Fara í efni

Fréttir

Íþróttahús á Borg
17.10.2022

Íþróttahús á Borg

Að undangengnu útboði hefur verið samið við EFLU um deilihönnun á viðbyggingu á íþróttamiðstöð á Borg í Grímsnesi. Ekkert tilboð barst í verkið í alútboði og var því tekin ákvörðun um að skipta upp verkinu. Hönnunarstjórn verður í höndum Arkís og aðstoð á verktíma í höndum Verkís.
 Nýtt íbúðahverfi á Borg
14.10.2022

Nýtt íbúðahverfi á Borg

Að undangenginn verðfyrirspurn hefur verið samið við Verkís um gerð nýs deiliskipulags sem tekur til 15 hektara svæðis vestan við Skólabraut. Öllum lóðum á Borg hefur verið úthlutað og er stefnt á að nýjar lóðir verði úthlutunarhæfar haustið 2023.
Nýtt deiliskipulag – Miðsvæði
12.10.2022

Nýtt deiliskipulag – Miðsvæði

Sveitarstjórn hefur samþykkt að senda til skipulagsnefndar nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði vestan við Skólabraut. Svæðið hefur fengið heitið Miðtún.
Búrfellsveita - Raf- og Vatnsveita
11.10.2022

Búrfellsveita - Raf- og Vatnsveita

Rafmagnslaust verður í lækjabakka þriðjudaginn 11.10.2022 frá kl 10:00 til kl 12:00 vegna vinnu á háspennukerfi. Vegna þessa verður vatnslaust eða lítill þrýstingur í landi Ásgarðs, Búrfells og byggðum meðfram Búrfellsvegi meðan dælur eru ekki virkar.
Viðhald á Borgarveitu
11.10.2022

Viðhald á Borgarveitu

Verið er að vinna í dæluhúsi í Hraunborgum í dag 11.10 og má búast við minni þrýsting í Borgarveitu á meðan. Reiknað er með að vinnan klárist fyrir kl. 16. Beðist er velvirðingar á óþægindum.
Getum við bætt efni síðunnar?