahúsa og gestahúsa/skemmu í samræmi við heimilað byggingarmagn skv. nýtingarhlutfalli. Níu lóðir innan svæðisins eru byggðar. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan samantektar umsagna og innan framlagðra skipulagsgagna, mælist sveitarstjórn þó til þess að byggingarreitir lóða innan skipulagsins verði dregnir upp að takmörkunum er varðar fjarlægðir frá vegum. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27; Reykjalundur, L168273; Frístundabyggð í landbúnaðarsvæði; Óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2411080.
Lögð er fram tillaga óverulegrar aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Reykjalundar L168273. Í breytingunni felst breytt skilgreining fláka sem tekur til frístundasvæðis F87.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 43; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-215 - 2410002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-215.
g) Fundargerð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 22. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 22. nóvember 2024.
h) Fundargerð 2. fundar Öldungaráðs Uppsveita og Flóa, 9. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Öldungaráðs Uppsveita og Flóða sem haldinn var 9. október 2024.
i) Fundargerð 329. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs., 30. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 329. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. sem haldinn var 30. október 2024.
j) Fundargerð 29. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, 25. október 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis sem haldinn var 25. október 2024.
k) Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 15. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 15. nóvember 2024.
l) Fundargerð 956. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 956. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 20. nóvember 2024.
m) Fundargerð 957. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 22. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 957. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 22. nóvember 2024.
n) Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. nóvember 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. nóvember 2024.
2. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2025.
Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2025.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2025.
Við mat á útsvarstekjum var stuðst við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins og íbúaþróun. Útsvarsprósenta er sú sama og árið 2024 eða 12,89%. Fasteignaskattur er byggður á upplýsingum um álagningastofn frá Þjóðskrá Íslands og prufukeyrslu úr Fasteignaskrá. Álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A, er 0,45% en lækkar í 0,425% fyrir árið 2025 og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki C er 1,65% en lækkar í 1,60%. Að jafnaði eru hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins í samræmi við merki markaðarins eða um 3,5%, gjaldskrá hitaveitu hækkar um 5%.
1. Útsvarshlutfall árið 2025 verði óbreytt 12,89%.
2. Fasteignaskattur A, 0,425% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og frístundahús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,60% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur af fasteignaskatti fer samkvæmt reglum um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2025 eru eftirfarandi:
Tekjur einstaklinga
Allt að 4.319.016
Milli 4.319.017 – 5.043.067
Milli 5.043.068 – 5.762.492
Milli 5.762.493 – 6.481.377
Tekjur hjóna
Allt að 6.498.493
Milli 6.498.494 – 7.474.123
Milli 7.474.124 – 8.466.869
Milli 8.466.870 - 9.448.205
Niðurfelling
100%
75%
50%
25%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 9 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. nóvember.
3. Seyra.
Kostnaður við seyruhreinsun verður óbreytt kr. 15.572,- á hvert íbúðarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi. Gjald fyrir seyruhreinsun á hvert frístundahús verður kr. 14.015,-.
Beiðni um aukalosanir skulu ávallt fara í gegnum Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita.
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi samkvæmt gildandi gjaldskrá:
Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun kr. 42.972,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Aukahreinsun á rotþró sem sérferð kr. 102.661,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,27% af fasteignamati húss. Hámarksálagning verði kr. 57.558,- á íbúðarhús.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 283.979,-.
4. Sorp.
Heimilissorp frá íbúðarhúsnæði skal flokkað í fjóra flokka og er að lágmarki greitt gjald fyrir grunneiningu íláta.
Grunneiningin er samsetning fjögurra íláta: 240 lítra tunna undir blandaðan úrgang, 240 lítra tunna undir pappír og pappa, 240 lítra tunna undir plast og 240 lítra tunna undir lífúrgang.
Sú breyting verður gerð á losunartíðni sorphirðu frá heimilum að allir úrgangsflokkar verða sóttir á fjögurra vikna fresti.
Ílátastærðir og verð fyrir íbúðarhús:
Blandaður úrgangur, tunna 240L
Lífúrgangur, tunna 240L
Pappi og pappír, tunna 240L
Plast, tunna 240L
Blandaður úrgangur 660L ílát
Pappi og pappír, 660L ílát
39.500,- kr.
12.900,- kr.
2.900,- kr.
2.900,- kr.
79.900,- kr.
8.900,- kr.
Fastur kostnaður/rekstur grenndar- og gámastöðva/meðhöndlun úrgangs:
Gjald vegna reksturs gámasvæðis og annar fastur kostnaður 11.400,- kr. leggst á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og atvinnuhúsnæði.
Gjald vegna reksturs grenndarstöðva 14.310,- kr. leggst á frístundahúsnæði og það íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu íláta.
Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli 12.315,- kr.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að innheimta breytingargjald vegna breytinga á skráningu íláta að fjárhæð kr. 3.500,-.
Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað fyrir íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði eða eingöngu gjald vegna meðhöndlunar úrgangs fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Allir fasteignaeigendur sem greiða bæði gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað fyrir íbúðarhúsnæði og gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Allir fasteignaeigendur sem greiða bæði gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað og gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, fyrirtæki fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-.
Íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu greiðir gjald vegna reksturs grenndarstöðva til viðbótar við gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað.
Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.
Móttökugjald á einn m3 6.500,- kr.
5. Gjaldskrá vatnsveitu:
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A, lögbýli/einbýlishús, verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 54.855 á hverja eign/hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 71.312,- og lágmarksálagning verði kr. 38.399,- á hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 186.507,- á hverja eign/hús.
Heimæðargjald vatnsveitu fylgir byggingarvísitölu í janúar ár hvert og er uppfært einu sinni á ári, miðað við byggingavísitölu í janúar 2023, grunn 2021 sem var 112,7.
Þvermál rörs
20 mm
25 mm
32 mm
Lágmarksgjald verð pr.m.
480.000,- kr.
500.000,- kr.
540.000,- kr
umfram 30 m.
2.200,- kr.
2.600,- kr
3.000,- kr
Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu. Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn. Ef heimtaug er lengri en 30 metrar bætist við yfirlengdargjald á hvern metra. Heimæðargjald fyrir inntök stærri en 32 mm er reiknað út hjá vatnsveitunni í hverju tilfelli fyrir sig.
Miðað er við að heimtaug í íbúðarhús sé 32 mm.
Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða að lágmarki kr. 822.825 kr. en miðað er við allt að 200 m heimæð. Reikna þarf umframkostnað í hverju tilviki fyrir sig en landeigandi greiðir þann viðbótarkostnað sem hlýst af tengingu veitu að býli. Miðað er við að heimtaug sé 32 mm og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 38.399,-.
Fyrir nýskipulagða frístundabyggð og/eða landbúnaðarlóðir (L3) sem tengja skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 109.710,- fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 17.712,- án vsk. á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
6. Gjaldskrá hitaveitu:
Gjaldskrá hitaveitu hækkar um 5% og verður eftirfarandi.
gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps er þannig:
Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lágmarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði er kr. 3.858,-.
Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns er kr. 175.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 11.572,- á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald á mánuði:
C1 Stærð mælis/hemils DN 15 1.756,- kr.
C2 Stærð mælis/hemils DN 20 2.511,- kr.
C3 Stærð mælis/hemils DN 25 3.101,- kr.
C4 Stærð mælis/hemils DN 32 3.701,- kr.
C5 Stærð mælis/hemils DN 40 4.297,- kr.
C6 Stærð mælis/hemils DN 50 5.880,- kr.
Stofngjöld:
Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 937.452,- og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 357,- kr/m3.
Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 544.939,- og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 357,- kr/m3.
Fyrir frístundahús er stofngjaldið kr. 937.452,-.
Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 139.901,-.
Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða kr. 7.019,- fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.
Önnur gjöld:
Lokunargjald verður kr. 26.284,- og auka álestur kr. 12.369,-.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 21.444,- án vsk. á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps áskilur sér rétt til að beita viðurlögum við rofi á innsigli.
6. Lóðaleiga, verði óbreytt 1% af lóðamati.
7. Gatnagerðargjöld.
Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, sbr. 4. gr. laga um gatnagerðargjald. Álagning gatnagerðargjalds er mismunandi eftir húsgerð/notkun fasteignar. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Húsgerð
Einbýlishús
Parhús
Raðhús
Fjölbýlishús
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði
Iðnaðarhúsnæði
Hesthús
Gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði
Hlutfall
10,5%
9,5%
9,0%
6,0%
5,5%
5,2%
3,0%
2,0%
Þar sem um blandaða notkun er að ræða ákvarðast gatnagerðargjald skv. ofangreindum flokkum af meginnotkun flatarmáls húsnæðis m.t.t. gildandi deiliskipulags.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu (niðurrifi húss), breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að húsnæðið færist í hærri gjaldflokk, sbr. 1. mgr., skal greiða gatnagerðargjald af fermetrafjölda viðkomandi húsnæðis sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Þegar hús er rifið og annað byggt í staðinn er heimilt að fermetrar rifna hússins gangi á móti gjaldskyldum fermetrum þess nýja á sömu lóð. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi, þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu. Sama gildir ef ný bygging á lóð er minni að flatarmáli en sú bygging sem stóð þar áður. Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006 kr./m², byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).
8. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg verður eftirfarandi:
Sund:
Stakt skipti
10 miða kort
30 miða kort
Árskort
18-66 ára
1.300,- kr.
6.500,- kr.
15.500,- kr.
38.000,- kr.
10-17 ára
650,- kr.
3.000,- kr.
6.500,- kr.
19.000,- kr.
öryrkjar og eldri borgarar
350,- kr.
1.900,- kr.
3.300,- kr.
7.900,- kr.
Þreksalur:
Stakt skipti
10 miða kort
30 miða kort
Íþróttasalur:
Fullorðinn – 60 mín.
Barn – 60 mín.
Hálfur dagur
Heill dagur
Sturta
Leiga á sundfatnaði
Leiga á handklæði
Handklæði og sundföt
Börn 0-9 ára fá frítt í sund og íþróttasal.
1.600,- kr.
11.500,- kr.
22.500,- kr.
1.800,- kr.
800,- kr.
14.000,- kr.
25.000,- kr.
800,- kr.
800,- kr.
800,- kr.
1.200,- kr.
9. Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla:
Gjaldskrá dagvistunargjalda verður eftirfarandi:
4 klst. vistun
4,5 klst. vistun
5 klst. vistun
5,5 klst. vistun
6 klst. vistun
6,5 klst. vistun
7 klst. vistun
7,5 klst. vistun
8 klst. vistun
8,5 klst. vistun
8.560,- kr.
9.537,- kr.
10.701,- kr.
11.771,- kr.
12.841,- kr.
14.515,- kr.
16.190,- kr.
17.864,- kr.
19.540,- kr.
25.307,- kr.
Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma í leikskóla er kr. 700,-.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
10. Gjaldskrá frístundar:
Gjaldskrá frístundar verður eftirfarandi:
Hver klukkustund 362,- kr.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
11. Gjaldskrá mötuneytis:
Gjaldfrjálst er fyrir nemendur Kerhólsskóla og notendur frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Um gjald fyrir hádegismat starfsmanna fer samkvæmt skattmati á fæðishlunnindum hverju sinni.
Hádegisverður, eldri borgarar 450,- kr.
Hádegisverður, kostgangarar 1.350,- kr.
12. Gjaldskrá bókasafns:
Gjaldskrá bókasafns verður óbreytt og er eftirfarandi:
Bókasafnskort 18-66 ára, árskort 1.500,- kr.
Gjaldfrjálst er fyrir börn 0-17 ára, ellilífeyrisþega og öryrkja.
Millisafnalán, fyrir hvert safngagn 1.000,- kr.
Ljósritun og prentun á A4 blaði 30,- kr.
Ljósritun á A3 blaði og litprentun 50,- kr.
Bókasafnskort hefur gildistíma til eins árs. Ef útlánsgagn glatast eða skemmist hjá lánþega ber honum að bæta safninu skaðann með nýju eintaki sem hann útvegar og greiðir fyrir sjálfur eða greiða skaðabætur er nema innkaupsverði viðkomandi gagns.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
3. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2025, síðari umræða.
Tekjur
Gjöld
Fjármagnsgjöld
Rekstrarafgangur
Eignir
Skuldir
Eigið fé
Afskriftir
Fjárfestingar
2025
1.987.077
1.526.238
(88.136)
232.222
3.956.818
1.729.306
2.227.511
140.481
649.747
2026
2.085.194
1.585.853
(74.577)
250.429
4.125.420
1.647.480
2.477.940
174.335
581.471
2027
2.182.425
1.664.488
(80.450)
232.579
4.622.367
1.911.848
2.710.519
204.909
732.835
2028
2.283.984
1.746.755
(82.399)
250.322
4.620.920
1.660.078
2.960.841
204.508
126.537
Gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga að einhverju leyti á árunum 2025-2028.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárin 2025-2028.
4. Fjallskilanefnd.
Uppfærð samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps liggur fyrir, þar kemur fram að fjallskilanefnd skuli vera skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara í stað fimm áður.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa nefndina með eftirfarandi hætti:
Aðalmenn:
Bergur Guðmundsson
Jakob Guðnason
Antonía Helga Guðmundsdóttir
Til vara:
Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson
Árni Þorvaldsson
Guðmundur Jóhannesson.
5. Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu.
6. Skýrsla um rekstur félagsþjónustu í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur skýrsla um rekstur félagsþjónustu í Grímsnes- og Grafningshreppi sem unnin var árið 2024 af HLH ráðgjöf. Við vinnslu verkefnisins var stuðst við bókhaldsgögn frá sveitarfélaginu ásamt öðrum ópersónugreinanlegum gögnum frá sveitarfélaginu. Einnig voru fengnar upplýsingar frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Jafnframt var notast við rekstrargögn varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn þakkar Haraldi L. Haraldssyni og hans fólki fyrir vinnuna. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Iðu Marsibil Jónsdóttur sveitarstjóra og Birni Kristni Pálmarssyni varaoddvita að vinna tillögurnar áfram og eiga samtal við Bergrisann bs. um útfærslur.
7. Reglur Grímsnes- og Grafningshrepps um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur drög að reglum um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, ásamt umsóknareyðublaði og umsagnarblaði skólastjóra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
8. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni skrifstofu Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar um námsvist nemanda utan lögheimilissveitarfélags í grunnskóladeild Kerhólsskóla skólaárið 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina með fyrirvara um að greidd verði sú stuðningsþjónusta sem Kerhólsskóli telur að barnið þurfi.
9. Erindi frá stjórn Foreldrafélags Kerhólsskóla.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða útlagðan kostnað fyrir hefðbundnu jólaballi.
Ása Valdís Árnadóttir ritari foreldrafélagsins vék af fundi undir þessum lið.
10. Slökkvistöð í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Þann 6. nóvember 2024 komu Pétur Pétursson og Lárus Kristinn Guðmundsson frá Brunavörnum Árnessýslu á sveitarstjórnarfund og kynntu starfsemi byggðasamlagsins. Á þeim sama fundi var farið yfir viðbragðstíma á starfssvæði Brunavarna Árnessýslu miðað við staðsetningar á slökkvistöðum.
Í Grímsnes- og Grafningshreppi er ekki staðsett slökkvistöð og verður fyrir vikið lengri viðbragðstími hjá viðbragðsaðilum vegna útkalla í sveitarfélaginu. Í sveitarfélaginu er stærsta frístundahúsabyggð landsins, en í hér eru 22% allra frístundahúsa á landinu og eru það ríkir almannahagsmunir að viðbragðstími hjá viðbragðsaðilum sé með besta móti sem hægt er bæði fyrir íbúa og fasteignaeigendur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps lýsir yfir vilja til að byggja slökkvistöð sem allra fyrst á Borg og samþykkir samhljóða að fela Ásu Valdísi Árnadóttur oddvita og Smára Bergmann Kolbeinssyni fulltrúa sveitarfélagsins í Héraðsnefnd að vinna málið áfram og hefja samtal við Brunavarnir Árnessýslu um næstu skref.
11. Póstbox á Borg og póstnúmerið 805.
Þéttbýlið Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi er ört stækkandi byggðakjarni á Suðurlandi þar sem skráðir voru 184 einstaklingar þann 1. janúar 2024 samkvæmt Hagstofu Íslands. Sveitarfélagið hefur verið að úthluta lóðum síðustu ár í byggðarkjarnanum og er viðbúið að hann tvöfaldist í mannfjölda innan nokkurra ára. Fyrirkomulag póstþjónustu innan byggðakjarnans hefur verið á þann hátt að póstkassar hafa verið settir upp á nokkrum stöðum og þangað hafa bréf verið borin út en pakkar afhentir viðtakanda. Það fyrirkomulag hefur gengið misvel og vill því sveitarstjórn óska eftir að breyting verði gerð á fyrirkomulaginu hjá Póstinum þannig að dreifileiðir fyrir bréf og pakka í byggðakjarnanum verði sameinaðar og sett verði upp póstbox á Borg. Í póstboxinu munu svo íbúar í byggðakjarnanum geta nálgast bréfpóstinn sinn, sem og aðrar sendingar, allan sólarhringinn. Jafnframt munu þá aðrir íbúar í sveitarfélaginu geta nálgast pakkasendingar allan sólarhringinn í póstboxið.
Óskar sveitarstjórn eftir samvinnu við Póstinn um útfærslu og kynningu á verkefninu til íbúa á svæðinu.
Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir því að póstnúmerið 805 Selfoss verði að 805 Borg.
12. Úthlutun lóða 18 og 20 við Borgargil, athafnasvæði.
Fyrir liggur umsókn um lóðirnar Borgargil 18 og Borgargil 20 á athafnasvæði við Sólheimaveg. Umsækjandi er Void ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda lóðirnar og felur sveitarstjóra að klára málið.
13. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður fyrri fund sveitarstjórnar í janúar og verður því fyrsti fundur sveitarstjórnar á árinu 2025 þann 22. janúar 2025.
14. Opnunartími skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps milli jóla- og nýárs 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa sveitarfélagsins verði lokuð 27. og 30. desember. Skrifstofan verður því lokuð frá og með 21. desember til 2. janúar 2025.
15. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru mál nr. 164/2024.
Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 164/2024 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um að samþykkja nýtt deiliskipulag í Hraunkoti, Hraunborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi, birt í stjórnartíðindum 29.október 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Vigfúsi Þór Hróbjartssyni skipulagsfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að svara kærunni fyrir hönd sveitarfélagsins.
16. Samningur við ÍBU og framtíðarstefna íþróttastarfs í sveitarfélaginu.
Grímsnes- og Grafningshreppur hefur um langt skeið lagt áherslu á að efla heilsueflingu og tómstundastarf í sveitarfélaginu með áherslu á jafnrétti, vellíðan og samfélagsþátttöku. Íþróttafélagið UMF Hvöt hefur verið burðarás í íþróttastarfi í sveitarfélaginu og hefur sveitarfélagið stutt það myndarlega í því að skapa vettvang fyrir íbúa til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Þetta samstarf hefur verið liður í að efla lýðheilsu og samheldni innan sveitarfélagsins, í takt við samfélagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps. Á sama tíma hefur komið fram áhugi á samstarfi við Íþróttafélag Uppsveita (ÍBU), sem nær yfir fleiri sveitarfélög á svæðinu. Slíkt samstarf getur skapað tækifæri til frekari uppbyggingar íþrótta- og tómstundastarfs og aukins fjölbreytileika í því starfi sem stendur íbúum sveitarfélagsins til boða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara þá vegferð að lögð verði áhersla á að efla hlutverk UMF Hvatar sem miðlægs samræmingaraðila í samstarfi við önnur íþróttafélög, með það að markmiði að bjóða íbúum sveitarfélagsins fjölbreyttari íþróttaviðburði og námskeið. Með þessu dregur úr kostnaði sveitarfélagsins og tímaþörf félagsins við að byggja upp starfsemi við hverja íþróttagrein. Hér er horft í að sækja þekkingu annarra félaga til að koma inn í sveitarfélagið og bjóða upp á fjölbreyttari hreyfingu undir formerkjum UMF Hvatar. UMF Hvöt tekur leiðandi hlutverk í að samræma þessi verkefni og byggja upp sitt eigið starf í takt við þarfir íbúa. UMF Hvöt getur óskað eftir aðstoð sveitarfélagsins í samstarfsverkefninu með tilheyrandi hætti sem tengjast eflingu íþróttastarfsemi í sveitarfélaginu. Með þessari tillögu er samstarfsverkefni ÍBU komið í farveg til UMF Hvatar sem getur útfært samstarf eftir þörfum og óskað eftir aðkomu ÍBU og annarra íþróttafélaga að íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið leggur áherslu á að styrkja UMF Hvöt og renna þannig stoðum undir öfluga íþróttastarfsemi í sveitarfélaginu. UMF Hvöt er veitt ábyrgð til að vera leiðandi aðili í að tryggja íþróttastarfsemi og standa vörð um hollustuhætti og fagmennsku í störfum þeirra sem halda starfsemi annarra greina úti í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi kost á því að keppa í þeim íþróttagreinum sem þau taka þátt í og boðið verður upp á í sveitarfélaginu. Horfa þarf til þess þegar verið er að skipuleggja íþróttastarf í sveitarfélaginu og samstarf við íþróttafélög í nágrenninu.
Sveitarstjórn felur heilsu- og tómstundafulltrúa og sveitarstjóra að uppfæra samstarfssamninginn við UMF Hvöt og leggja fyrir sveitarstjórn.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að veita ÍBU styrk að upphæð 500.000.- vegna ársins 2024.
17. Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga, síðari umræða.
Lagðar fram til síðari umræðu samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykktirnar.
18. Samþykktir Brunavarna Árnessýslu, síðari umræða.
Lagðar fram til síðari umræðu samþykktir Brunavarna Árnessýslu.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykktirnar.
19. Tilnefning í vinnuhóp vegna kostnaðarskiptingu í Brunavörnum Árnessýslu.
Tilnefning eins fulltrúa í vinnuhóp til að greina kostnað við brunavarnir og vinna tillögu að skiptingu kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita til setu í vinnuhópnum.
20. Chase The Sun, hjólaviðburður 2025.
Fyrir liggur bréf frá Birgi Fannari Birgissyni, fh. Reiðhjólabænda, þar sem óskað er eftir leyfi frá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps vegna hjólreiðaviðburðar sem félagið vill halda laugardaginn 21. júní 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að viðburðurinn verði haldinn.
21. Önnur mál.
a) Fundargerð 293. fundar skipulagsnefndar UTU, 11. desember 2024.
Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 30 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 292. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 27. nóvember 2024.
Mál nr. 16; Brúnavegur 4 L168343 í landi Ásgarðs; Gisting flokkur I og II; Deiliskipulagsbreyting – 2412006.
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt til auglýsingar. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi auk þess sem tilkynning verði send til allra hlutaðeigandi lóðarhafa innan svæðisins um auglýsingu breytingartillögunnar.
Mál nr. 17; Rofabær 4 L170920; Útleiga í flokk II í frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2412002.
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags Rofabæjar, frístundabyggðar í landi Nesja. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins til kynningar. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 18; Álftavík L169078 og Miðengi lóð 17a L199066; Breytt landnotkun til fyrra horfs; Aðalskipulagsbreyting – 2412012.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Við endurskoðun aðalskipulags árið 2022 voru lóðirnar Álftavík L169078 og Miðengi lóð 17a L199066 ranglega felldar inn í frístundabyggðina Öndverðarnes 2 - Selvík (F30). Með aðalskipulagsbreytingu þessari er landnotkun lóðanna breytt til fyrra horfs í samræmi við deiliskipulag. Lóð 19 er tekin með í breytingunni þar sem lóðin er ekki með skilgreindan byggingarreit enda telst hún óbyggileg vegna nálægðar við Álftavatn og Þingvallarveg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 19; Hestur lóð 111 L168617; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2410009.
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundalóðar númer 111 í landi Hests L168617 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst breytt stærð og lega byggingarreits. Athugasemd barst við grenndarkynningu og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem byggingarreitur að lóð 109 er færður úr 10 metrum í 15 metra.
Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Mál nr. 20; Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting - 2410017.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Með breytingunni er efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells skilgreint.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 20; Minna-Mosfell L168262; Efnistökusvæði og landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag - 2412016.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til svæðis innan lands Minna-Mosfells L168262. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda fyrir uppbyggingu á tveimur landbúnaðarlóðum auk þess efnistökusvæði er skilgreint í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem er í ferli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Mál nr. 22; Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2408047.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst nánari skilgreining á heimildum er varðar skógrækt í sveitarfélaginu auk þess sem skilmálum er varðar nýtingarhlutfall og uppbyggingu á frístundasvæðum er breytt. Markmið breytingarinnar er varðar skógrækt er að gera ítarlegri skilmála og kröfur til umsókna vegna skógræktaráforma til að hafa bæði betri yfirsýn og stjórn á skógrækt, sem og skapa betra verkfæri til að takast á við og halda utan um skógræktaráform innan sveitarfélagsins til framtíðar. Breyting sem tekur til almennra skilmála er varðar hámarksnýtingarhlutfall innan frístundasvæða eru til þess fallnar að rýmka nýtingarhlutfalls heimildir frístundasvæða þar sem aðstæður leyfa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 23; Kiðjaberg lóð 129 L201719; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2412023.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til stækkunar á Kiðjaberg lóð 129. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 13.000 fm í 29.000 fm.
Að mati sveitarstjórnar er umsótt breyting ekki í takt við stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar stærðir frístundalóða þar sem tilgreint er, undir almennum skilmálum, að frístundalóðir skuli að jafnaði 5.000 - 10.000 fm að stærð. Stækkun lóðarinnar upp í 29.000 fm er því töluvert umfram almenna skilmála aðalskipulags. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að aðrar lóðir á sama svæði eru allar á bilinu 12-14 þúsund fm að stærð, stækkun lóðarinnar samræmist því auk þess ekki byggðar- og lóðarmynstri svæðisins. Sveitarstjórn synjar samhljóða umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til stækkunar lóðarinnar.
Mál nr. 30; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24 – 216 – 2411005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-216.
b) Umboð vegna undirritunar kaupsamnings á eigninni Björk 1.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps, kt. 590698-2109, Stjórnsýsluhúsinu Borg, 805 Borg, veitir hér með Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita, kt. 300482-5119, Bíldsbrún 1, 805 Borg, hér með umboð til að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við samningsumleitanir, til að undirrita, fullgilda og ljúka við alla nauðsynlega skjalagerð, vegna sölu sveitarfélagsins á jörðinni Björk 1, fasteignanúmer 2300802 og landeignanúmer L211337.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 18:51.